Fréttablaðið - 25.10.2014, Side 86

Fréttablaðið - 25.10.2014, Side 86
25. október 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 58 Secret Swing Society er band sem við stofnuðum í Amsterdam árið 2010 þegar við vorum allir þar í námi,“ segir Andri Ólafsson, kontra- bassaleikari hljómsveitarinnar Secret Swing Society sem heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld. „Bandið er skipað þremur Íslendingum, einum Frakka og einum Litháa. Tveir okkar búa ennþá í Amsterdam en við hinir erum fluttir til okkar heimalanda þannig að það er hátíð þegar við hittumst allir fimm til að spila saman.“ Auk Andra er hljómsveitin skip- uð þeim Grími Helgasyni klarin- ettleikara, Guillaume Heurtebize gítarleikara, Dominykas Vysni- auskas trompetleikara og Kristjáni Tryggva Martinssyni, sem leikur á píanó og harmónikku. Þeir leika og syngja gamaldags sveiflutónlist, frumsamda og ættaða frá höfundum og flytjendum á borð við Duke Ell- ington, Gershwin-bræðrum, Louis Armstrong, The Mills Brothers, Louis Prima, Django Reinhardt og Fats Waller. Secret Swing Society hefur spil- að mikið úti á götum, mörkuðum og síkjum Amsterdam en einnig hefur hún ferðast til fleiri borga í Hol- landi, Belgíu, Frakklandi, Þýska- landi, Litháen og á austurströnd Bandaríkjanna, ýmist til að spila á djasshátíðum, tónleikum eða úti á götum. Hafa þeir ekkert reynt að spila á götum úti á Íslandi? „Okkur finnst reyndar skemmtilegast að spila á götum úti og höfum gert það tvisvar í Reykjavík,“ segir Andri. „Það gekk alveg ágætlega en það var rigning og ekkert rífandi stemn- ing. Ef við værum meira á Íslandi myndum við samt örugglega nota hvert tækifæri til þess að gleðja landann með spilamennsku úti á götum, verst bara hvað veðrið býður sjaldan upp á það.“ fridrikab@frettabladid.is Hátíð þegar allir fi mm koma saman Hljómsveitin Secret Swing Society verður með tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfi rði annað kvöld. Sveitin er skipuð þremur Íslendingum, einum Frakka og einum Litháa en þeir stunduðu allir tónlistarnám í Amsterdam á sama tíma. SECRET SWING SOCIETY Sveitin varð til þegar allir félagar hennar stunduðu tón- listarnám í Amsterdam. MYND ÚR EINKASAFNI MENNING Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015 Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi og/eða rökstuddum ábendingum um nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015. Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur. Umsækjendur eru beðnir um að haga umsóknum í samræmi við reglur um Bæjarlistamann sem finna má á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is. Umsóknum og/eða ábendingum skal skilað á Bæjarskrifstofur Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes merkt: „Bæjarlistamaður 2015“ eða á netfangið soffia@seltjarnarnes.is fyrir 21. nóvember. Menningarnefnd Seltjarnarness Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is „Þetta er alveg geggjað verk,“ segir Magnús Ragnarsson, stjórn- andi Söngsveitarinnar Fílharm- óníu sem flytur Ein deutsches Requiem eftir Johannes Brahms í Langholtskirkju í dag og á morgun klukkan 16 ásamt einsöngvurun- um Kristni Sigmundssyni og Hall- veigu Rúnarsdóttur. „Fílharmónía hefur nokkrum sinnum flutt þetta verk, í fyrsta skipti skömmu eftir stofnun kórsins,“ segir Magnús. „Síðast fluttum við það með Sin- fóníuhljómsveit Íslands árið 2008 og fórum þá með verkið til Pól- lands, en það er ennþá skemmti- legra að taka þetta upp núna enda eru þetta nærri sjötíu mínútur af nánast stöðugum kórsöng sem er mjög óvenjulegt í kórverkum, þau skiptast yfirleitt nokkuð jafnt milli einsöngvara og kórs.“ Magnús segir sálumessuna vera í miklu uppáhaldi, ekki bara hjá sér heldur tónlistarfólki almennt. „Þegar maður talar við fólk í bransanum, bæði hér heima og erlendis, og spyr um uppáhalds- tónverkin þess þá er þetta verk oftar en ekki í efsta sætinu, enda er það mjög sérstakt. Þetta er sálumessa en ekki í hefðbundn- um sálumessutakti. Brahms valdi sjálfur texta héðan og þaðan úr ritningunni meira út frá hinum syrgjandi en þeim dána.“ Verkið er í sjö köflum og Magn- ús segir Brahms hafa samið það á löngum tíma. „Það er talið að kveikjan að því hafi verið dauði tónskáldsins Roberts Schumann, sem var góður vinur Brahms, og þegar móðir hans dó nokkr- um árum síðar bætti hann síðan köflum við sálumessuna og flutti hana.“ Útgáfan sem Fílharmónía flyt- ur nú er fyrir kór og tvö píanó og Magnús segir hana hafa orðið til skömmu eftir frumflutning verks- ins. „Sú útgáfa gefur tækifæri til meiri blæbrigða í söngnum því þegar sungið er með hljómsveit þarf að hafa sig allan við til að yfirgnæfa hljóðfærin en núna getum við alveg leyft okkur að syngja mjög veikt á köflum.“ - fsb Eitt ástsælasta tónverk allra tíma Ein Deutsches Requiem eft ir Johannes Brahms mun hljóma í Langholtskirkju um helgina á tvennum tón- leikum Söngsveitarinnar Fílharmóníu. SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNÍA Kórinn hefur nokkrum sinnum flutt sálumessuna áður, síðast árið 2008. MYND: FÍLHARMÓNÍA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.