Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 8
25. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 4.990.000 kr. Kia Carens EX Árgerð 3/2014, ekinn 8 þús. km, dísil, 1.685 cc, 136 hö, sjálfskiptur, 7 manna, eyðsla 6,0 l/100 km. 3.590.000 kr. Kia cee’d EX Árgerð 3/2014, ekinn 7 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, beinskiptur, eyðsla 4,3 l/100 km. 6.190.000 kr.4.990.000 kr. Kia Sorento ClassicKia Sportage EX Árgerð 7/2013, ekinn 36 þús. km, dísil, 2.199 cc, 198 hö, sjálfskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 6,7 l/100 km. Árgerð 6/2013, ekinn 33 þús. km, dísil, 1.995 cc, 136 hö, beinskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 5,7 l/100 km. 3.390.000 kr. Kia Cee’d SW EX Árgerð 6/2013, ekinn 34 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, beinskiptur, eyðsla 4,5 l/100 km. *Á by rg ð er í 7 ár f rá s kr án in ga rd eg i b if re ið ar Afborgun aðeins 51.170 kr. á mánuði m.v. 339.000 kr. útborgun og 90% bílalán frá Lykli í 84 mánuði. 9,15% vextir, 10,83% árleg hlutfallstala kostnaðar og lán til 84 mánaða. Nánar á lykill.is Útbo rgun aðe ins: 339. 000 kr. ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia*Ábyrgð fylgir! NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartímar: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 júní 2013 des. MP5-HRÍÐSKOTABYSSUMÁLIÐ Í HNOTSKURN Norsk sendinefnd kemur til landsins í boði utanríkisráðuneytisins Íslendingar semja við Norðmenn um að fá 250 MP5-hríðskotabyssur Hríðskota- byssurnar koma til landsins Málið kynnt á fundi í dómsmála- ráðuneytinu Lögreglan fær 35 byssur til að nota við æfingar DV segir frá byssunum og að lög- reglan sé að vopnast Þingmenn spyrja um málið á þingi, sagt að byssurnar séu gjöf frá Norðmönnum Norðmenn segja reikning fyrir byss- unum á leiðinni Norðmenn segja að Íslend- ingar hafi keypt byssurnar fyrir 11,5 milljónir króna feb. 2014 júlí sept. okt. Lögregla og gæsla segjast ekki ætla að borga Byssurnar sagðar í geymslu Ráðherrar sverja af sér vélbyssur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki haft nein afskipti af komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lögreglan hafi heimild til að endurnýja búnað sinn án þess að ráðherra skipti sér af. Jóhanna Margrét Einarsdóttir jme@frettabladid.is Samkvæmt því sem Fréttablaðið kemst næst var ráðuneytið upp- lýst um norsku byssurnar í júlí, en engar fundargerðir eða aðrar ritaðar heimildir munu vera til um þær upplýsingar sem ráðuneytið fékk. Hanna Birna Kristjánsdótt- ir innanríkisráðherra segir að ráðuneytið hafi verið upplýst um að lögreglan væri að endurnýja búnað sinn og til þess hafi hún heimild í reglugerð frá 1999. „Þeir hafa þessa heimild,“ segir Hanna Birna og segir að engin stefnu- breyting hafi átt sér stað varð- andi vopnaburð eða vopnaeign lög- reglunnar. „Þetta er endurnýjun á búnaði, annað ekki,“ segir Hanna Birna um byssurnar 150 sem lög- reglan á að fá. Hvorki Hanna Birna né Gunnar Bragi telja að það þurfi að ræða það opinberlega að hingað séu komnar 250 hríðskotabyssur, eða hvernig málið bar að. Málið sé ekki þess eðlis. Það sé eingöngu verið að endurnýja úrsérgengin skotvopn lögreglunnar og Gæsl- unnar. Hún fargi skotvopnum á móti þeim byssum sem hún sé að fá, vopnaeignin sé ekki að aukast. Lögreglan hefur hins vegar ekki tilkynnt um að hún hafi eytt nein- um af vopnum sínum. Fréttablaðið hefur ekki feng- ið að sjá samninginn sem gerður var milli Norðmanna og Íslend- inga um MP5-byssurnar og ekki hefur fengist uppgefið hver skrif- aði undir hann. Þá liggur ekki fyrir hvort MP5- byssurnar eru gjöf frá Norðmönn- um eða hvort þeir eru að selja íslenskum yfirvöldum byssurnar. Lögreglan á að fá 150 MP5-byssur en Landhelgisgæslan 100. Bæði Landhelgisgæsla og lög- regla halda því fram að byssurn- ar séu gjöf. Upplýsingafulltrúi norska hersins segir að kaup- samningur hafi verið gerður og Íslendingar hafi keypt byssurnar fyrir 11,5 milljónir króna. Landhelgisgæslan segir að ekki hafi verið greitt fyrir byssurn- ar og ekki hafi verið farið fram á greiðslu fyrir þær. Lögreglan hefur sagt að hún vilji ekki byss- urnar þurfi hún að greiða fyrir þær. MP5-byssurnar 250 komu með flutningavél norska flughersins frá Noregi í febrúar og hafa síðan verið geymdar innan tollverndar- svæðis Keflavíkurflugvallar í við- urkenndum skotvopnageymslum. Lögreglan fékk raunar 35 þeirra til afnota í skamman tíma til æfinga. Byssurnar eru undanþegnar opinberum gjöldum samkvæmt gildandi varnarmálalögum. Hvorki Jón Bjartmarz, yfir- lögregluþjónn hjá Ríkislögreglu- stjóra, né Georg Lárusson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, vildu svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál í gær. Þetta er endurnýjun á búnaði, annað ekki. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. STJÓRNMÁL „Utanríkisráðherra hefur enga aðkomu að þessu máli. Við höfum ekki haft milli- göngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lög- reglunni með þetta mál,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanrík- isráðherra í gær. Á fundi allsherjar- og efna- hagsnefndar Alþingis í vikunni með ríkislögreglustjóra og yfir- lögregluþjóni hjá embættinu kom fram að utanríkisráðuneyt- ið hefði haft milligöngu um komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Í tilkynningu frá emb- ætti Ríkislögreglustjóra í fyrra- dag kemur fram að norsk sendi- nefnd hafi komið til landsins í júní 2013 í boði utanríkisráðuneytisins. Norsku nefndarmennirnir greindu þá frá því að íslensku lögreglunni stæði til boða að fá hríðskota- byssurnar. Gunnar Bragi segir að það sé engin leynd í málinu en bætir við að menn hefðu átt að segja strax hvernig hlutirnir væru því það sé ekkert óeðlilegt við þá. „Hins vegar hef ég ekki hugmynd um af hverju það var ekki gert,“ segir ráðherra og bætir við að honum finnist að það hefði átt að svara skýrar um þessi mál. Á fundi nefndarinnar kom einn- ig fram að innanríkisráðuneytinu hefði verið kunnugt um málið. Við höfum ekki haft milli- göngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni með þetta mál. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.