Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 18
25. október 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18
Útvarpsgjald var á sínum
tíma innleitt í því skyni
að renna traustum stoð-
um undir starfsemi Rík-
isútvarpsins (RÚV), eftir
að stofnuninni var fyrir-
varalaust gert að axla líf-
eyrissjóðsskuldbindingar
er nema milljörðum króna.
Einhverra hluta vegna hafa
stjórnmálamenn síðan á
undanförnum árum tekið
til við að verja útvarps-
gjaldinu til ýmissa ólíkra verkefna,
sem eru allsendis óskyld RÚV. Er
það í senn óskiljanlegt og ólíðandi
og ber að leiðrétta án tafar.
Vanhugsaðar og fjárfrekar bygg-
ingarframkvæmdir í Efstaleiti 1
hófust á síðustu öld og er enn vart
að fullu lokið. Steinsteypubrölt
þetta hefur verið og er enn afar
þungur fjárhagslegur baggi á RÚV.
Galnar en lífseigar hugmyndir
Ríkinu ber að kaupa umrætt hús og
gera stofnuninni þannig kleift að
losa sig úr lamandi skuldafjötrum
og einbeita sér að meginhlutverki
sínu sem er að sinna íslenskri dag-
skrárgerð, varðveislu og
skráningu menningarsögu
okkar.
Þá skal þess eindregið
óskað að linna megi síend-
urteknum bollaleggingum
um að selja beri Rás 2. Hún
er útbreiddasta útvarpsstöð
landsins, sjálf mjólkurkýr
útvarpssviðs RÚV sem
mestra auglýsingatekna
aflar en minnst dagskrár-
framlög hlýtur.
Slíkar vangaveltur eru glóru-
lausar með öllu, leysa engan fjár-
hagsvanda og eru hrein móðgun við
hlustendur Rásar 2 og ekki síður
þá skapandi íslensku hryntónlist-
armenn sem um áratugaskeið hafa
mátt reiða sig á eina ófrávíkjan-
lega opinbera stoð í öllu sínu starfi,
innan lands og utan, Rás 2.
Rás 2 hefur staðið með íslenskri
útgáfu og tónlistarfólki svo af ber,
hefur varpað íslenskri tónlist um
árabil til tuga erlendra útvarps-
stöðva, skipulagt innlegg Íslands
á risamörkuðum á borð við Euro-
sonic og lagt grunninn að því ótrú-
lega ævintýri sem sókn íslenskrar
tónlistar á erlenda markaði er. Auk
þessa hefur stöðin valið sívaxandi
fjölda íslenskra laga á spilunarlista
sína sem sl. þrjú ár hefur leitt til
yfir 50% hlutfalls íslenskrar tón-
listar.
Á meðan nýgild íslensk hryntón-
list, sem dáð er um allan heim, má
sætta sig við heil 5% af heildar-
framlögum ríkis og sveitarfélaga
til tónlistarlífs í landinu(!), er þeim
tilmælum eindregið beint til bæði
almennings og stjórnmálamanna
að láta Rás 2 hér eftir njóta sann-
mælis, efla hana og tala upp – ekki
niður.
Sama gildir um RÚV sem með
réttu ber að vera þjóðarspegill
sem við getum speglað okkur í með
gleði og stolti.
Ber að selja Óla Palla?
17 ár, frá því að ég byrjaði
að læra læknisfræði og þar
til ég verð sérfræðingur
eftir nokkra daga. Það sem
hefur haldið mér við efnið
á þessari langferð, er hug-
sjónin að láta gott af mér
leiða. Tólf og hálft ár sem
námið hefði getað tekið,
tognaði í annan endann
vegna barneigna.
Öll sú lífsreynsla sem
manni hlotnast á þessum
tíma, með góðu námi á
erlendri grundu, gerir mann þó að
fróðum og vonandi góðum lækni.
Ég var líka forsjál þegar ég lagði
af stað og vissi þannig að ég gæti
séð fjölskyldu minni farborða.
Þegar margir mínir vinir luku
grunnnámi um aldamót fékk lækn-
ir útborgaðar 180 þúsund kr. fyrir
dagvinnu. Framfærslukostnaður
sex manna fjölskyldu var 130 þús.
Háskólamenntaður maki var á þeim
tíma með laun á pari við lækni og
greiddi það sem upp á vantaði.
