Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2014, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 25.10.2014, Qupperneq 26
25. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 báðum mjög vænt um hann. Ég fékk alveg átölulaust að giftast honum sautján ára gömul, það þótti allt í einu ekkert tiltökumál þó ég væri við karlmann kennd.“ Vildi verða prestur í sveit Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá M.R., þrátt fyrir að vera orðin gift kona og móðir, hóf Jóhanna nám í Guðfræðideild Háskólans. Hún heldur því statt og stöðugt fram að hún hafi aldrei verið trúuð, hvað varð til þess að hún valdi guð- fræðina? „Það var vegna þess að mig lang- aði að verða prestur í sveit, helst á Hvammi í Dölum. Ég sá þarna gott tækifæri til að uppfylla þessa löngun sem alltaf blundaði í mér að búa í sveit. Þannig að ég var í guð- fræðinni í nokkra vetur, en Jökull var mjög mikið á móti því, svo ég lagði áherslu á grísku og hebresku í náminu. Ég hætti nú samt ekk- ert bara vegna þess að hann væri á móti þessu, þetta var í rauninni ómögulegt. Við vorum komin með tvo krakka og það var ófært á þeim tíma að samræma þetta allt. Svo ég bara ákvað að hætta þessu og fór ekki aftur í nám fyrr en eftir að ég hætti á Mogganum og fór í nám í arabísku.“ Hætti að skrifa eftir ritdóm Jóhanna gaf út sína fyrstu skáld- sögu, Ást á rauðu ljósi, tvítug að aldri, sem varð mjög vinsæl, og tvær skáldsögur í viðbót fylgdu á eftir. Eftir útkomu þriðju bókarinnar, Miðarnir voru þrír, líða hins vegar tuttugu ár þangað til hún sendir næst frá sér bók. Hvað gerðist? „Á ég að segja þér það í alvöru? Það var vegna þess að þegar ég gaf út síðustu skáldsöguna þá birti Ólaf- gerst á milli okkar og hafði ekkert að fela. Það var hins vegar ekki hægt að gefa mér vottorð, einhverra hluta vegna og ég held að mamma hafi aldrei trúað mér þegar ég sagð- ist aldrei hafa sofið hjá. En það var auðvitað eitt af því sem aldrei var rætt nema undir rós.“ Fyllibytta en ekki kommúnisti Um svipað leyti og hún fer í þessa skoðun byrjar Jóhanna í Kvenna- skólanum og fer að stunda skemmt- analífið. Bókinni lýkur þegar hún hittir Jökul Jakobsson á Laugavegi 11 og þau fella hugi saman. Um það samband skrifaði hún hina rómuðu endurminningabók Perlur og steina og við förum ekki út í það hér að ræða það. Einnar spurningar er þó óhjákvæmilegt að spyrja eftir lest- ur Svarthvítra daga þar sem fram kemur að foreldrar Jóhönnu hafi haft megna ímugust á tvennu í fari karlmanni; að þeir væru fyllibytt- ur eða kommúnistar. Hvernig leist þeim þá á Jökul? „Það er nú svo merkilegt að þótt maðurinn væri vissulega verulega drykkfelldur og grunaður um að vera kommúnisti, sem hann var reyndar alls ekki, þá settu þau sig ekkert upp á móti okkar sambandi. Jökull var náttúrulega óskaplega sjarmerandi á þessum árum og hann einhvern veginn tók þau með áhlaupi. Móðir mín var afskap- lega hrifin af honum og þeim þótti útgefanda, en hann fékk mig ofan af því á sinn einstæða hátt. Ég var líka alltaf að gefa út blöð, hvaðan sem ég fékk nú þá hugmynd, en ég var ekkert uppveðruð af því, mér fannst bara að það væri mjög gott að gefa út blöð, sjálfsagt að gefa út bækur og svo ætlaði ég náttúrulega líka að verða skautadrottning og sunddrottning, var í sýningarflokki í dansi hjá Rigmor Hansen. Þannig að það voru miklar væntingar hjá mér og alls konar létt plön.“ Jóhanna er svo samviskusöm Jóhanna segir foreldra sína hafa hvatt sig áfram í skriftunum og alltaf haft mikinn áhuga á því sem hún tók sér fyrir hendur. Það varð henni því mikið áfall þegar hún fyrir slysni heyrði móður sína segja við vinkonu að hún væri ánægð með börnin sín því Bragi væri svo gáf- aður og Jóhanna svo samviskusöm. „Já, það sat mjög lengi í mér. Ég man þetta í smáatriðum enn þann dag í dag. Hún sagði þetta eins og það væri ofboðslega gott að vera gáfaður, en samviskusemin væri minna virði. Hún var auðvitað kost- ur en hitt var flott. Maður heyrði þetta svo sem oft, það var mesta hrós sem hægt var að segja um mann að hann væri gáfaðar. Þetta var reyndar á rökum reist hjá henni hvað mig varðar, ég er mjög sam- viskusöm og svo hef ég áttað mig á því í gegnum tíðina að það að vera gáfaður er ekki það eftirsóknar- verðasta í tilverunni, hinn kostur- inn er kannski fullt eins góður.