Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 98
25. október 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 70 LAUGARDAGUR 11.00 Upphitun á laugardegi Sport 2 11.45 West Ham - Man. City Sport 2 14.00 Liverpool - Hull Sport 2 14.00 Sunderland - Arsenal Sport 3 14.00 Southampton - Stoke Sport 4 14.00 WBA - Crystal Palace Sport 5 14.15 R-N Löwen - Kiel Sport 16.00 Real Madrid - Barcelona Sport 16.00 Markasyrpa Sport 2 16.30 Swansea - Leicester Sport 2 18.00 McGladrey Classic Golfstöðin 20.00 Cordoba - Real Sociedad Sport 02.00 UFC 179: Aldo vs Mendes Sport SUNNUDAGUR 08.00 MotoGO í Malasíu Sport 13.30 Tottenham - Newcastle Sport 2 13.30 Burnley - Everton Sport 3 16.00 Man.United - Chelsea Sport 2 18.00 McGladrey Classic Golfstöðin MÁNUDAGUR 18.50 Blue Bay LPGA Golfstöðin 19.15 Skallagrímur - Snæfell Sport 20.00 QPR - Aston Villa Sport 2 22.00 Messan Sport 2 HELGIN Á SPORTSTÖÐVUNUM HANDBOLTI Topplið Gróttu og Fram mætast í dag í Hertz-höll- inni á Seltjarnarnesi í stórleik Olís-deildar kvenna og hefst leik- urinn klukkan 13.30. Bæði liðin hafa unnið fimm fyrstu leiki sína á tímabilinu. Aðrir leikir dagsins eru: 13.30 (ÍBV-Selfoss, ÍR-Valur) 14.00 (HK-Haukar, Stjarnan-FH). 15.00 (Fylkir - KA/Þór). Tveir leikir eru líka á dagskrá í Olís- deild karla: 15.30 (ÍR-Akureyri) og 17.00 (Haukar-ÍBV). - óój Toppliðin glíma SPORT FÓTBOLTI Finnur Orri Margeirs- son samdi í gær við FH til næstu þriggja ára en þessi öflugi miðju- maður yfirgefur þar með uppeldis- félag sitt, Breiðablik. Á endanum stóð valið á milli FH, KR og Breiða- bliks en Finnur Orri, sem var samningslaus eftir tímabilið, segist sáttur við ákvörðun sína þó að hún hafi vissulega verið erfið. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Breiðablik árið 2008, þá sautj- án ára gamall, og á alls 163 leiki að baki í deild og bikar fyrir félagið. „Það var fyrst og fremst erfitt að fara frá Breiðabliki og gaf ég mér smá tíma í að taka þessa ákvörð- un. Það var smá stormur hausnum á manni á meðan maður hugsaði málið en það er gott að vera búinn að taka þessa ákvörðun. Það er ákveðinn léttir,“ segir Finnur Orri sem segir spennandi tilhugsun að skipta yfir í FH. Finnur Orri, sem er 23 ára, er miðjumaður og vill spila sem slík- ur, þó svo að hann hafi oft gegnt hluti miðvarðar þegar þess gerð- ist þörf hjá Breiðabliki. „Ég geri sjálfur miklar kröfur til mín um að standa mig í þeirri stöðu og ég tel mig geta staðið undir því. Miðj- an er mín staða og ræddi ég um það við FH-inga. Það er auðvitað mikil samkeppni um þá stöðu en ég hlakka til að takast á við það.“ Kassim Doumbia var sem kunn- ugt er dæmdur í fjögurra leikja bann eftir að upp úr sauð eftir úrslitaleik FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla í haust en Finnur Orri segir að hann muni ekki leysa hann af. „Ég tel að FH sé með öfluga varnarmenn og efast ekki um að þeir komist í gegnum leikbann hjá Doumbia. Þeir hafa gert það áður.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir sjálfur í samtali við Frétta- blaðið að Finnur Orri sé kominn til FH sem miðjumaður. „Við telj- um að hann sé betri miðjumaður en varnarmaður,“ segir Heimir sem segir að það sé mikill fengur að hafa fengið Finn Orra. „Hann býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur, bæði úr deildinni hér heima og Evrópukeppni. Þetta er góð lausn fyrir okkur, nú þegar Hólmar Örn [Rúnarsson] er farinn í Keflavík. Við væntum mikils af honum.“ Finnur Orri útilokar þó ekki að fara í atvinnumennsku ef slíkt tækifæri kemur upp. „Ef eitthvað kemur upp verður það skoðað í samráði við FH.“ eirikur@frettabladid.is Fer til FH sem miðjumaður Finnur Orri Margeirsson er farinn af æskuslóðunum í Kópavogi en Blikinn fyrrverandi skrifaði í gær undir þriggja ára samning við FH í Hafnarfi rði. FER Í HAFNARFJÖRÐINN Finnur Orri Margeirsson skiptir úr grænum búningi Breiðabliks yfir í svarthvítan hluta Hafnarfjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Finnur Orri Margeirsson hefur ákveðið að yfirgefa Breiðablik en eftir nýlokið tímabil í Pepsi-deildinni í fótbolta var hann aðeins þremur leikjum frá því að jafna félagsmet Blika yfir flesta leiki í efstu deild. Leikjametið á einmitt Arnar Grétarsson, nýráðinn þjálfari Blika í Pepsi-deild karla. Arnar þarf reyndar að hafa „áhyggjur“ af öðrum leikmanni því Olgeir Sigurgeirsson vantar bara tólf leiki til að jafna metið. - óój Flestir úrvalsdeildarleikir fyrir Breiðablik Arnar Grétarsson 143 Finnur Orri Margeirsson 140 Vignir Baldursson 133 Olgeir Sigurgeirsson 131 Kristján Jónsson 118 Finnur Orri nær ekki leikjameti Arnars t ht.is OFNAR ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR FRYSTISKÁPAR FRYSTIKISTUR GUFUGLEYPAR HELLUBORÐ KÆLISKÁPAR UPPÞVOTTAVÉLAR ÖRBYLGJUOFNAR ELDAVÉLAR HÁFAR HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ • EYRARVEGI 21 SELFOSSI • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK VAXTALAUSAR GREIÐSLUR TIL 6 MÁNAÐA Í BOÐI AF ÖLLUM STÓRUM HEIMILISTÆKJUM HEIMILISTÆKJADAGAR 20-50% AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.