Fréttablaðið - 09.10.2014, Side 60

Fréttablaðið - 09.10.2014, Side 60
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 17.30 Kunnir djassgeggjarar bjóða gestum og gangandi á ókeypis tónleika í Bókasafni Seltjarnarness í dag. Fram koma þeir Guðjón S. Þorláksson á bassa, Jakob Hagedorn Olsen á gítar og Birkir Freyr Matthíasson á trompet. Þeir flytja ljúflingslög eftir meistara á borð við Herbie Hancock, Keith Jarrett og Miles Davis. 19.30 Djasspíanistinn Sunna Gunn- laugs er nýkomin frá Berlín þar sem hún hélt dúó-tónleika með þýska píanistanum Julia Hülsmann fyrir fullu húsi. Að þessu sinni tekur hún á móti hollenska bassaklarinettuleikaranum Maarten Ornstein og munu þau halda þrenna tónleika hér á landi í vikunni. Þau spila í Bergi í Reykjanesbæ í kvöld. 20.00 Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Kjartan Valdemarsson píanóleikari standa fyrir fernum spunatónleikum í Hannesarholti í vetur. Þau fá til sín góða gesti sem munu leika með þeim á tónleikunum. Meðal viðfangs- efna verða íslensk sönglög, amerískir standardar, Bítlarnir og svo þekkt rokk- og popp lög. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld og verður viðfangsefni þeirra amerískir standardar. 20.00 Sigga Beinteins, Guðrún Gunn- arsdóttir og Jógvan Hansen spila í Salnum í Hamraborg í kvöld. Karl Olgeirsson píanóleikari, Róbert Þórhallsson bassaleikari og Matthías Stefánsson gítar- og fiðluleikari verða þeim innan handar. Aðgangseyrir er 3.900 krónur. 20.00 Tilraunatónlistarhópurinn S.L.Á.T.U.R. heldur upp á Sláturtíð í Listasafni Reykjavíkur. Kl. 20.00 hefst hátíðin. 20.00 Roland Hartwell Jr. ætlar að spila 60’s, 70’s & 80’s tónlist á Hlemmur Square í kvöld ásamt óvæntri annarri gleði. Hann ábyrgist stuð & stemningu en líkt og ávallt er gítarinn við höndina. 20.30 Tónlistarkonurnar Rebekka Sif og Silja Rós munu flytja sitt frum- samda efni á Lofti Hosteli í kvöld. Báðar ætla að styðjast við tónlistar- menn og koma einnig fram Aron Andri Magnússon á gítar og Grétar Örn Axels- son á gítar. Ókeypis inn. 20.30 Hljómsveitin Katanes heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da í kvöld. Magnús R. Einarsson mun hefja tón- leikana með dagskrá helgaðri minn- ingu Johns Lennon, sem fæddist þennan dag. 1.000 krónur inn. 21.00 Trúbadorarnir Alexander & Guð- mann spila enn einu sinni á English Pub í kvöld. 21.00 Soffía Björg og Pétur Ben munu skipta með sér fimmtudagskvöldinu 9. október á Húrra næstkomandi. Pétur Ben byrjar kvöldið með akústískt sett og gefur tóninn fyrir Soffía Björg Band sem tekur svo við, en hljómsveitina skipa Örn Eldjárn, Ingibjörg Elsa Turchi, Þorvaldur Ingveldarson og Tómas Jóns- son. Aðgangseyrir 2.000 kr. 21.00 Íslenska sveitin Audio Nation spilar Rock/Pop/Salsa/Grunge/Blues á Café Rósenberg í kvöld. 21.00 Limited Escape troða upp á Dillon í kvöld. 21.00 Varsjárbandalagið sem spilar balkanska tónlist með eldfjallaáhrifum treður upp á ókeypis tónleikum á Kexi Hosteli í kvöld. 09. OKTÓBER 500 g kjöthakki 3 dl mjólk Leikkonan Courteney Cox er sögð vera afar spennt fyrir því að gera þætti með vinkonum sínum úr Friends, þeim Jennifer Aniston og Lisu Kudrow. Courteney er sögð vera að vinna að nýrri þáttaröð þar sem vinkonurnar færu allar með hlutverk. Vinkon- urnar voru gestir í spjallþætti Jimmys Kimmel í síðasta mánuði þar sem þær töluðu um hversu gaman það hefði verið að leika saman í Friends. Heimildarmað- ur Heat Magazine sagði í samtali við tímaritið að Courteney vildi gera prufuþátt þar sem þær lékju miðaldra vinkonur sem ættu það sameiginlegt að eiga erfitt með að eignast börn. Þær eru sagð- ar hafa farið saman út að borða stuttu eftir þáttinn þar sem þær hafi rætt frekara samstarf og séu allar spenntar fyrir því að vinna saman aftur. Saman á ný? VINKONUR Leikkonurnar eru sagðar vilja vinna saman á ný. Stjörnudómarinn Simon Cowell hefur verið þekktur fyrir að vera óhræddur við að tjá skoðanir sínar í gegnum tíðina og ekki endi- lega látið skammir annarra á sig fá. Það er þó ein manneskja sem hann hlustar alltaf á og hlýðir, sú er móðir hans, hin 88 ára gamla Julie Cowell. Hann segir atvik frá unglingsárunum enn sitja í honum. Þegar Simon var 15 ára sagði mamma hans fyrir framan kærustuna hans að hann ætti að hætta að vera alltaf að sýna sig. „Ég gat ekki svarað henni,“ segir hann í viðtali á útvarps- stöðinni BBC 1. „Það versta sem hún getur sagt við mig er að ég eigi að hætta að sýna mig þegar ég er með vini í kringum mig,“ sagði Simon einn- ig og bætti við hlæjandi: „Hún elsk- ar enn þá að skamma mig.“ Skammaður af mömmu SIMON COWELL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.