Fréttablaðið - 25.10.2014, Side 52

Fréttablaðið - 25.10.2014, Side 52
| ATVINNA | Félagsmálastjóri Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með ríflega 600 íbúa. Náttúrufegurð er víða mikil og möguleikar óþrjótandi til að njóta frábærrar útiveru. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfélag með litlum íbúakjörnum. Þar eru næg og fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur landbúnaður og vaxandi ferðaþjónusta. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga með fjölmörgum iðnfyrirtækjum. Í sveitarfélaginu er rekið metnaðarfullt skólastarf í sameinuðum leik- og grunnskóla. Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélög. Hvalfjarðarsveit Laust er til umsóknar starf félagsmálastjóra Hvalfjarðar- sveitar. Um er að ræða 50% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum félagsþjónustu sveitarfélagsins. Æski- legt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Félagsmálastjóri hefur yfirumsjón með rekstri og ber ábyrgð á allri starfsemi sem heyrir undir málefni félagsþjónustu Hval- fjarðarsveitar þ.m.t.: • Barnavernd • Félagsleg heimaþjónusta • Félagsleg ráðgjöf • Fjárhagsaðstoð • Málefni aldraðra • Málefni fatlaðra • Önnur verkefni á málefnasviði fjölskyldunefndar og fræðslu- og skólanefndar. Félagsmálastjóri ber ábyrgð á meðferð og varðveislu gagna, úrvinnslu og upplýsingagjöf, stefnumótun, þróun verklags og þjónustugæða. Félagsmálastjóri sinnir teymisvinnu og starfar með mismunandi fagstéttum á þjónustusvæði sveitarfélagsins. Þá er félagsmálastjóri starfsmaður fjölskyldunefndar og fræðslu- og skólanefndar. Almennt stjórnunarsvið: Félagsmálastjóri starfar og stjórnar í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um verkefni félagsþjónustu. Einnig eftir lögum er varða opinbera þjónustu og stjórnsýslu og samkvæmt markmiðum félagsþjónustunnar og fjárhagsáætlunar Hvalfjarðarsveitar á hverjum tíma. Nokkrir helstu samráðsaðilar eru félagsmálanefnd, barnaverndarnefnd og þjónusturáð í málefnum fatlaðra. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla og framhaldsmenntun í stjórnun er æskileg. • Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf er mikilvæg. • Reynsla af stjórnunarstörfum á vettvangi félags- þjónustu sveitarfélaga er æskileg. • Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Kjör: Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitar- félaga. Laust er til umsóknar starf skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 100% starf innan stjórn- sýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum í skipulags- og umhverfismálum sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Skipulags- og umhverfisfulltrúi hefur yfirumsjón með skipu- lags- og umhverfismálum sveitarfélagsins, þjónustar íbúa Hvalfjarðarsveitar á þeim málefnasviðum, er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn og umhverfis,- skipulags- og náttúruverndarnefnd og vinnur skv. samþykktum þeirra. Eftirfarandi heyrir m.a. undir verkefna- og ábyrgðarsvið skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar: • Skipulagsgerð og útgáfa framkvæmdaleyfa. • Umsjón með gatnagerð, fráveitumálum, umferðar- og samgöngumálum. • Gerð starfs- rekstrar, og framkvæmdaáætlana fyrir þá málaflokka sem undir hann heyra. • Umsjón með umhverfis- og hreinlætismálum sveitarfélagsins. • Umsjón með náttúruverndarmálum í sveitarfélaginu. • Umsjón með fegrun opinna svæða, gróðursetningu og uppgræðslu • Umsjón með vinnuskóla í verkefnum sem m.a. varða opin svæði. Yfirumsjón með merkingu og kortlagningu úti- vistarsvæða og gönguleiða í sveitarfélaginu. Skipulags- og umhverfisfulltrúi ber ábyrgð á meðferð og varðveislu gagna, úrvinnslu og upplýsingagjöf, stefnumótun, þróun verklags og þjónustugæða. Skipulags- og umhverfisfull- trúi er starfsmaður umhverfis,- skipulags,- og náttúru- verndarnefndar. Almennt stjórnunarsvið: Skipulags- og umhverfisfulltrúi starfar og stjórnar í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um skipulags- og umhverfismál sveitarfélaga. Einnig eftir lögum er varða opinbera þjónustu og stjórnsýslu, samkvæmt markmiðum sveitarstjórnar og í sam- ræmi við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar á hverjum tíma. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun og viðeigandi réttindi til að annast skipulagsgerð skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er skilyrði. • Þekking og reynsla af skipulags- og umhverfismálum er æskileg. • Reynsla af störfum í opinberri stjórnsýslu er kostur. • Reynsla af þátttöku í stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana er æskileg. • Reynsla af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi er kostur. • Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Kjör: Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur um störf félagsmálastjóra og skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar er til og með 7. nóvember nk. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes. Öllum umsóknum verður svarað skriflega. Nánari upplýsingar um störfin veitir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu skuli@hvalfjardarsveit.is Einstaklingur með B.S. eða M.S. menntun á sviði lí fvísinda óskast t il star fa á rannsóknastofu Ísteka ehf. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja star fsreynslu. Upplýsingar gefur Bryndís Stefánsdót tir Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á net fangið bryndis@isteka.com f yrir 31. október 2014. STARF Á RANNSÓKNASTOFU Í LÍFVÍSINDUM Hjá Ísteka ehf. er unnið við þróun og framleiðslu á próteinlyfjum (biologics) og mælisettum (diagnostic kits) fyrir erlenda markaði. Starfsemin er GMP vottuð og framleiðsluferlar og starfshættir samþykktir af lyfjastofnunum út um allan heim, m.a. af FDA í USA. YFIR- DJÚSARI JOE & THE JUICE LEITAR AÐ MANNESKJU TIL AÐ SJÁ UM HLUTINA Í LEIFSSTÖÐ • VERÐUR AÐ HAFA BRENNANDI ÁHUGA Á REKSTRI • REYNSLA AF STJÓRNUN ÆSKILEG • FRÁBÆR ÞJÓNUSTULUND SKILYRÐI • SKIPULAGIÐ Í LAGI • NETTAR HREYFINGAR Á DANSGÓLFINU KOSTUR • ÞARF AÐ KUNNA AÐ META GÓÐAN DJÚS • EKKI VERRA AÐ VERA MORGUNMANNESKJA Sækja skal um á joeandthejuice.is Nánari upplýsingar hjá dks@joeandthejuice.is Umsóknarfrestur til 1. nóvember SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is www.hagvangur.is 25. október 2014 LAUGARDAGUR4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.