Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 60
18 • LÍFIÐ 31. OKTÓBER 2014
Húðin dregur til sín allt að sex-
tíu prósent af því sem borið er
á hana. Flestar konur, og karl-
ar, nota fjöldann allan af snyrti-
vörum daglega. Húðin er hreins-
uð og á hana eru borin krem.
Því næst tekur við farði, púður,
kinnalitur, maskari, blýantur og
varalitur. Allar þessar vörur inni-
halda fjöldann allan af efnum sem
yfirleitt þarf orðabók til þess að
skilja. Það er sífellt verið að rann-
saka þessi efni og niðurstöðurn-
ar geta verið misjafnar og þeim
ber ekki alltaf saman. Efni með
flókin nöfn þurfa ekki alltaf að
vera hættuleg og snyrtivörur sem
merktar eru „natural“ eru það
oft ekki. Úrval af náttúrulegum
og lífrænum snyrtivörum verður
þó sífellt betra og eru þær snyrti-
vörur yfirleitt lausar við skað-
leg efni. Gott er að hafa í huga
að hafa þær snyrtivörur, sem þú
þværð ekki af eða liggja lengi á
líkamanum, sem hreinastar svo
sem húðmjólk, farða og varalit.
Tocopherol
Betur þekkt sem E-vítamín og er
því fituleysanlegt. Er andoxandi
og rakagefandi ásamt því að vera
rotvarnarefni. Vinnur gegn öldr-
un húðarinnar og styrkir colla-
gen- og elastín-framleiðslu húð-
arinnar. Getur valdið kláða, en er
yfirleitt hvorki ofnæmisvaldandi
né hættulegt.
Formaldehyde
Betur þekkt sem formalín. Er
upprunalega litlaust gas, en er í
vökvaformi í snyrtivörum. Lang-
algengast í naglalakki og nagla-
herði, en finnst einnig í sjampói,
vörum til þess að slétta hár eins
og Brazilian blowout. Var talið
hættulaust, en ef það er í vöru
sem inniheldur triethanolamine
(TEA), diethanolamine (DEA),
eða monoethanolamine (MEA)
getur það valdið ertingu í húð.
Nokkrar rannsóknir sýna fram á
að efnið geti verið krabbameins-
valdandi.
Benzones
Sólarvörn sem ver gegn UV-
geislum. Viðheldur einnig lit og
ilmi í snyrtivörum. Finnst í flest-
um sólarkremum og í farða, dag-
kremi og primer sem innihalda
sólarvörn. Efnið hefur verið
mjög umdeilt þar sem það brotn-
ar niður þegar það kemst í snert-
ingu við sólarljós, smýgur inn í
húðina og situr eftir þar. Er talið
ofnæmisvaldandi og ekki ráðlagt
fyrir exemsjúklinga.
Alcohols
(Cetyl alcohol, Stearyl Alcohol,
Ceteareth 20)
Má ekki rugla saman við etanól
eða própanól, sem er þurrkandi.
Notað sem bindiefni til þess að
blanda saman vatni og olíu og
virkar einnig mýkjandi. Er al-
gengast í hárnæringu og djúp-
næringu. Í dag er það unnið úr
kókosolíu eða pálmafeiti, en áður
fyrr var það unnið úr sæði hvala.
Glycerols
(Glyceryl Oleate, Glyceryl
Stearate, Glyceryl Cocoate)
Virkar sem bindiefni eða þeyta í
kremum og bindur raka í húðinni.
Er sykra sem er oftast unnin úr
plöntum, eins og til dæmis aloe
vera-plöntunni. Það eina sem ber
að varast við þessa sykru er að
nota of mikið af henni, því vegna
mjög svo rakabindandi eiginleika
þá getur of stór skammtur haft
þveröfug áhrif.
Paraben
Ein umdeildustu innihaldsefni í
snyrtivörum fyrr og síðar. Para-
ben eru rotvarnarefni og finn-
ast meðal annars í jarðarberj-
um og bláberjum. Fjöldi rann-
sókna hefur verið gerð á efnunum
og eru niðurstöðurnar misjafnar.
