Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 87
LAUGARDAGUR 25. október 2014 | MENNING | 59 „Við ræddum Illsku og þar með töluðum við auðvitað mikið um stöðuna í dag – þetta síversn- andi ástand þar sem skandinav- ísku popúlistaflokkarnir ná allt- af meiri og meiri fótfestu,“ segir Eríkur um efni umræðnanna í Kulturhuset. Eiríkur bjó bæði í Finnlandi og Svíþjóð á meðan hann skrifaði bókina og fylgdist með uppgangi þjóðernisflokkanna Svíþjóðar- demókratanna og Sannra Finna. „Ég kom reyndar líka inn á mik- ilvægi þess að hætta að tala um popúlistaflokka, eiginlega – og kalla spaðann bara spaða, þetta eru nasistaflokkar,“ segir Eirík- ur. „Jimmie Åkesson er miklu nær mörgum framámönnum hins eiginlega nasistaflokks en flestir sósíaldemókratar samtímans eru sósíaldemókrötum fjórða áratug- arins. Þótt það séu líka mikilvæg atriði sem skilja að, þá eru líka mikilvægir þræðir sem sameina þá. Í Danmörku vill Folkepart- iet nú til dæmis útvista rekstri á heimilum fyrir hælisleitendur og flóttamenn til þriðja heimsins, að hælisleitendur verði bara settir beint upp í flugvél og svo geymd- ir í Líbanon. Þetta á sér nánast beina sam- svörun í fangabúðum í Das Gen- eralgouvernement. Nasistar lögðu mjög hart að því að færa þetta allt út úr Þýskalandi, svo þýska fólkið þyrfti að verða sem minnst vart við óhugnaðinn og ætti auðveld- ara með að loka augunum. Svona eins og við lokum augunum fyrir því sem gerist í fataverksmiðjum í þriðja heiminum.“ En telur Eiríkur viðbrögðin við þessum flokkum hafa verið sam- bærileg á milli Norðurlanda? „Viðbrögðin hafa verið misjöfn á milli landanna. Danir vildu taka slaginn, ræða málin opið. Þar er mikil virðing borin fyrir opnum debatt, sem er þá oft kengrasísk- ur líka. Svíar hafa viljað standa fast á því að vissa hluti ræði maður einfaldlega ekki – það sé ekkert til umræðu að sumir þjóðflokkar séu síðri en aðrir, sem dæmi. En niðurstaðan hefur verið sirka sú sama, að minnsta kosti hvað varðar vöxt flokk- anna.“ Eiríkur segist telja Fram- sóknarflokkinn vera heldur ótýp- ískan í þessum efnum. „Að það skuli fyrst og fremst vera í höf- uðborginni þar sem þeir finna sér sóknarfæri er áhugavert. Víðast hvar annars staðar eiga flokkar af þessu tagi meira fylgi að fagna á jaðarsvæðum. Framsóknarflokkurinn flutti inn þessa retórík meira og minna óbreytta og skeytti henni inn í stefnuskrána sína. Að „vernda þjóðareinkennin“ og að múslim- um fylgi einhver barbarismi. Að þeir hugsi um að umskera börn, plotta hryðjuverk og taka undir sig heiminn, og þetta standi nú allt í Kóraninum,“ segir Eiríkur. „Svíþjóðardemókratarnir eru stofnaðir upp úr félagsskap sem beinlínis heitir Höldum Svíþjóð sænskri, og þeir eru mjög upp- teknir af sænskleikanum. En nú er Jimmie Åkesson víst útbunn- inn, hann hefur meldað sig inn veikan næstu vikurnar. Í tilkynn- ingunni segir að hann skilji ekki hvers vegna honum líði svona illa, þrátt fyrir stóran kosninga- sigur. Hann fattar ekki að honum líður illa vegna þess að hann er nasisti.“ Hvernig kemur það til að rök- semdirnar gegn íslam á Norður- löndunum eru oft svo keimlíkar? „Það er sýnt og sannað að fólk óttast fyrst og fremst einhverja óséða framtíð. Það óttast það sem það hefur ekki upplifað. Sá sem hefur séð unglingsstelpur í hijab rífa kjaft eða frussa út úr sér kóki í hláturskasti eða bara hanga í Candy Crush í strætó sér strax að þær eru bara alveg eins og aðrar unglingsstelpur. Fylgi nasistaflokkanna er mest á svæðum þar sem ekki er mikið um útlendinga,“ segir Eiríkur. „Við óttumst ósýnileg skrímsli. Kannski er þar komin skýring- in á Framsóknarfylginu í RVK – útlendingar á Íslandi eru mikið til einmitt frekar ósýnilegir. Ísland er hvítasta land í heimi. Það vita allir að það er mikið af útlendingum í Reykjavík, en maður verður ekkert gríðarlega var við þá. Þessi retórík sigtar inn á það – að lýsa annars vegar mögu- legri ömurlegri framtíðarsýn og hins vegar einhverju sem ger- ist á bak við luktar dyr. Að lýsa því sem við sjáum ekki og vitum ekki. Það getur enginn haldið því fram að verði byggð moska í Reykjavík muni aldrei verða skipulögð hryðjuverk þar, því það er ekki til nein moska og fram- tíðin er algjörlega óráðin. En svo þarf heldur enginn að færa rök fyrir því hvers vegna það sé ekki hætta á því að fólk skipuleggi hryðjuverk á Mokka.“ thorduringi@frettabladid.is Ísland er hvítasta land í heiminum Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl var staddur í Kulturhuset í Stokkhólmi í síðustu viku. Þar ræddi hann um bók sína Illsku, sem tilnefnd er til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs í ár, og uppgang þjóðernisfl okka í Skandinavíu. EIRÍKUR ÖRN Kýs að kalla þjóðernisflokkana nasistaflokka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Svíþjóðardemókrat- arnir eru stofnaðir upp úr félagsskap sem bein- línis heitir Höldum Svíþjóð sænskri. Saga sem sprengir upp íslenskan samtíma ÓKEYPIS AÐGANGUR HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 28. OKTÓBER KL.12:15 SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR SÓPRAN ANTONÍA HEVESI PÍANÓ ALABIEFF - BELLINI - VERDI BLÓM OG NÆTURGALAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.