Fréttablaðið - 31.10.2014, Blaðsíða 86
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 50
BAKÞANKAR
Kolbeins Tuma
Daðasonar
Föngulegur hópur íslenskra tón-
listarmanna stígur á Eldborgar-
svið Hörpu í kvöld og flytur tónlist
Fleetwood Mac, einnar allra vin-
sælustu hljómsveitar rokksögunn-
ar. Meistarastykki hennar, Rum-
ours, verður flutt í heild sinni auk
annarra þekktra laga.
Kynnir verður Daddi Guðbergs-
son, sem er einn fárra Íslendinga
sem hafa farið á tónleika með
Fleetwood Mac. „Þau hafa ekki
verið mjög dugleg í seinni tíð að
spila „live“,“ segir Daddi, sem fór
einnig í pílagrímsför þegar hann
bjó í San Francisco og skoðaði
hljóðverið þar sem Rumours var
tekin upp.
Sú plata hefur selst í meira en
45 milljónum eintaka enda inni-
heldur hún lög á borð við Don´t
Stop, Dreams, Go Your Own Way
og Songbird.
„Það er ótrúlegt að þau hafi náð
að gera þessa plötu. Togstreitan í
kringum bandið var ótrúleg og til-
finningarnar líka. Við erum að tala
um tvö pör úr hljómsveitinni sem
eru nýskilin þegar farið er í vinnslu
á plötunni. Einn gagnrýnandi sagði
þegar hann var búinn að hlusta á
plötuna að skilnaður hafi aldrei
verið jafn yndislegur,“ segir Daddi.
„Textarnir fjalla mikið um þá krísu
sem fólk gengur í gegnum þegar
það stendur frammi fyrir miklu
tilfinningastríði. Í hljóðverinu
mættu þau klukkan sjö um kvöld-
ið og svo var drukkið og dópað til
tvö um nóttina. Þá byrjuðu þau að
rúlla teipinu og taka upp. Þetta fólk
hefur þurft að deyfa sig vel til að
höndla pressuna.“
Auk laganna af Rumours verða í
kvöld flutt lög á borð við Little Lies,
Albatross, Black Magic Woman,
Hold Me, Seven Wonders, Gypsy
og Big Love. Söngvarar verða Sig-
ríður Thorlacius, Ragnheiður Grön-
dal, Friðrik Ómar, Sigga Beinteins
og Magni.
Hljómsveitina skipa Einar Schev-
ing, Eiður Arnarsson, Sigurður
Flosason, Kjartan Valdemarsson,
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og
Unnur Birna Björnsdóttir. Alma Rut
og Gísli Magna sjá um bakraddir.
„Þetta er einvalalið og það hefur
verið ótrúlega gaman að fylgj-
ast með þessu hæfileikaríka fólki
rúlla þessu gjörsamlega upp,“ segir
Daddi og bætir við að Fleetwood
Mac sé ein langlífasta smellasveit
heims. „Samt hefur hún alltaf haft
svolítinn indístimpil á sér.“
freyr@frettabladid.is
Miklar tilfi nningar og
togstreita á Rumours
Tónlist Fleetwood Mac verður fl utt í Hörpu í kvöld. Tvö pör úr sveitinni voru
nýskilin þegar upptökurnar á plötunni Rumours fóru fram og togstreitan mikil.
FÖNGULEGUR
HÓPUR Hluti
þeirra lista-
manna sem
koma fram í
Eldborgarsaln-
um í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Í hljóðverinu mættu
þau klukkan sjö um
kvöldið og svo var
drukkið og dópað til tvö
um nóttina. Þá byrjuðu
þau að rúlla teipinu og
taka upp.
Daddi Guðbergsson.
RUMOURS
Knattspyrnudeild Grindavíkur var í gær dæmd í Hæstarétti til að greiða fyrr-
verandi þjálfara karlaliðs félagsins, Guð-
jóni Þórðarsyni, á níundu milljón króna
vegna ólögmætrar uppsagnar haustið 2012.
Undir stjórn Guðjóns féll félagið með til-
þrifum, ef svo má segja, úr efstu deild sem
var eðli málsins samkvæmt undir vænt-
ingum heimamanna.
REYNDU þeir því að losa sig við þjálf-
arann, sem samið hafði verið við til
þriggja ára, eftir aðeins eitt ár í starfi.
Fóru þeir krókaleiðir til að losa sig við
þjálfarann. Guðjón sá við þeim. Knatt-
spyrnudeild Grindavíkur hefur ekki
fjársjóði að sækja milljónir í frekar
en önnur knattspyrnufélög. Ljóst er
að gjaldkeri deildarinnar þarf að
fara að skipuleggja klósettpappírs-
og lakkríssölu betur en nokkru
sinni áður hefur verið gert.
