Fréttablaðið - 09.10.2014, Qupperneq 58
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
„Pabbi hefði orðið áttræður á
þessu ári. Tónsmíðarnar hans hafa
aldrei flogið hátt en nú verða flutt
nokkur af hans helstu verkum. Þau
spanna nánast allan tónsmíðaferil
hans, allt frá hálfgerðum bernsku-
brekum til þess síðasta sem hann
gerði. Alltaf ný og ný stílbrigði
sem taka mið af sögunni,“ segir
Hákon Leifsson kórstjóri um tón-
leika í Hörpu á sunnudag, helgaða
minningu föður hans, Leifs Þórar-
inssonar (1934-1998).
Verkin verða flutt í tímaröð.
Elst þeirra er Barnalagaflokkur-
inn fyrir píanó sem Leifur skrifaði
í Vínarborg árið 1954 fyrir Rögn-
vald Sigurjónsson. Síðar var eftir-
farandi setning höfð eftir Rögn-
valdi: „Sérstaka ánægju hef ég af
Barnalagaflokknum hans Leifs,
enda er hann orðinn klassískur og
hefur í sér lífsneista sem á eftir að
endast lengi.“ Titill tónleikanna er
eflaust sóttur í þau orð, Lífsneistar
Leifs. Það er Caput hópurinn sem
stendur fyrir þessum viðburði
en Hákon stjórnar flutningnum
að nokkru leyti. Hann kveðst þó
aldrei hafa heyrt eitt verkið sem
þar verður flutt, Klasar nefn-
ist það. Hákon kallar það píanó-
flipp. „Það hefur ekki verið flutt
síðan árið 1967 þegar pabbi og Atli
Heimir léku það saman í Ríkisút-
varpinu en Valgerður Andrésdóttir
sér um flutninginn núna.“
Afstæður voru samdar í New
York árið 1960, fyrir fiðlu, píanó
og selló, Hákon segir það stutt og
spennandi verk sem geri feikna
kröfur til flytjenda, þeir verða þau
Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís
Halla Gylfadóttir og Snorri Sigfús
Birgisson.
Síðasta verkið á dagskránni er
Grafskrift fyrir Bríeti, við ljóð
Matthíasar Jochumsonar. Það var
samið fyrir kvenraddir og hörpu
og frumflutt við útför Bríetar
Héðinsdóttur árið 1996 en aldrei
verið flutt á tónleikum áður.
Konur úr Kammerkór Grafarvogs-
kirkju syngja það ásamt Elísabetu
Waage.
„Þau urðu dálítið samferða
gegnum lífið pabbi og Bríet, voru
saman í skóla og gott ef ekki
Grænuborg. Svo vann pabbi oft í
Þjóðleikhúsinu, hún var þar nátt-
úrulega, þannig að þeirra vinfengi
var margendurnýjað,“ lýsir Hákon.
Hann getur þess líka að systir
sín Alda Lóa sé að útbúa vef um
föður þeirra og verið sé að rita allt
höfundarverk hans til útgáfu.
Lífsneistar Leifs verða í Kalda-
lónssalnum á sunnudaginn klukk-
an 17.15 gun@frettabladid.is
Lífsneistar Leifs í Kaldalónssal
Nokkur meistaraverk Leifs Þórarinssonar tónskálds hljóma í Hörpu á sunnudag.
Caput hópurinn stendur að tónleikunum og Hákon Leifsson stjórnar þeim.
