Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 42
25. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 42 Þannig er hinn forni bandamaður líffræði-legs fjölbreytileika á ný í lykilhlutverki, núna á til-raunastofum vítt og breitt um heiminn. Þar á meðal undir hlíðum Reykjafjalls í Hvera- gerði þar sem fámennur hópur stór- huga vísindamanna hyggst breyta heiminum. „Við erum ekki að finna upp hjólið“ Hugmyndir um þörungarækt ná áratugi aftur í tímann. Á síðustu árum, samhliða framförum í tækni og tilkomu nýrra markaða, hafa þör- ungaverksmiðjur skotið upp kollin- um víða. Omega Algae-verkefnið hófst árið 2011. Stofnendurnir fimm komu saman til að þróa hagkvæm kerfi sem miða að því að hagnýta auðlind- ir Íslands til að rækta eina elstu og mikilvægustu lífveru jarðar, þör- unginn. Þremur árum síðar er til- raunaverksmiðjan í fullri fram- leiðslu í gróðurhúsi að Reykjum í Hveragerði. Í stuttu máli felst verkefnið í því að framleiða ómega-3 í rörastæðum þar sem þörungar gera það sem þör- ungar gera best, að skipta sér í gríð og erg í krafti ljóstillífunar. „Það er skortur á þessum efnum,“ segir Gunnlaugur Karlsson, stjórnarfor- maður Omega Algae. „Þá sérstak- lega á hreinum ómega-3 fitusýrum í lyfja- og matvælaiðnaði.“ Horfurnar eru góðar í þessum bransa. Gert er ráð fyrir að saman- lagt árlegt vaxtarstig geirans verði 12,8 prósent og að hann velti 524 milljörðum króna árið 2019. Ofan á þetta bætast spár vísindamanna um loftslagsbreytingar, fólksfjölg- un, uppskerubrest og áframhald- andi súrnun sjávar. Að standa á herðum risa „Staðreyndin er sú að hafið stend- ur ekki undir eftirspurninni eftir ómega-fitusýrum á heimsvísu og því þarf að leita annara leiða.“ Markmið Gunnlaugs og félaga er að nýta þá þekkingu sem þegar hefur verið aflað í þörungarækt og hefur Omega Algae verið í samstarfi við fremstu vísindamenn heims á þessu sviði, þar á meðal sérfræðinga frá Wageningen-háskóla í Hollandi.„Við erum ekki að finna upp hjólið,“ segir Gunnlaugur. „Við erum að nýta þekkingu sem til er.“ Hámarks nýting forsendan Í rörastæðunum flæðir grunnur fæðukeðju hafsins í söltum sjó. Þörungurinn nærist á raflýsingu sem lýsir á blaðgrænuna. Þörung- arnir skipta sér hratt, lífmass- inn eykst hratt og prótein og olía myndast. „Ég lít á þetta sem efnaverk- smiðju,“ segir Hjálmar Skarphéð- insson, doktor í lífrænni efnafræði og þróunarstjóri fyrirtækisins. „Hér erum við með matvælafram- leiðslu í sjó.“ Hjálmar bendir á að lítil takmörk séu sett hvaða efni er hægt að fram- leiða með þessari tækni. „Það er hægt að framleiða mörg mismun- andi efni og jafnvel blöndur af þeim líka. Hingað til hefur þessi geiri snúist að stórum hluta til um líf- dísil. Vandamálið hefur alltaf verið að það fæst einfaldlega ekki nógu hátt verð fyrir afurðina.“ Tæknin er dýr og búnaðurinn einnig. Því hafa menn leitað að hent- ugri vöru til að framleiða. Hópur- inn á bak við Omega Algae leggur áherslu á hámarks nýtingu ljóss. „Þannig erum við hér að gera til- raunir með ræktun og uppstilling- araðferðir svo að sem minnst af ljósi fari til spillis. Þetta er sjálft verk- efnið.“ Aftur til fortíðar Gunnlaugur og Hjálmar vonast til að tilraunverksmiðjan greiði leið- ina að stærri verksmiðju þar sem hægt yrði að framleiða ómega-3 í miklu magni. Gunnlaugur segir Ísland afar heppilegan stað fyrir slíkt verkefni enda nóg af hreinni, ódýrri orku. „Þetta er mjög áhugavert verk- efni fyrir Ísland. Að framleiða grunninn í fæðukeðju hafsins á Íslandi þar sem nóg er af landi og orku fyrir svona verkefni,“ segir Gunnlaugur að lokum. Þörungurinn til bjargar á ný Í árdaga sólkerfisins var Jörðin kaldranaleg auðn, lamin af loftsteinum og mótuð af hnattrænni eldvirkni. Forsenda þess að lífvænleg skilyrði mynduðust var þörungurinn sem umbreytti baneitruðu andrúmslofti plánetunnar í súrefnisríkan lofthjúp. Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki freistar þess nú að framleiða ómega-3 fitusýrur með þessum lífsnauðsynlegu lífverum. AÐ STÖRFUM Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Omega Algae, og Hjálmar Skarphéðinsson, doktor í lífrænni efnafræði, í tilraunaverksmiðjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL AÐALSTEINSSON SKYPE Nota til að hringja heim þegar ég er erlendis. SNAPCHAT Nota til að senda vinum og nánustu það sem ég er að gera, þarf ekki að ofhugsa það sem er sett inn. Get bara haft gaman af því. OMEGA WAVE Nota á morgnana til að mæla „recovery“ á líkama og taugakerfi. INSTAGRAM Einn af aðalsamskiptamiðl- unum mínum. Auðvelt, hratt og gaman að fylgjast með vinum þar. Fylgið mér: AnnieThorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir afrekskona PAGES Nota til að setja inn myndbönd og pósta á aðdáendasíðuna mína, auðvelt að gera það í gegnum símann. TWITTER Til að setja inn nýjustu uppfærslu á því sem ég er að gera og fæ hratt upplýsingar um þá sem ég þekki. TURBO SCAN Auðvelt að skanna inn pappíra sem þarf að skrifa undir eða senda. SPORTS TRACKER Nota á æfingu með púlsmæli til að sjá og halda utan um hjartslátt á meðan ég er að æfa. Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is SKYLANDERS: TRAP TEAM ★★★★ ★ Spilað á Wii U ÆVINTÝRALEIKUR Skylanders er með best heppnuðu tölvuleikjaseríum síðustu ára. Fyrsti leikurinn kom út árið 2011 og var sá fyrsti í sögunni sem kynnti til sög- unnar tækni sem lætur raunveruleg leikföng lifna við í tölvuleiknum. Með hverjum leik eru gefin út um fimmtíu mismunandi leik- föng, svokallaðir Skylander-kallar, sem ungir spilarar keppast við að safna. Þetta hefur leitt til þess að í lok síðasta árs höfðu selst yfir 175 milljónir Skylander-kalla. Serían komst þar með á topp 20 listann yfir gróðahæstu tölvuleikjaseríur allra tíma. Það skyldi því engan undra að aðrir, þar á meðal Disney, skyldu líkja eftir formúlunni með svipuðum leikjum. Trap Team er fjórði Skylanders- leikurinn og sá besti til þessa. Sem fyrr er hugmyndaauðgi í per- sónu sköpun aðalsmerkið og eru fjölmargar skemmtilegar persónur kynntar til sögunnar, nánar tiltekið um 50 Skylander-kallar sem hægt er að safna og um 50 óvinir. Fyrirtækið Activision framleiðir leikina og hefur með hverjum leik kynnt nýjung til sögunnar. Að þessu sinni eru það gildrur sem fanga óvini þegar þeir eru sigraðir og er þá hægt að spila þá seinna í leiknum. Þetta þykir ungum spilurum vitanlega mjög spennandi, enda er mikið lagt í persónusköpun óvinanna, en þungarokksúlfurinn Wolfgang og gelgjan Dreamcatcher þóttu mér skemmtilegust. Þetta reyn- ist líka vera bráðfyndið þar sem lítill hátalari er á hliðinu þar sem óvinirnir gjamma og segja brandara í takt við það sem er að gerast í leiknum. Tvær gildrur fylgja með startpakk- anum en best er að festa einnig kaup á hinum sex til að njóta leiksins. Það fer síðan eftir hverjum og einum hvort eða hversu hratt söfnun Skylander-kallanna fer fram. Leikurinn sjálfur er litríkur og fullur af fjöri. Ég spilaði hann með tíu ára syni mínum og skemmtum við okkur konunglega. Hann er Skylan- der-fræðingur mikill og er sammála því að þetta sé besti leikurinn til þessa. Leikurinn býður kannski ekki upp á miklar framfarir í spilun en grafíkin er skemmtileg og það eru persónurn- ar sem eiga sviðið, bæði þær góðu og vondu. Ef leitað er að skemmtilegum og hugmyndaríkum fjölskylduleik þá mæli ég hiklaust með Skylanders Trap Team. Tinni Sveinsson Besti Skylanders-leikurinn til þessa GRJÓTHARÐUR Þungarokkarinn Wolfgang. 1. Mario 445 milljónir eintaka 2. Pokémon 260 milljónir eintaka 3. Wii 193 milljónir eintaka 4. Grand Theft Auto 185 milljónir eintaka 5. The Sims 175 milljónir eintaka 6. Need for Speed 150 milljónir eintaka 7. Sonic the Hedge- hog 140 millj- ónir eintaka 8. Tetris 140 milljónir eintaka 9. Call of Duty 120 milljónir eintaka 10. Final Fantasy 110 milljónir eintaka *Heimild: Wikipedia Topp 10 söluhæstu tölvuleikjaseríur allra tíma Stjórnendur bandarísku samsteyp- unnar Lockheed Martin tilkynntu í vikunni að vísindamenn fyrirtækisins hefðu nú yfirstigið helstu þröskulda í þróun orkugjafa sem byggir á kjarna- samruna. Lockheed Martin lofar frumgerð innan fimm ára. Tækið er á stærð við smábíl og mun framleiða 100 MW þegar léttar frumeindir sameinast og mynda stærri kjarna. Kjarnasamruni er helsta orkulind alheimsins og orkugjafi sólstjarna. Lockheed Martin hefur ekki útlistað nákvæmlega hvernig tækið virkar en svo virðist sem vísindamönnunum hafi tekist að beisla vetnisplasma í ástandi þar sem vetniskjarnar renna saman og losa orku. - khn Beisla frumkraft inn KJARNASAMRUNI Tækið sem um ræðir. UPPÁHALDS- ÖPPIN8 3G 9:41 AM Omega waveInstagram Turbo scan Skype Pages Sports tracker Þetta er mjög áhuga- vert verkefni fyrir Ísland. Að framleiða grunninn í fæðukeðju hafsins á Íslandi þar sem nóg er af landi og orku fyrir svona verkefni. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Omega Algae Snapchat Twitter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.