Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 2
25. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 SAMKEPPNISMÁL Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkis- saksóknari ætlar að rannsaka leka á trúnaðar- gögnum um kæru Samkeppniseftirlitsins gegn ellefu starfsmönnum tveggja skipafélaga til Kast- ljóss. Þetta kemur fram í svari Sigríðar við fyrir- spurn RÚV um málið. Fréttaskýringaþátturinn Kastljós fjallaði um kæru Samkeppniseftirlitsins til embættis sér- staks saksóknara vegna meintra brota Eimskips og Samskipa á samkeppnislögum. Samkeppniseft- irlitið fór fram á að opinber rannsókn færi fram á því hvaðan og hvernig trúnaðarupplýsingunum var lekið til Kastljóss. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segist í samtali við Fréttablaðið ekki geta svarað því hvort hann ætli að sitja áfram í embætti þegar rannsóknin hefst. „Ég hef nú ekkert enn þá heyrt af þessu og get voða lítið sagt á meðan ég hef ekki neinar upplýs- ingar,“ segir Ólafur. Ekki náðist í Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, við vinnslu fréttarinnar. - ak / hg Nanna Rögnvaldardóttir, matmóðir og rithöfundur, fylgdi 80 ára gömlum mat- seðli, með ýmsum útúrdúrum, í viku og tókst að halda kostn- aði hverrar máltíðar undir 248 krónum. Stefanía Thors, varafor- maður Félags kvikmyndagerð- armanna, sagði skrýtið að Ís- landsstofa treysti ekki íslensku kvikmyndagerðarfólki til að kynna Ísland. Um er að ræða hluta af herferðinni Inspired by Iceland. FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN FORNMINJAR „Nú þurfum við að end- urmeta alla hönnun og vinna úr þess- ari stöðu,“ segir Einar Á.E. Sæmund- sen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, um kanthleðslur úr gamla Konungsveginum sem komið hafa í ljós við Flosagjá og Nikulás- argjá. Einar segir að í vikunni hafi haf- ist framkvæmdir vegna lagfæringar á veginum og aðkomusvæði vestan megin við brúna yfir Flosagjá, sem yfirleitt er nefnd Peningagjá. Malbik hafi verið flysjað ofan af veginum. „Við gerðum það mjög varlega vegna þess að hér getur maður allt- af átt von á fornleifum alls staðar. Mjög fljótlega komu hleðslur í ljós, fyrst norðan megin við veginn og síðan sunnan megin þar sem hleðsl- urnar eru skýrari. Það eru kantarn- ir á gamla Konungsveginum sem fór þarna yfir,“ segir Einar. Konungsvegur var lagður í tilefni Íslandsheimsóknar Friðriks VIII Danakonungs árið 1907. Vegurinn liggur um Þingvelli að Geysi og Gull- fossi og kostaði ríkið 14 prósent af ársútgjöldum. „Maður átti von á því að einhvern tíma í millitíðinni frá því vegurinn var byggður og þangað til í dag væri búið að ryðja minjum af honum burt en kantarnir af honum eru þarna mjög skýrir undir,“ segir Einar sem kveður fornleifafræðing nú vinna við að hreinsa hleðslurnar og meta. „Það verður reynt að fara eftir ráðleggingum frá Minjastofnun um það hvernig við getum hannað í kringum þetta. Það kemur kannski í ljós í næstu viku í hvað þetta stefnir. Hugsanlega verður þetta bara enn betra,“ segir fræðslufulltrúinn á Þingvöllum. gar@frettabladid.is Viðgerð á Þingvöllum afhjúpar Konungsveg Hleðslur úr hinum forna Konungsvegi komu í ljós við lagfæringar við Nikulásargjá og Flosagjá á Þingvöllum. Fornleifafræðingar rannsaka nú fundinn. Hanna þarf svæðið að nýju með hliðsjón af minjavernd, segir fræðslufulltrúi þjóðgarðsins. Það kemur kannski í ljós í næstu viku í hvað þetta stefnir. Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi á Þingvöllum. FÖRUNEYTI KONUNGS Friðrik VIII ríður hér í fararbroddi á Konungs- veginum þar sem hann liggur að Flosagjá og þar yfir. M YN D /EIN AR SÆ M U N D SEN KONUNGSVEGUR Gamlar kanthleðslur komu í ljós er unnið var að lagfæringum á vestan við Peningagjá á Þingvöllum. Mannréttindadómstóllinn dæmdi Erlu Hlynsdóttur í vil „Þetta eru frábærar fréttir og ég ákvað að vonast eftir nákvæmlega þessu,“ sagði blaðakonan Erla Hlyns- dóttir í tilefni þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evr- ópu um tjáningarfrelsi. Hæstiréttur dæmdi Erlu til að greiða eiginkonu Guðmundar Jónssonar, sem kenndur er við Byrgið, bætur fyrir ummæli sem höfð voru eftir viðmælanda í frétt sem hún skrifaði 2007. Íslenska ríkið á að greiða Erlu 1,2 milljónir í bætur vegna málsins. Jón F. Bjartmarz, yfi rlögreglu- þjónn hjá ríkislögreglustjóra, fullyrti að ekki væri verið að vopna lögregluna umfram það sem verið hefði síðustu ár vegna fregna af sendingu hríð- skotabyssna frá Noregi. FIMM Í FRÉTTUM HRÍÐSKOTABYSSUR OG FÓTBOLTAMENN Ásgrímur Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerða- sviðs Landhelgisgæslunnar, lýsti yfi r áhyggjum vegna vanbúinna og illa mannaðra erlendra fl utningaskipa sem eru á siglingu við landið. ➜ Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Ís- lands, gladdist þegar hann sá á netinu að íslenska fótboltalandsliðið hefur farið upp um 76 sæti á styrk- leikalista FIFA síðan hann tók við því fyrir 34 mán- uðum. Sérstakur saksóknari segist ekki geta svarað því hvort hann sitji áfram: Rannsakar leka gagna til RÚV RÍKISSAKSÓKNARI Sigríður ætlar að skoða meintan leka á rannsóknargögnum. Ég hef nú ekkert enn þá heyrt af þessu og get voða lítið sagt á meðan ég hef ekki neinar upplýsingar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. MÓTMÆLI Rúmlega hundrað mótmælendur söfnuðust saman við lög- reglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík í gær til að mótmæla vopna- burði lögreglunnar. Mótmælendurnir mættu margir vopnaðir vatns- byssum, sápukúlum og vatnsblöðrum líkt og hvatt hafði verið til á Facebook-síðu mótmælanna. Þau fóru að mestu friðsamlega fram en þó var rauðri málningu skvett á lögreglustöðina og grjóti kastað í húsið. Einn karlmaður var handtekinn og leiddur á brott af lögreglu. - hg / Sjá síðu 4 Rauðri málningu skvett á lögreglustöðina og grjóti kastað: Mótmæltu vopnaðir vatnsbyssum VIÐ HVERFISGÖTU Efnt var til mótmælanna eftir að fréttir bárust að Ríkislögreglu- stjóri hefði fengið um 150 vélbyssur frá norska hernum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ÍSRAEL, AP Orwah Hammad, fjórtán ára gamall drengur frá Palestínu, lést þegar ísraelskir hermenn svöruðu grjótkasti pal- estínskra ungmenna með skot- um í Jerúsalem á föstudag. Alls særðust tólf Palestínu- menn í átökunum. Ísraelski her- inn fullyrti að hermenn hefðu komið í veg fyrir frekari árásir með því að skjóta á Palestínu- mann sem hefði kastað eld- sprengjum að umferðargötu í borginni. - hg Hermenn drápu ungling: Grjótkasti svar- að með skotum FR ÉT TA BL AÐ IÐ /E RN IR SJÁVARÚTVEGUR Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtök fiskvinnslustöðva verða sameinuð í nýja félaginu Samtök- um fyrirtækja í sjávarútvegi ef aðalfundur LÍU samþykkir sam- eininguna. Aðalfundur LÍÚ verður haldinn fimmtudaginn næstkomandi og verður tillaga um sameininguna þar borin upp. Stofnfundur Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi á að fara fram á Hilton Reykjavík Nordica daginn eftir. - hg Sameining í sjávarútvegi: LÍU gæti farið inn í ný samtök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.