Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 10
25. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Viðskiptatækifæri Áhugasamir aðilar hafi samband við Guðna Halldórsson sími 414 1200, gudni@kontakt.is Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Stórt hostel í miðbæ Reykjavíkur Til sölu er stórt og vinsælt hostel í góðum rekstri á rólegum stað í miðbæ Reykjavíkur. Hostelið er eitt það stærsta á sínu sviði í Reykjavík með 180 rúm í 71 herbergi og með mjög mikla stækkunarmöguleika. Ársvelta er um 130 mkr. og afkoma góð. Hostelið er í leiguhúsnæði með góðum leigusamningum svo hér er ekki um sölu á fasteign að ræða. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja hasla sér völl í mest vaxandi atvinnugrein landsins. H a u ku r 1 0 .1 4 Nýsköpunarstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Markmið nýsköpunarstyrkja Landsbankans er að styðja við frumkvöðla með því að veita þeim tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskipta- hug mynd á nýju markaðssvæði eða þróa nýja vöru eða þjónustu. Nýsköpunar- styrkjum er jafnframt ætlað að styðja frumkvöðla til kaupa á efni, tækjum eða sérfræði þjónustu vegna nýsköpunar eða sækja námskeið sem sannanlega byggir upp færni sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar. Styrkupphæðir » 500.000–2.000.000 kr. – styrkir fyrir verkefni sem eru lengra komin. » 200.000–500.000 kr. – styrkir fyrir fyrstu skrefin. Umsóknarfrestur Umsóknarfrestur vegna nýsköpunarstyrkja er til og með 1. desember 2014. Dómnefnd er skipuð þremur fagaðilum og tveimur sérfræðingum bankans. Sótt er um styrkina rafrænt á vef bankans, landsbankinn.is. Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru veittar fimm tegundir styrkja: Afreksstyrkir, námsstyrkir, umhverfisstyrkir, samfélagsstyrkir og nýsköpunarstyrkir. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is Landsbankinn styður góðar hugmyndir í atvinnurekstri og veitir allt að 10 milljónir króna í nýsköpunarstyrki árið 2014. HEILBRIGÐISMÁL Þróun kjaradeilu ríkisins og Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands hefur orðið þess valdandi að læknar hyggjast ganga ákveðið fram í verkfallsaðgerðum sínum. Þeir munu sinna alvarlegustu tilfellum sem koma upp en þar draga þeir línuna, segja heimildir Fréttablaðsins innan Landspítalans. Ekkert bendir til annars en verkfall lækna hefjist á mánudag, enda hefur næsti fundur í kjaradeilu þeirra ekki verið boðaður fyrr en að kvöldi sama dags. Vegna verkfallsins hafa starfsmenn Landspít- alans unnið hörðum höndum að viðbúnaði, en um nýjan raunveruleika lækna og heilbrigðisstofnana er að ræða þar sem læknar hafa aldrei áður nýtt verkfallsrétt sinn. Félögin tvö deila verkfallsað- gerðum niður á stofnanirnar. Helsti viðbúnaður- inn felst í að gera svokallaðan undanþágulista, sem snýr að því að í húsi séu læknar á hverjum tíma til að sinna bráðatilfellum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins innan Landspítalans mun starfsemin raskast verulega. Á mánudaginn eru það rannsóknasvið og kvenna- og barnasvið þar sem lögð verða niður störf; á öðrum sviðum verður starfað áfram en þó undir miklum áhrifum frá verkfallinu, þar sem starf- semi eins sviðs snertir óumflýjanlega önnur, t.d. rannsóknasviðs. Allar verkfallsaðgerðir sem skipulagðar eru næstu vikurnar hafa þessi ruðningsáhrif. Skurðlæknafélagið hefur sínar aðgerðir 4. nóvem- ber með allsherjarverkfalli. - shá Læknar ætla að ganga ákveðið fram í verkfallsaðgerðum á mánudaginn: Starfsemin riðlast öll í verkfalli LSH Verkfall á kvenna- og barnasviði auk heilsugæslu mun auka álag á bráðadeildir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HEILBRIGÐISMÁL Nýr líffæravef- ur var formlega opnaður í gær hjá Embætti landlæknis. Fram til þessa hafa þeir sem vilja gefa líffæri ef reynir á þurft að fylla út sérstakt líffæragjafakort og ganga með það á sér. Að öðru leyti hafa upplýsingar um líffæragjafa hvergi verið skráð- ar og því engar tölulegar upplýsing- ar til um fjölda þeirra. Hægt er að komast inn á vefinn í gegnum hnapp á heimasíðu Emb- ættis landlæknis. Á vefsvæðinu er að finna margvíslegar upplýsingar tengdar líffæragjöf, auk þess sem fólk getur opnað sérstakt svæði og með Íslykli eða rafrænu skilríki komið til skila afstöðu sinni til líf- færagjafar. Skipti fólk um skoðun þá er hægt að breyta vali sínu á sama vefsvæði. - vh Fólk getur skráð óskir sínar um líffæragjöf: Líffæravefur opnar VEFURINN OPNAÐUR Kristján Þór Júlíusson opnar vefinn. Geir Gunnlaugsson landlæknir og Jórlaug Heimisdóttir fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.