Fréttablaðið - 25.10.2014, Page 32

Fréttablaðið - 25.10.2014, Page 32
25. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 1932 Fæddur 22. júlí í Santo Domingo í Dóminíska lýðveldinu. 1951 fer til Spánar að læra listmálun. Vann fyrir sér með því að teikna tískumyndir fyrir dagblað í Madrid. 1961 fer til Parísar og fær vinnu sem aðstoðarmaður hjá Lanvin undir stjórn Antonio del Castillo. 2014 Lést þann 20. október á heimili sínu í Kent, Conneticut. 2003 Carrie Bradshaw klæðist bleika kjólnum í Sex and the City. Góðhjartaði fatahönnuðurinn sem stjörnurnar elskuðu Hátískuhönnuðurinn Oscar de la Renta lést í vikunni, 82 ára að aldri. Banamein hans var krabba- mein, en hann greindist árið 2006. De la Renta var einstakur listamaður, hann lærði aldrei fatahönnun en var engu að síður einn fremsti fatahönnuður heims. Oscar de la Renta var einna þekktastur fyrir brúðarkjólalínurnar sem hann gerði og voru kjól- arnir hans eftirsóttir í brúðkaup stjarnanna. Eitt af hans síðustu verkum var að hanna brúðarkjól Amal Alamuddin-Clooney mannréttindalögfræðings sem gekk að eiga leikarann George Clooney í septem- ber. Áður hafði hann meðal annars sérhannað kjóla á Jennu Bush, dóttur George Bush Bandaríkjaforseta, fyrir leikkonuna Kate Bosworth og leikkonuna Amöndu Peet. Brúðarkjólar Oscars „Tíska er ópólitísk og óhlutdræg“ sagði de la Renta, en hann var einna þekktastur fyrir að klæða forsetafrúr Bandaríkjanna. Hann breytti viðhorfi til klæðnaðar þeirra og hvatti þær til þess að klæðast fatnaði sem var í tísku en þó klassískur. Oscar var bara tvítugur þegar forsetafrúin Jackie Kennedy klæddist kjól eftir hann, en hann sérhannaði fjölda kjóla á hana síðar. Forsetafrúin Nancy Reagan var góð vinkona de la Renta og klæddi hann hana fyrir hin ýmsu tilefni. Hillary Clinton var í gylltum kjól eftir hann þegar Bill Clinton var endurkjörinn 1997. Öðru máli gegnir hins vegar um núverandi for- setafrú, Michelle Obama, en hann gagnrýndi hana mjög fyrir klæðaburð. Fannst honum óviðeigandi að forsetafrúin klæddist kjól frá J-Crew, fjölda- framleiddu merki, og ungum hönnuðum á borð við Alexander McQueen og Jason Wu. En tveimur vikum fyrir andlát hönnuðarins klæddist Obama kjól úr smiðju hans í fyrsta sinn eftir að forðast það í sjö ár. Oscar og forsetafrúrnar ÆVI OG FERILL OSCAR DE LA RENTA Á VINNUSTOFUNNI Gakktu líkt og það séu þrír karlmenn á eftir þér. FLOTT Oscar de la Renta ásamt leikkon- unni Audrey Hepburn 28. október 1988. Ummæli þekktra vina de la Renta Ég man ekki hvernig ég fékk hugrekkið til þess að verða vinur hans. Sarah Jessica Parker, leikkona. Hann sagði alltaf: Taktu vinum þínum eins og þeir eru, ekki eins og þú vilt að þeir séu. Oscar var allt sem þú leitar að í vini. Anna Wintour, ritstjóri Vogue. Hann var frábær dansari. það var unaður að bara að vera í kringum hann, sérstaklega á heimili hans og í garðinum hans, þar sem hamingj- an réð ríkjum. André Leon Talley, hjá Vogue. Oscar de la Renta var frábær hönnuður, sannur listamaður, byltingarmaður. Rödd hans mun halda áfram að óma í hjörtum okkar, bjartsýni hans og ást á lífinu mun veita okkur innblástur um ókomna tíð. hans verður sárt saknað. Diane von Furstenberg. Þegar hann bjó á Spáni heillaðist hann af blómum og litum þeirra, sem endurspeglaðist í hönnun hans gegnum árin. Hann klæddi margar af þekkt- ustu stjörnum samtímans, leikkonur, forsetafrúr og sjónvarpsstjörnur, hvort sem tilefnið var verð- launahátíð eða brúðkaup. Hönnun hans vakti einn- ig sérstaka athygli í sjónvarpsþáttunum Sex and the City, en stílisti þáttanna, Patricia Field, fékk hönnuðinn með sér í samstarf og muna flestir aðdáendur þáttanna eftir bleika kjólnum sem Carrie klæddist í loka- seríunni. Vinir hans lýsa honum sem ein- staklega góðhjörtuðum manni sem var vinur vina sinna og tók þeim eins og þeir voru. Adda Soffía Ingvarsdóttir adda@frettabladid.is HILARY CLINTON 1997. LAURA BUSH Í KJÓL Á LIBERTY BALL 2005. AMAL ALAMUDDIN MÆTIR Í LOKAMÁTUN HJÁ OSCAR DE LA RENTA 2014. 1956 Gerir sinn fyrsta kjól, sem birtist á forsíðu tímarits- ins Life. 1962 Jackie Kennedy klæðist kjól eftir de la Renta í opinberri heimsókn í Indlandi. 1963 Fær vinnu hjá Elizabeth Arden. 1965 Færði sig yfir til Jane Derby og tók við því merki er hún lést sama ár. 1967 Stofnar sitt eigið fatamerki og kvænist fyrri konu sinni, Françoise de Langlade. 1973-1976 Forseti Council of Fashion Designers of America, Inc. CFDA. Og aftur árið 1986-1988. 1977 Fyrsti ilmurinn hans kom út, OSCAR. 1983 Eigin- kona de la Renta deyr úr krabbameini. De la Renta ættleiðir dreng frá Dóminíska lýðveldinu, hann Móses. 1989 Kvænist Anne France Mannheimer. 1993-2002 Yfirhönn- uður hjá Balmain og er sá fyrsti frá Dóminíska lýðveldinu sem er ráðinn á franskt tískuhús. 2006 Fer að ein- beita sér í auknum mæli að hönnun brúðarkjóla. Greinist með krabbamein. 2014 Sýnir á tískuvikunni í New York, hannar brúðarkjól Amal Alamuddin. 1930 | 1940 | 1950 | 1960 | 1970 | 1980 | 1990 | 2000 | 2010 GLÆSILEG Ásamt Opruh Winfrey á Met Gala í New York 3. maí 2010, hún að sjálfsögðu í kjól frá honum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.