“ Vottorð um meydóm Þegar Jóhanna var þrettán ára varð vendipunktur í lífi hennar. Hún hafði þá um sumarið verið í sveit í Hjarðarholti í Dölum, eins og mörg sumur þar á undan, orðið skotin í sætasta stráknum í sveitinni og þau byrjað að vera saman á þann sak- lausa hátt sem unglinga var siður. Drengurinn var reyndar sautján ára og hjónin í Hjarðarholti höfðu þungar áhyggjur af sambandinu, svo þungar að þau létu foreldra Jóhönnu vita af því og gáfu í skyn að þau óttuðust að hún hefði misst sakleysi sitt. Móðir hennar brást ókvæða við og sendi dóttur sína, fjórtán ára gamla, eina til kven- læknis til að fá það staðfest að hún væri ennþá hrein mey. „Já, þetta er nokkuð sérstakt, svona eftir á að hyggja, og mér fannst þetta ansi erfitt en nú á dögum myndi þetta líklega þykja óhæfa. Ég vissi sjálf að ekkert hafði Ég vissi sjálf að ekkert hafði gerst á milli okkar og hafði ekkert að fela. Það var hins vegar ekki hægt að gefa mér vottorð, einhverra hluta vegna og ég held að mamma hafi aldrei trúað mér þegar ég sagðist aldrei hafa sofið hjá. En það var auðvitað eitt af því sem aldrei var rætt nema undir rós. ur Jónsson, sem var góður kunningi okkar Jökuls og hafði verið með í að gefa út Ást á rauðu ljósi, óskaplega neikvæðan dóm um bókina. Ég tók það alveg ofboðslega nærri mér. Til- fellið var að ég var sjálf ekki fylli- lega ánægð með þá bók, en ég vissi ekki að hún væri svona slæm. Og ég vissi vel að Ólafur skrifaði ekki svona dóm vegna þess að hann væri að ofsækja mig, við vorum miklir mátar og hann hafði alltaf stutt mig. Ég hafði bara valdið honum miklum vonbrigðum með þessari skáldsögu og þá hugsaði ég: nú bara hætti ég. Það var hvorki reiði né nein rosaleg beiskja fólgin í því – svona þegar ég var búin að ná áttum – ég bara ákvað að hætta, þetta væri greini- lega ekki það sem lægi best fyrir mér. Ég missti kjarkinn, þannig séð. Svo liðu tuttugu ár og þá fór ég að gefa út ferðabækur, síðan komu Perlur og steinar og svo nokkrar bækur í viðbót.“ Ástríða fyrir Austurlöndum Ekki voru skriftirnar þó lagðar á hilluna því um sama leyti og bókin kom út hóf Jóhanna störf á Morgun- blaðinu þar sem hún starfaði árum saman sem blaðamaður í erlendum fréttum og bókmenntagagnrýnandi. Áhuginn á erlendum málefnum, sem faðir hennar kveikti, hefur haldist vakandi alla tíð og það lá beint við að hún sinnti fréttum af þeim. „Um það leyti sem ég byrjaði á Mogganum vantaði mann í erlend- ar fréttir og við Jökull vorum þá nýkomin frá Grikklandi þar sem við höfðum búið í ár. Meðan við vorum þar varð bylting og konungsfjöl- skyldunni velt úr sessi. Við fylgd- umst vel með því og eftir að ég kom heim hélt ég áfram að fylgjast með því sem gerðist í Grikklandi. Þar fyrir utan hafði ég mikinn áhuga á erlendum fréttum og fannst alltaf mjög gaman að vinna í þeim. Þá var Mogginn náttúrulega afskaplega gott blað og lagði mikinn metnað í erlendar fréttir. Fréttunum var fylgt eftir og maður skrifaði grein- ar og analýsur. Þegar ég lagðist svo í ferðalögin höfðu þessi kynni af erlendum fréttum það mikil áhrif að ég fór býsna snemma að setja mig inn í málefni Austurlanda sem segja má að hafi orðið ástríða hjá mér.“ Ekki skyldug að skrifa um allt Sú ástríða varð til þess að Jóhanna fór að skipuleggja ferðir til Austur- landa sem hafa notið mikilla vin- sælda. Hvort framhald verður á þeim á hins vegar eftir að koma í ljós. Fyrir skömmu greindist hún með krabbameinsæxli í lunga og er þegar viðtalið er tekið á leið í aðgerð til að fjarlægja það. „Síðustu tvö, þrjú árin er ég búin að vera meira og minna og lasin, alltaf að fá einhverja kvilla. Lungnabólgur, gallsteina og fleira. Svo var ég bara orðin ágæt þangað til núna þegar kemur í ljós að það er æxli í öðru lunganu. Læknar segja mér að þetta sé mjög staðbundið og góðar horfur á að hægt verði að ná því öllu með aðgerð. Taka náttúru- lega fram að það sé aldrei hægt að lofa neinu, þannig að ég geri mér grein fyrir því að það getur brugðið til beggja vona. En ég er bjartsýn og finnst ég ekkert þurfa að vera mjög hrædd við þetta, þótt auðvitað sé maður alltaf skelkaður.” Það kemur fram í inngangi bók- arinnar að ein kveikjan að skrifum hennar hafi verið löngun til að skrá- setja fortíðina fyrir börnin þín. Nú ertu búin að því í tveimur bókum en samt er svo mikið af lífi þínu enn óskrásett, þarftu ekki að skrifa að minnsta kosti eina bók í viðbót um árin eftir Perlur og steina? „Það getur vel verið að ég herði mig upp í það, en ég er nú ekkert endilega skyldug til að skrifa um allt sem hefur hent mig í lífinu. Á meðan ég finn ekki hjá mér þörf til þess held ég að ég láti það bíða. Ég gæti hins vegar vel ímyndað mér að skrifa meira um ferðalögin mín. Annars fannst mér mjög gaman að skrifa Svarthvíta daga, sérstak- lega eftir að ég sá að þetta voru ekki bara alveg sundurlaus minn- ingabrot heldur væri líklega hægt gera úr þessu sæmilega heillega frá- sögn. Synir mínir fullvissa mig um að þessi bók eigi erindi, ég vona að það sé rétt hjá þeim.“ HIN UNGA JÓHANNA „Svo ætlaði ég náttúrulega líka að verða skautadrottning og sunddrottning.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.