Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 22
25. október 2014 LAUGARDAGUR | HELGIN | 22 Verk Brians, Meadow, er fyrsta dansverkið sem hann semur einn síns liðs fyrir Íslenska dans-flokkinn og verður það frumsýnt í kvöld á sýn- ingunni Emotional. Gleðin var helsti innblástur Bri- ans. „Þegar ég samdi verkið var ég á þeim stað í lífi mínu að ég þurfti virkilega á því að halda að muna eftir gleðinni, skynjun lík- ama míns, svita og svo framveg- is. Ég hafði upplifað erfiðan tíma og mér fannst ég þurfa að vera meðvitaður um að muna eftir því góða og fallega í lífi mínu,“ segir Brian, sem flutti til Íslands fyrir sjö árum. Þegar hann fór í heimsókn til foreldra sinna á æskuslóðirnar í Montana í Bandaríkjunum fékk hann innblástur fyrir verkið. „Ég er mjög hrifinn af gömlu Disney- myndunum, eins og Lísu í Undra- landi og Fantasíu, og dularfullu verunum og dýrunum í þeim. Síðan þegar ég var í Montana og horfði á stórkostlegt landslagið þar fór ég að hugsa um hversu mörg falin vötn og sléttur eru í skógunum, sem enginn veit af. Það þótti mér ótrúlega heillandi og ég ímyndaði mér að alls kyns dýr byggju á felustaðnum og hugs- aði um hvernig þau myndu haga sér, berjast, elskast og leika.“ Út frá hugmyndum um gleði, Disney-verur og felustaði í skóg- inum fór Brian að sjá fyrir sér dansara dansflokksins á hreyf- ingu sem tjáði þessar tilfinning- ar. „Meadow er í raun blanda af minningu og fantasíu. Ég myndi lýsa verkinu sem lostafullu, gleði- legu, fullu af gáska og fallega sak- lausu.“ Brian talar fallega um sam- starfsfólk sitt í Íslenska dans- flokknum og segist hafa viljað vinna verkið með þeim vegna ótrúlegra hæfileika þeirra. „Allir dansararnir eru svo hæfileikarík- ir og hver og einn dansari er ein- stakur. Þau eru eins og ofurhetju- lið, hver og einn með sinn einstaka ofurkraft.“ Brian líður vel á Íslandi og heillast af því hversu duglegir Íslendingar eru að sækja listvið- burði. „Íslendingar fara í leik- hús eins og Bandaríkjamenn fara í bíó. Það er yndislegt og ég vona að yngri kynslóðir haldi þessu áfram. Vonandi munu fleiri Íslendingar sækja sýningar dans- flokksins. Ég held að fæstir átti sig á því að hér á landi starfar dansflokkur á heimsmælikvarða, sem er þekktur og virtur úti í heimi. Það er fyndið en Íslenski dansflokkurinn er í raun frægari erlendis en hér heima.“ Sýningin Emotional saman- stendur af tveimur dansverkum, Meadow og EMO1994 eftir Ole Martin Meland. Verk Brians verð- ur frumsýnt í kvöld ásamt verkinu EMO1994 eftir Ole Martin Meland. Á SÝNINGUNA LITAFLÓÐ með verkum eftir Þorstein Helgason sem hefst í Galleríi Fold í dag. Á SVEFNLJÓÐ, nýja diskinn hennar Ragnheiðar Gröndal sem semur öll lögin og leikur sjálf á píanóið. 52 SONNETTUR, ástarsögu eftir Þórð Helgason, sem færði konunni sonnettu vikulega fyrsta sambúðarár þeirra. Á THE BIG BANG THEORY á Stöð 2 í kvöld en fimmta röð gamanþáttanna er nú að hefja göngu sína. HELGIN 25. október 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... iPad Air 2 iPad mini 3 Nýir iPad-ar Lostafullar verur á fögrum felustað Verkið Meadow er unnið út frá hugmyndum um gleðina í dansinum, Disney-verur og felustaði í Montana sem eru æskuslóðir höfundar. DANSHÖFUNDUR OG DANSARI Mead- ow er fyrsta verk Brians sem hann vinnur með Íslenska dansflokknum. Hann segist þó njóta þess enn betur að dansa en að semja eigin verk, enda sé hann fullkomlega í núinu uppi á sviði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@365.is Allir dansararnir eru svo hæfileikaríkir og hver og einn dansari er einstakur. Þau eru eins og ofurhetjulið, hver og einn með sinn einstaka ofurkraft. Egill Ólafur Thorarensen, tónlistarmaður Kósýslæda helgina Það er ekki séns að ég missi af Steve Merchant á sunnudagskvöldinu. Ég hef verið mikill aðdáandi verka hans og Ricky Gervais síðan ég sá The Office í fyrsta skiptið. Annars er helgin mín bara róleg fyrir utan það. Ég er heimakær á veturna. „Kósýslæda“ þetta sjitt. Sigrún Eldjárn, rithöfundur Í ítalskri sveit Um helgina ætla ég að vera í sveitinni á Ítalíu. Ég er stödd í litlum bæ og ég mun nýta tímann til að labba um, borða góðan mat, sinna myndlistinni og skrifa, en nú vinn ég að þriðju bókinni í seríunni um börnin á Skuggaskeri. Bergþóra Njála Guðmunds- dóttir, upplýsingafulltrúi Les fræðibækur Samhliða starfi er ég í umhverfis- og auðlindafræði í HÍ og þarf því að nýta hverja stund til lesturs fræðibóka um helgina. Í dag fer ég með dóttur mína á sirkusæfingu og hjálpa henni síðan að æfa sig á þverflautuna. Edda Hermannsdóttir, aðstoðarritstjóri Stelpuhelgi Helgin verður hugguleg stelpu- helgi með dóttur minni. Við kunnum ekki annað en að byrja daginn á sundi og bakstri. Í kvöld er frumsýning hjá Íslenska dansflokknum og á morgun undirbúum við matarboð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.