Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 86
25. október 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 58
Secret Swing Society er band sem
við stofnuðum í Amsterdam árið
2010 þegar við vorum allir þar í
námi,“ segir Andri Ólafsson, kontra-
bassaleikari hljómsveitarinnar
Secret Swing Society sem heldur
tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði
annað kvöld. „Bandið er skipað
þremur Íslendingum, einum Frakka
og einum Litháa. Tveir okkar búa
ennþá í Amsterdam en við hinir
erum fluttir til okkar heimalanda
þannig að það er hátíð þegar við
hittumst allir fimm til að spila
saman.“
Auk Andra er hljómsveitin skip-
uð þeim Grími Helgasyni klarin-
ettleikara, Guillaume Heurtebize
gítarleikara, Dominykas Vysni-
auskas trompetleikara og Kristjáni
Tryggva Martinssyni, sem leikur
á píanó og harmónikku. Þeir leika
og syngja gamaldags sveiflutónlist,
frumsamda og ættaða frá höfundum
og flytjendum á borð við Duke Ell-
ington, Gershwin-bræðrum, Louis
Armstrong, The Mills Brothers,
Louis Prima, Django Reinhardt og
Fats Waller.
Secret Swing Society hefur spil-
að mikið úti á götum, mörkuðum og
síkjum Amsterdam en einnig hefur
hún ferðast til fleiri borga í Hol-
landi, Belgíu, Frakklandi, Þýska-
landi, Litháen og á austurströnd
Bandaríkjanna, ýmist til að spila
á djasshátíðum, tónleikum eða úti
á götum. Hafa þeir ekkert reynt að
spila á götum úti á Íslandi? „Okkur
finnst reyndar skemmtilegast að
spila á götum úti og höfum gert það
tvisvar í Reykjavík,“ segir Andri.
„Það gekk alveg ágætlega en það
var rigning og ekkert rífandi stemn-
ing. Ef við værum meira á Íslandi
myndum við samt örugglega nota
hvert tækifæri til þess að gleðja
landann með spilamennsku úti á
götum, verst bara hvað veðrið býður
sjaldan upp á það.“
fridrikab@frettabladid.is
Hátíð þegar allir
fi mm koma saman
Hljómsveitin Secret Swing Society verður með tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfi rði
annað kvöld. Sveitin er skipuð þremur Íslendingum, einum Frakka og einum
Litháa en þeir stunduðu allir tónlistarnám í Amsterdam á sama tíma.
SECRET SWING SOCIETY Sveitin varð til þegar allir félagar hennar stunduðu tón-
listarnám í Amsterdam. MYND ÚR EINKASAFNI
MENNING
Bæjarlistamaður
Seltjarnarness 2015
Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá
listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi og/eða rökstuddum
ábendingum um nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness
2015.
Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur. Umsækjendur eru beðnir um
að haga umsóknum í samræmi við reglur um Bæjarlistamann
sem finna má á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is.
Umsóknum og/eða ábendingum skal skilað á Bæjarskrifstofur
Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes merkt:
„Bæjarlistamaður 2015“ eða á netfangið soffia@seltjarnarnes.is
fyrir 21. nóvember.
Menningarnefnd Seltjarnarness
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
„Þetta er alveg geggjað verk,“
segir Magnús Ragnarsson, stjórn-
andi Söngsveitarinnar Fílharm-
óníu sem flytur Ein deutsches
Requiem eftir Johannes Brahms í
Langholtskirkju í dag og á morgun
klukkan 16 ásamt einsöngvurun-
um Kristni Sigmundssyni og Hall-
veigu Rúnarsdóttur. „Fílharmónía
hefur nokkrum sinnum flutt þetta
verk, í fyrsta skipti skömmu eftir
stofnun kórsins,“ segir Magnús.
„Síðast fluttum við það með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands árið 2008
og fórum þá með verkið til Pól-
lands, en það er ennþá skemmti-
legra að taka þetta upp núna enda
eru þetta nærri sjötíu mínútur af
nánast stöðugum kórsöng sem
er mjög óvenjulegt í kórverkum,
þau skiptast yfirleitt nokkuð jafnt
milli einsöngvara og kórs.“
Magnús segir sálumessuna vera
í miklu uppáhaldi, ekki bara hjá
sér heldur tónlistarfólki almennt.
„Þegar maður talar við fólk í
bransanum, bæði hér heima og
erlendis, og spyr um uppáhalds-
tónverkin þess þá er þetta verk
oftar en ekki í efsta sætinu, enda
er það mjög sérstakt. Þetta er
sálumessa en ekki í hefðbundn-
um sálumessutakti. Brahms valdi
sjálfur texta héðan og þaðan úr
ritningunni meira út frá hinum
syrgjandi en þeim dána.“
Verkið er í sjö köflum og Magn-
ús segir Brahms hafa samið það
á löngum tíma. „Það er talið að
kveikjan að því hafi verið dauði
tónskáldsins Roberts Schumann,
sem var góður vinur Brahms,
og þegar móðir hans dó nokkr-
um árum síðar bætti hann síðan
köflum við sálumessuna og flutti
hana.“
Útgáfan sem Fílharmónía flyt-
ur nú er fyrir kór og tvö píanó og
Magnús segir hana hafa orðið til
skömmu eftir frumflutning verks-
ins. „Sú útgáfa gefur tækifæri til
meiri blæbrigða í söngnum því
þegar sungið er með hljómsveit
þarf að hafa sig allan við til að
yfirgnæfa hljóðfærin en núna
getum við alveg leyft okkur að
syngja mjög veikt á köflum.“
- fsb
Eitt ástsælasta
tónverk allra tíma
Ein Deutsches Requiem eft ir Johannes Brahms mun
hljóma í Langholtskirkju um helgina á tvennum tón-
leikum Söngsveitarinnar Fílharmóníu.
SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNÍA Kórinn hefur nokkrum sinnum flutt sálumessuna
áður, síðast árið 2008. MYND: FÍLHARMÓNÍA