Um síðustu mánaðamót fékk ég
304 þúsund í útborguð laun. Sem
sérfræðingur mun ég fá um 350
þúsund. Framfærslukostnaður sex
manna fjölskyldu er að lágmarki
tæp 400 þúsund. Makinn þarf að
greiða það sem upp á vantar fyrir
framfærslu, allan húsnæðiskostnað
(sem hefur þrefaldast) og erlendu
námslánin sem tvöfölduðust við
hrun.
Þá segir einhver eflaust að
læknar geti þó unnið auka-
vinnu. En hverja einustu
mínútu sem ég ver í auka-
vinnu er ég ekki að sinna
fjölskyldu, áhugamálum,
gæludýrum eða vinum.
Allir þeir yfirvinnutímar,
sem ég hef þurft að vinna
síðustu ár, eru tímar sem
ég ætti ekki að þurfa að
vinna, hvað þá að þeir
dugi ekki til. Aðrir fara út
á land, þar sem er mann-
ekla, vinna á 24 tíma vökt-
um með fimm þúsund krónur á tím-
ann, vakandi um nætur og vinna
dagvinnu næsta dag. Það eru hæstu
tímalaun sem ég get komist upp í
á starfsævinni! Þessir vinnutímar
eru þó á launaseðli. Það gera hins
vegar ekki óteljandi tímar sem
maður ver í endurmenntun, í að
leita lausna fyrir skjólstæðinga, í
að undirbúa kennslu.
Álagið engu líkt
Vinnuálagið er engu líkt og við
sinnum starfi margra í einu. Bráða-
móttökur sinna heilsugæslumálum,
heilsugæslurnar standa án lækna.
Við ausum úr hriplekum bát hvert
sem litið er. Hugsjónin hefur ekk-
ert dofnað, ég hjálpa og það tekst
býsna vel. Hvergi fær maður örugg-
lega eins mikið af klappi á bakið,
eins mikið af einlægum þökkum
og jafnvel faðmlögum frá skjól-
stæðingum sem hafa mætt skiln-
ingi og hafa fengið lausn sinna mála
á faglegan hátt. En klapp á bakið
borgar ekki reikningana. Þakklæti
mætir ekki á söngstund í leikskól-
anum þegar maður kemst ekki frá á
síðustu stundu vegna manneklu og
faðmlögin koma ekki í stað þess að
maður sinni æfingaakstri tánings-
ins að kvöldi eða komist jafnvel í
saumaklúbb.
Góðir læknar ganga inn í störf
hvar sem er. Hví ætti ég að bjóða
mér og fjölskyldunni laun sem duga
ekki fyrir nauðsynjum eða vinnu-
tíma sem þekkist hvergi, þegar
annað stendur til boða? Hví ætti ég
að vinna í kerfi sem sér ekki vand-
ann? Ég er ekki að biðja um mikið.
Bara viðunandi vinnuumhverfi
og fjárhagslegt öryggi og þannig
möguleika að sinna ekki bara skjól-
stæðingum mínum vel, heldur eiga
eitthvað eftir til að gefa þegar heim
er komið. Hlustið á kröfur lækna.
Þeir vilja nefnilega vel.
Höfundur er almennur læknir starf-
andi á Landspítala og Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins. Lýkur sér-
fræðinámi sem heimilislæknir í
lok árs.
Hlustið, kæru vinir
Tilgangur greinar minnar
um lán Seðlabanka Íslands
til Kaupþings 6. október
2008 var fyrst og fremst
sá að koma því á framfæri
að láninu var einvörðungu
ráðstafað með hagsmuni
Kaupþings og viðskipta-
vina hans að leiðarljósi
og engar óeðlilegar fjár-
magnshreyfingar áttu sér
stað vegna lánsins.
Það virðist hins vegar
hafa vakið mesta athygli fjölmiðla
að ég greini frá því að lán Seðla-
bankans hafi verið veitt áður en
lánaskjöl hafi verið útbúin og veð-
samningar frágengnir. Seðlabank-
inn taldi sig hafa ástæðu til að and-
mæla þeirri fullyrðingu minni með
yfirlýsingu sama dag og greinin
birtist.
Ég vil taka skýrt fram að ég tel
ekki að stjórnendur eða starfsmenn
Seðlabankans hafi gerst sekir um
umboðssvik við afgreiðslu lánsins.
Tímarnir voru óvenjulegir í byrjun
október 2008 og ég held að starfs-
menn og stjórnendur Seðlabankans
hafi starfað í góðri trú og talið sig
vera að vinna innan sinna
heimilda og samkvæmt
vilja ríkisstjórnar. Enginn
ásetningur var um að valda
fjárhagstjóni. Stjórnendur
og starfsmenn Seðlabank-
ans voru undir miklu álagi
nákvæmlega eins og starfs-
menn fjölmargra innlendra
fjármálafyrirtækja á þess-
um tíma sem tóku heiðar-
legar ákvarðanir þó að e.t.v.
megi eftir á finna að því að
vikið hafi verið frá verkferlum við
afgreiðslu einstakra lánamála.
