Fréttablaðið - 09.10.2014, Side 70
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 50
Nú er ég staddur í Nýju-Delí, höfuð-borg Indlands. Það er mikil upplifun
að dvelja í þessum heimshluta og hverfið
sem ég bý í er gerólíkt öllu því sem ég á að
venjast á Íslandi.
EINN Indverjinn spurði hvort mér fyndist
göturnar ekki vera hreinar þann daginn.
Ég sagðist nú hafa séð hreinni götur en
spurði til baka hvers vegna mér ætti að
finnast það. Jú, Narendra Modi forsætis-
ráðherra hafði sagt í útvarpinu um morg-
uninn að allir ættu að leggja hönd á plóg
og taka til og hætta alfarið að henda rusli.
MODI er líka búinn að beina þeim tilmæl-
um til landsmanna að best sé að hætta að
reykja og vill hann svo að menn hætti að
skyrpa munntóbaki út um allt.
Það er lúxus að hafa svona föðurlegan
forsætisráðherra hugsaði ég.
Það taka allir vel í þetta. Það elska
allir Modi og allir vilja vera
með honum í liði.
„HANN fór og hitti Banda-
ríkjaforseta um daginn og
Obama greyið vissi ekkert hvernig
hann átti að hegða sér, hann var svo
impóneraður af Modi,“ sagði annar leið-
sögumaður.
AF hverju er Modi svona vinsæll? spurði
ég. „Modi er einn af okkur, hann er maður
fólksins. Hann var tesölumaður áður en
hann fór út í stjórnmál. Hann vill sam-
einað og sterkt Indland og tekur sér aldrei
frí, hann vinnur á sunnudögum,“ sagði
annar leiðsögumaður.
Ég svaraði á móti. Þú þekkir ekki Sig-
mund Davíð.
HANN kynnti okkur fyrir íslenska
kúrnum, gætir þess að við fáum bara
hollt og gott íslenskt smjör, lambakjöt og
svið. Hann er búinn að komast að því að
útlensku vörurnar leiða til geðveiki eða
dauða. Hann fer bara í viðtöl á Bylgjunni.
Hann gætir þess að vera ekki of útkeyrð-
ur í því mikilvæga starfi, sem hann gegn-
ir fyrir okkur af mikilli óeigingirni og
fer oft í frí til Flórída. Þegar Sigmundur
hitti Barack Obama á leiðtogafundi hafði
Obama orð á því að þetta væri fundur sem
hann mundi aldrei gleyma.
ÞAÐ var vegna þess að Sigmundur mætti
í sitthvorum skónum. Einum spariskó og
einum íþróttaskó. Hvað finnst þér um
það?
ÞÁ svaraði Indverjinn: „Bylgjan? Hvað í
fjandanum er það eiginlega?“
Föðurlegir ráðherrar
BAKÞANKAR
Frosta
Logasonar
STJÖRNUSÍLIN
KOMA SENN Í HEIMINN
Leikkonan Blake Lively tilkynnti það í þessari viku að hún ætti von á barni
með eiginmanni sínum, leikaranum Ryan Reynolds. Blake er langt frá því að
vera eina stjarnan sem er barnshafandi um þessar mundir og ljóst er að von er
á mikilli barnasprengingu á næstu vikum og mánuðum í heimi fræga fólksins.
VILJA STÓRA FJÖLSKYLDU Leikkonan
Blake Lively tilkynnti það á heimasíðu
sinni Preserve að hún ætti von á barni
með leikaranum Ryan Reynolds. Hjónin
hafa oft látið hafa eftir sér að þau vilji
stofna til fjölskyldu og jafnvel eignast
nokkur börn.
PRINSINN EIGNAST SYSTKINI Kate
Middleton, hertogaynjan af Cam-
bridge, og eiginmaður hennar,
Vilhjálmur prins, eignuðust soninn
George í júlí í fyrra. Þann 8. september
síðastliðinn tilkynntu þau að annað
barn væri á leiðinni.
LINCOLN FÆR SYSTKINI
Leikarahjónin Kristen Bell og
Dax Shepard eignuðust dótt-
urina Lincoln Bell Shepard í
mars í fyrra og í júní á þessu
ári kom í ljós að þau eiga
von á sínu öðru barni.
Á VON Á SÉR Í DESEMBER Raunveru-
leikastjarnan Kourtney Kardashian
á von á þriðja barninu með kærasta
sínum, Scott Disick, en nýjasti fjöl-
skyldumeðlimurinn er væntanlegur
í heiminn í desember. Fyrir eiga þau
soninn Mason, fimm ára, og dótturina
Penelope, tveggja ára.
ÓLÉTT IDOL-STJARNA
Söngkonan Carrie Under-
wood, sem fór með sigur
af hólmi í American Idol
árið 2005, á von á sínu
fyrsta barni með eigin-
manni sínum, Mike
Fisher.
BARN OG BRÚÐKAUPSAFMÆLI
Söngkonan Alicia Keys og eiginmaður
hennar, Swizz Beats, áttu fjögurra ára
brúðkaupsafmæli 31. júlí síðastliðinn.
Sama dag sögðu þau aðdáendum sínum
frá því á Instagram að þau ættu von
á öðru barni en fyrir eiga þau soninn
Eygpt sem er þriggja ára.
STYTTIST Í
STÚLKUNA Nú
styttist í að leik-
konan Hayden
Panettiere verði
léttari en hún á
von á sínu fyrsta
barni með úkraín-
ska boxaranum
Wladimir Klitschko.
Hún talaði af sér
á rauða dreglinum
á Emmy-verðlauna-
hátíðinni í lok ágúst
og missti út úr
sér að þau
ættu von
á stúlku.
THE EQUALIZER KL. 6 - 9
PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 - 10.15
BOYHOOD KL. 5.40 - 9
VONARSTRÆTI KL. 6 - 9
KL. 5.45 - 8 - 10.15
DRACULA LÚXUS KL. 10.45
THE EQUALIZER KL. 5 - 8 - 10.45
THE EQUALIZER LÚXUS KL. 5 - 8
THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8 - 10.30
LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8 - 10.15
PÓSTURINN PÁLL ÍSL. TAL 2D KL. 3.30
AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D KL. 3.30
SMÁHEIMAR 2D KL. 3.30
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
THE CONJURING
THE FRIGHT FILE
ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA
HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR, MORGUNBLAÐIÐ
DRACULA UNTOLD 8, 10
SMÁHEIMAR 5:40
THE EQUALIZER 6, 9
WALK AMONG TOMBSTONES 5:40, 8, 10:20
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Kanadíska tvíeykið Crystal
Castles hefur lagt upp laup-
ana. Söngkonan Alice Glass til-
kynnti um þetta á fésbókarsíðu
sinni. „List mín og tjáning, á
hvaða formi sem er, hefur alltaf
verið tilraun til einlægni og sam-
kenndar með öðrum. Vegna fjöl-
margra ástæðna, persónulegra
og faglegra, tel ég þetta ekki vera
mögulegt lengur innan Crystal
Castles. Þó að þetta séu enda-
lok hljómsveitarinnar vona ég
að aðdáendur mínir muni taka
á móti mér sem sólólistamanni
á sama hátt og þau tóku á móti
Crystal Castles.“
Crystal Castles hóf störf árið
2005. Sveitin spilaði á Iceland
Airwaves-tónlistarhátíðinni árið
2008. - þij
Crystal Castles
hætt störfum
ALICE GLASS rokkari og ljóðskáld.