Á ÆFINGU Hákon með vöskum hópi hljóðfæraleikara sem ætla að flytja verk föður
hans á sunnudaginn. MYND/VILHELM
Auðvitað er tilfinningin mjög góð,
hvað viltu eiginlega að ég segi?“
spyr Oddný Eir Ævarsdóttir spurð
hvernig henni líði eftir að hafa
fengið þau tíðindi að hún sé ein
þeirra sem hljóta Bókmenntaverð-
laun Evrópusambandsins í ár. „Mér
þykir vænt um að fá þessi verðlaun
fyrir Jarðnæði, sérstaklega þar
sem tilgangur verðlaunanna er
meðal annars að auðvelda þýðing-
ar á viðkomandi verki. Bókin hefur
enn ekki verið þýdd á önnur tungu-
mál en færeysku og sú þýðing er
enn í vinnslu.“
Jarðnæði kom út hjá Bjarti árið
2011 og hlaut Fjöruverðlaunin
2012 auk þess að vera tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna
það ár og hljóta einróma lof lesenda
og gagnrýnenda. Í tilkynningu um
ákvörðun dómnefnda kemur fram
að verðlaununum er ætlað að veita
nýjustu og bestu upprennandi rit-
höfundunum í Evrópu viðurkenn-
ingu. „Ég held líka að hugsunin
sé sú að draga fram jaðarsvæðin
og koma bókmenntum sem ekki
myndu spjara sig á hinum harða
engilsaxneska markaði í sviðsljós-
ið,“ segir Oddný Eir. „Mér finnst
það fín hugsjón.“
Oddný Eir sendir frá sér skáld-
sögu í haust, Ástarmeistarann, sem
hún segist vera nýbúin að senda í
prentun. „Það er ástarsaga, sem
þykist ekki hafa neinar sjálfsævi-
sögulegar skírskotanir eins og
Jarðnæði.“
Verðlaunin verða afhent við
hátíðlega athöfn sem fram fer í
Concert Noble-höllinni í Brussel
hinn 18. nóvember og Oddný Eir
ætlar að sjálfsögðu að mæta þar
til að veita þeim viðtöku. „Já, ég
ætla bara að skvera mér,“ segir
hún hlæjandi. „Ég er reyndar búin
að vita af þessu í þó nokkurn tíma
en það var svo rosalegt leyndar-
mál að maður var eiginlega búinn
að gleyma því sjálfur. En vonandi
verður þetta til þess að greiða leið
Jarðnæðis inn á Evrópumarkað.
Maður hefur kraftinn í að skrifa
bækurnar en ekki mikinn kraft í
að prómótera þær þannig að þetta
er rosa góð hjálp við það.“
Alls hljóta þrettán höfundar
verðlaunin í ár, auk Oddnýjar,
þau Ben Blushi frá Albaníu, Milen
Rusk ov frá Búlgaríu, Jan Němec
frá Tékklandi, Makis Tsitas frá
Grikklandi, Janis Jonevs frá Lett-
landi, Armin Öhri frá Liechten-
stein, Pierre J. Mejlak frá Möltu,
Ognjen Spahić frá Svartfjallalandi,
Marente de Moor frá Hollandi,
Uglješa Šajtinac frá Serbíu, Birgül
Oğuz frá Tyrklandi og Evie Wyld
frá Bretlandi. Sérhverjum vinn-
ingshafa áskotnast 5.000 evrur í
verðlaun. fridrikab@frettabladid.is
Var nærri búin að
gleyma þessu sjálf
Oddný Eir Ævarsdóttir er ein þrettán rithöfunda frá ýmsum þjóðum sem hljóta
Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir hina
rómuðu bók Jarðnæði sem út kom árið 2011 og hlaut Fjöruverðlaunin 2012.
ODDNÝ EIR „Maður
hefur kraftinn í að
skrifa bækurnar en
ekki mikinn kraft í að
prómótera þær.“
MYND/BJARTUR
Allar upplýsingar á skrifstofu
Félags íslenskra bókaútgefenda.
Net fang: f ibut@ f ibut . is
Til bókaútgefenda:
Bókatíðindi 2014
Skráning nýrra bóka í Bókatíðindi
2014 er hafin.
Útgefendur eru hvattir til að skrá bækur
sínar sem allra fyrst en lokaskil vegna
kynninga og auglýsinga er 15. október.
Bókatíðindum verður sem fyrr
dreift á öll heimili á Íslandi.
Frestur til að tilkynna bækur vegna
Íslensku bókmenntaverðlaunanna
2014 er til 15. október nk.
www.f ibut . is
Íslensku
bókmenntaverðlaunin
ALÞJÓÐLEG BARNA- OG UNGLINGABÓKMENNTAHÁTÍÐ
Í REYKJAVÍK 9.–12. OKTÓBER 2014
WWW.MYRIN.IS
WWW.NORRAENAHUSID.IS
Varúlfar í
Vatnsmýrinni
Hrollvekjukvöld me
ð
Stefáni Mána,
höfundi bókarinnar
Úlfshjarta
Fim 9. október
kl. 20:00