GRINDVÍKINGAR hefðu með
heilbrigðri skynsemi í þjálfaraleit
sinni haustið 2011 getað sparað
sér þessar milljónir og tilheyr-
andi vesen fyrir dómstólum. Starf
knattspyrnuþjálfara hjá félagi í efstu deild
á Íslandi er glæsilegt starf innan íþrótta-
hreyfingarinnar. Maðurinn í starfið ætti að
þurfa að uppfylla fjölmörg skilyrði. Standa
ætti fagmannlega að ráðningu þjálfara sem
líklega verður launahæsti starfsmaður
félagsins næstu árin.
VELTA má fyrir sér hvort Grindvíkingar
hafi óskað eftir meðmælum hjá þeim sem
voru áhugasamir um starfið. Í flestum
öðrum geirum er gerð krafa til umsækj-
enda um að þeir geti útvegað meðmæli frá
fólki sem þekki vel til starfa þeirra. Í þeim
undantekningartilfellum sem umsækjandi
getur ekki útvegað meðmæli má ætla að
menn setji spurningarmerki við það.
EF um stóra ákvörðun er að ræða væri það
símtalsins virði að komast að því hvað hefði
ekki gengið upp hjá umsækjanda í hans síð-
ustu störfum. Sérstaklega ef hann staldraði
þar stutt við. Í fótboltaheiminum virðast
gilda sérstök lögmál. Þar vinnur kapp í
keppni við skynsemi. Kemur það félögum
oftar en ekki í bobba, hvort sem það þýðir
bara tóm leiðindi eða tóm leiðindi með
margra milljóna króna skuld í bónus.
Lágmark að óska eft ir meðmælum
Miðasala á:
GRAFIR OG BEIN KL. 8 - 10.15
FURY KL. 9
HEMMA KL. 5.45
BORGRÍKI KL. 8 - 10.10
GONE GIRL KL. 5.45 - 9
BOYHOOD KL. 5.30
PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45
- EMPIRE
- TIME OUT
-T.V., BIOVEFURINN
GRAFIR OG BEIN KL. 5.30 - 8 - 10.15
GRAFIR OG BEIN LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.15
FURY KL5 - 8 - 10.45
BORGRÍKI KL 8 - 10.10
GONE GIRL KL. 8
THE MAZE RUNNER KL. 5.30
KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL. 3.30 - 17.45
SMÁHEIMAR 2D KL. 3.30
-H.S.,MBL
-V.J.V, SVARTHOFDI.IS -G.D.Ó, MBL
5:50, 8, 10:10(P)
6, 8
10:10
3:45, 5:50, 8, 10:10
3:50
3:45
-H.S. MBL
-T.V. Bíóvefurinn.is
5%
KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI
SPARBÍÓ
MERKTAR MEÐ APPELSÍNUGULU KR.750
AKUREYRI
KEFLAVÍK
ALGJÖR SVEPPI KL. 5:50 - 8:10
THE REWRITE KL. 10:30
THE JUDGE KL. 10:20
ALEXANDER KL. 6
AFINN KL. 8
ALGJÖR SVEPPI KL. 3:40 - 4:20 - 5:50 - 6:40- 8
JOHN WICK KL. 8 - 10:20
JOHN WICK VIP KL. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20
THE REWRITE KL. 5:40 - 8 - 10:20
THE JUDGE KL. 9
KASSATRÖLLIN ÍSLTAL 2D: KL. 3:40 - 5:50
ALEXANDER KL. 3:40
ANNABELLE KL. 10:20
AFINN KL. 5:40 - 8
TÖFRAHÚSIÐ ÍSLTAL KL. 3:40
IF I STAY KL. 10:20
ALGJÖR SVEPPI KL. 5:40 - 8
JOHN WICK KL. 5:40
JOHN WICK 4K KL. 8 - 10:20
THE REWRITE KL. 5:40 - 8 - 10:20
THE JUDGE KL. 10
ALEXANDER KL. 6 - 8
DRACULA UNTOLD KL. 10:20
ALGJÖR SVEPPI KL. 5:50 - 8
GRAFIR OG BEIN KL. 10:20
JOHN WICK KL. 8 - 10:10
KASSATRÖLLIN ÍSLTAL 2D: KL. 5:50
ALGJÖR SVEPPI KL. 3:40 - 5:50
THE REWRITE KL. 8 - 10:20
THE JUDGE KL. 8 - 10:20
AFINN KL. 3:20 - 5:40 - 8
THE HUNDRED-FOOT JOURNEY KL. 5:20
ÁLFABAKKA EGILSHÖLL
FRÁBÆR NÝ ÍSLENSK GAMANMYND
NEW YORK OBSERVER
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
D.E. MIRROR
“HUGH GRANT DOING WHAT
HE DOES BEST”
“TÖFF, NAGLHÖRÐ OG DÚNDUR-
SKEMMTILEG HEFNDARMYND SEM
ÆTTI ALLS EKKI AÐ VALDA
HASARUNNENDUM VONBRIGÐUM.”
T.V. - SÉÐ OG HEYRT