Aldrei kláraður
Það er hins vegar óumdeilt að lánið
til Kaupþings var veitt án þess að
lánasamningur og veðsamningur
væru frágengin. Lánið var með
öðrum orðum útgreitt og Kaup-
þingi til ráðstöfunar áður en gengið
var endanlega frá þessum skjölum.
Það var raunar misminni hjá mér
að lánasamningur hafi verið klár-
aður á næstu dögum eftir útborg-
un lánsins. Það var aldrei kláraður
lánasamningur á milli Kaupþings
og Seðlabankans vegna þessa láns.
Helsta athugasemd Seðlabank-
ans við skrif mín var sú að bank-
inn hafi verið búinn að tryggja sér
veð í hlutabréfunum í FIH-bankan-
um í lok viðskiptadags 6. október en
þó eftir að lánið hafði verið greitt
út. Það kemur mér á óvart að Seðla-
bankinn líti svo á að veðsetning-
unni hafi verið að fullu lokið í lok
viðskiptadags 6. október. Fyrir því
eru nokkrar ástæður. Ein þeirra er
sú staðreynd að stjórn Kaupþings
hafði ekki komið saman og sam-
þykkt að veðsetja hlutabréfin í FIH
til Seðlabankans í lok viðskiptadags
6. október. Sá fundur var haldinn
um kvöldið 6. október og hófst ekki
fyrr en kl. 20.15. Mig minnir einnig
að starfsmenn lögfræðideilda bank-
anna hafi haldið áfram að vinna að
lokafrágangi veðsetningar hlut-
anna að morgni 7. október.
Ef það er rangt skilið hjá mér
að þurft hafi að koma til samþykki
stjórnar Kaupþings banka hf. til að
tryggja veðsetningu bréfanna og að
vinnan sem fór fram 7. október hafi
af þeim sökum verið óþörf biðst ég
afsökunar á ónákvæmni minni í
greininni í síðustu viku.
Engin skjöl voru frágengin
- engin venjuleg bílaþvottastöð
G
ullsm
ári
Smáralind
S
m
ár
ah
va
m
m
sv
eg
ur
Hagasmári
Fífuhvamm
svegur
Opnunartíminn: mánudaga til föstudaga 9-19
laugardaga 10-18 • sunnudaga 13-18
fylgstu með okkur á Facebook
Fyrir ofan Smáralind
Sími 567 1213 • www.splass.is
Kynningartilboð
Handþvoum bílinn að utan á 10 mínútum.
1.500 kr*
*gildir dagana 2.-7. júní
Opnunartíminn: mánudaga til föstudaga 9-19
laugardaga 10-18 • sunnudaga 13-18
fylgstu með okkur á Facebook
Fyrir ofan Smáralind
Sími 567 1213 • www.splass.is
Opnunartíminn:
Mánudaga til föstudaga frá 9-18
Laugardaga frá 10-18
Sunnudaga frá 12-18
Nú líka opið á
Sunnudögum!!
Svampþvottur
bón og þurrkun
á aðeins 7 ínútum.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Ryksuguúrval
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
6.690,-
Spandy heimilisryksugan
• 1600W
• afar hljóðlát
• mikill sogkraftur > 18KPA
• Hepa filter
• margnota pokiDrive ryksuga í bílskúrinn
• 1200W
• 20 lítra
• sogkraftur > 16KPA
• fjöldi fylgihluta
7.490,-
Model-LD801
Cyclon ryksuga
Kraftmikil
9.890,-
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
RÚV
Jakob Frímann
Magnússon
tónlistarmaður
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Sigurveig
Stefánsdóttir
læknir
FJÁRMÁL
Hreiðar Már
Sigurðsson
fv. forstjóri
➜ Vinnuálagið er engu líkt
og við sinnum starfi margra
í einu. Bráðamóttökur sinna
heilsugæslumálum, heilsu-
gæslurnar standa án lækna.
Við ausum úr hriplekum bát
hvert sem litið er.
➜ Einhverra hluta vegna
hafa stjórnmálamenn
síðan á undanförnum árum
tekið til við að verja útvarps-
gjaldinu til ýmissa ólíkra
verkefna, sem eru allsendis
óskyld RÚV.