Fréttablaðið - 25.10.2014, Page 48

Fréttablaðið - 25.10.2014, Page 48
FÓLK|HELGIN Við höfum haldið nokkrar sýningar í gegnum tíðina en þar sem þetta er afmæl- isár ákváðum við að gera þetta aðeins öðruvísi. Sýningin heitir Skáldað í tré – á eigin vegum. Þannig reynum við að fá fólkið til að koma sjálft og standa við eigið borð og selja muni sína,“ segir Karl Helgi Gíslason formaður Félags trérennismiða. „Í fé- laginu, sem er áhugamanna- félag, er yfirleitt fullorðið fólk sem er hætt að vinna og hefur þetta sem hobbí og margir sem eru komnir á þennan aldur virðast vera feimnir við að verðleggja hlutina,“ segir Karl og viðurkennir að hann sé þannig sjálfur. „Ég hef sjálfur verið að gefa börnunum mínum þetta og segi þá alltaf; Kemur hann með eina skálina enn,“ segir hann og hlær. Karl Helgi telur sýninguna um helgina kjörinn vettvang til að minna á félagið og koma munum í verð. „Enda kostar þetta áhugamál nokkuð, bæði hráefni og áhöld.“ Trérennismíði er ekki lögvernduð iðn- grein en í félaginu eru 270 manns af öllu landinu. Þrettán þeirra taka þátt í sýn- ingunni um helgina. „Þar af eru tveir sem sýna þau tæki og tól sem þarf til að gera þessa hluti.“ Munirnir á sýningunni eru fjölbreyttir, allt frá leikföngum og nytjahlutum og upp í skúlptúra. Karl Helgi stendur vaktina við eigið borð á sýningunni en hann mun sýna tól og tæki, skúlp- túra og skraut- skálar sem hann vinnur úr dýrum viði sem hann flytur sjálfur inn. Sýningin var opnuð í gær en verður opin í Tjarnarsal Ráðhússins frá 12 til 18 í dag og á morgun. SKÁLDAÐ Í TRÉ Í RÁÐHÚSINU SÝNING Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR Félag trérennismiða heldur tuttugu ára afmælissýningu í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík um helgina. Yfirskrift sýningarinnar er Skáldað í tré – á eigin vegum og munu nokkrir félagsmenn sýna og selja muni sína. ENGILL OG LAUFABRAUÐ Haraldur Guðbjarts- son smíðar þessi forláta laufabrauðsjárn og byggir þar á gamalli og þjóðlegri hefð Íslendinga. Engill- inn fallegi er eftir Guðmund Sigurðsson. Hann er bæði fallega út skorinn og aðeins öðruvísi en menn eiga að venjast. MYNDIR /GVA VÍKINGAR Jón Guðmundsson á heiðurinn af þessu vígalega víkingaskipi. STYRKIR LJÓSIÐ Sigurður Már selur kollinn Fuzzi og lampann Ljós íslenskrar náttúru. Lampann vinnur hann í samvinnu við glerlistakonur. Hluti af verði munanna eftir Sigurð Má rennur til Ljóssins en auk þess fá þeir sem kaupa af Sigurði Má veglegan afslátt. FORMAÐURINN Karl Helgi Gíslason með eina af þeim skálum sem hann sýnir í Ráð- húsinu um helgina. MYND/GVA www.lyfja.is Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi Smáralind Smáratorgi Borgarnesi Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal Patreksfirði Ísafirði Blönduósi Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði Reyðarfirði Höfn Laugarási Selfossi Grindavík Keflavík Amorolfin ratiopharm við naglsveppum ný lausn án lyfseðils í apótekum Lyfju 20%afslátturkynningar- gildir til 15. nóvember 2014 breiðvirkt sveppalyf í gegnum nöglina aukaverkanir mjög sjaldgæfar Lyfjalakk á neglur Notkunarsvið: Amorolfin ratiopharm lyfjalakk inniheldur amorolfin og er notað til meðferðar við sveppasýkingum í nöglum sem áður hafa verið greindar af lækni eða til meðferðar á endurteknum sveppasýkingum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir amorolfini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Varúð: Forðast skal að lyfjalakkið komist í snertingu við augu, eyru og slímhúðir. Sjúklingar með undirliggjandi sjúkdóma sem eru móttækilegir fyrir sveppasýkingum í nöglum ættu að ræða viðeigandi meðferð við lækni. Slíkir sjúkdómar eru útlægir blóðrásarkvillar, sykursýki og ónæmisbæling. Sjúklingar með visnaðar neglur og ónýtar neglur ættu að ræða viðeigandi meðferð við lækni. Eldfimt. Meðganga og brjóstagjöf: Notkun lyfsins skal ákveðin af lækni. Skömmtun: Lyfjalakkið er borið á sýktar fingur- eða táneglur einu sinni í viku eða samkvæmt ráðleggingu læknis. Meðferð skal haldið áfram óslitið þar til nöglin hefur endurnýjað sig og viðkomandi svæði er læknað. Ekki ætlað börnum. Aukaverkanir: Aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar, helst staðbundnar, s.s. neglur geta orðið mislitar eða losnað frá naglbeðnum. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Mars 2014.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.