Efnin eru talin krabbameinsvald-
andi en þau hafa fundist í brjósta-
krabbameinsæxli og voru lengi
tengd við notkun svitalyktareyð-
is. Aðrir vilja meina að efnin
séu skaðlaus þeim sem ekki hafa
aðra húðsjúkdóma eða hafa of-
næmi fyrir þeim. Það er talið að
eftir því sem fleiri paraben-efni
eru saman í einni vöru þeim mun
skaðlegri séu þau.
Þungmálmar
Þungmálmar eins og blý (e. lead),
kvikasilfur (e. mercury), arsen-
ik og króm (e. chromium) eru
mjög algeng í varalitum og glossi,
en þeir eru taldir mjög krabba-
meinsvaldandi. Ekki virðist vera
samasemmerki á milli hvort
varan er dýr eða ekki. Misjafnt
er eftir merkjum hversu mikið
magnið er og hve margar tegund-
ir eru í hverri vöru.
„Efni með flókin nöfn
þurfa ekki alltaf að
vera hættuleg og
snyrtivörur sem merktar
eru „natural“ eru það
oft ekki.
ÞEKKTU EFNIN Í
SNYRTIVÖRUNUM
Lífið kíkti á nokkur algeng innihaldsefni í snyrtivörum og skoðaði hvað
það er sem við berum á okkur. Listinn er langt frá því að vera tæmandi
og ættu snyrtivöruunnendur að hafa augun opin.
Gott er að hafa í huga
að hafa þær snyrti-
vörur, sem þú þværð
ekki af eða liggja lengi
á líkamanum, sem
hreinastar.
Það eru til mismunandi tegundir af kínóa. Það er oft-
ast hvítt, svart eða rautt að lit. Kínóa er góður kostur
í stað hrísgrjóna og er frábært sem meðlæti, í grauta,
súpur, í buff og í salat.
5 ÁSTÆÐUR TIL ÞESS AÐ BORÐA KÍNÓA
OFURFRÆIÐ KÍNÓA
Kínóa (e. quinoa) er mjög næringarríkt og
glútenlaust fræ. Það inniheldur meira prótein
en nokkurt annað kornmeti, er með gott jafn-
vægi af öllum átta nauðsynlegu amínósýru-
num og er því tilvalið fyrir grænmetisætur.
1. Kínóa inniheldur hollar
fitusýrur og er því gott
fyrir hjartað og heils-
una.
2. Vegna þess hve trefja-
ríkt það er, er það talið
geta hjálpað til við að
lækka kólesteról.
3. Kínóa inniheldur mörg
næringarefni sem eru
mikilvæg fyrir fram-
leiðslu rauðra blóð-
korna. Það inniheldur
meðal annars járn, E-
vítamín og B-vítamín.
4. Kínóa er með lágan
sykurstuðul, sem
hjálpar til við að halda
jafnvægi á blóðsykri í
líkamanum. Það hent-
ar því mjög vel fyrir
sykursjúka einstak-
linga.
5. Kínóa er einnig ríkt af
steinefnum. Það inni-
heldur kalk og magn-
esíum og er því gott
fyrir bæði beinin og
taugakerfið.
1 2
3 4
5 6
7 8
9 10
Lækjargata 2a og Vesturgata 2a 101 Reykjavík
METSÖLULISTI IÐU
Skrímslakisi
Áslaug Jónsdóttir o.fl.
Kata
Steinar Bragi
Litli prinsinn
Antoine de
Saint-Exupéry
Þín eigin þjóðsaga
Ævar Þór
Benediktsson
Fangi himinsins
Carlos Luiz Zafón
Skrímsli í myrkinu
Áslaug Jónsdóttir o.fl.
Fuglaþrugl og
naflakrafl
Þórarinn Eldjárn
I Hate Dolphins
Hugleikur
Dagsson
22.10.14 - 29.10.14
Ástríkur og
víkingarnir
Goscinny & Uderzo
Maðurinn sem
stal sjálfum sér
Gísli Pálsson