Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 21

Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 21
FÖSTUDAGUR 31. október 2014 | SKOÐUN | 21 Sagt er að vinnan göfgi manninn. Er það staðreynd sem alltaf á við? Vaktavinna er krefjandi vinnu- fyrirkomulag og tekur sinn toll þó ekki sé horft til annarra álagsþátta starfa. Vaktavinna getur falið í sér vinnu á öllum tímum sólarhrings- ins á öllum dögum ársins og oft á þeim tímum sem flestir vilja eyða með fjölskyldu og vinum. Hvaða afleiðingar hefur vakta- vinna fyrir einstakling og hans nánustu? Ef eingöngu er horft til heilsufarslegra þátta þá hafa fjöl- margar rannsóknir sýnt fram á auknar líkur á streitu, svefnvanda, hjartasjúkdómum, hækkuðum blóðþrýstingi, aukinni tíðni sykur- sýki af týpu tvö, ofþyngd, síþreytu og minnkaðri virkni ónæmiskerf- isins. Þetta voru allt líkamleg ein- kenni en vaktavinna kemur einnig niður á andlegu hliðinni. Þung- lyndi, framtaksleysi og efasemdir um sjálfan sig, ofnotkun svefnlyfja og áfengis eru algengir fylgifisk- ar vaktavinnu og einnig kulnun í starfi og félagsleg einangrun. Við erum misjöfn að upplagi og misjafnlega í stakk búin til að tak- ast á við þá óreglu á líkamsklukk- unni sem vaktavinnunni fylgir. Rannsóknir sýna að vaktavinna hentar verr morgunhönum (týpu A) heldur en nátthröfnum (týpu B) og einnig að við ráðum verr við breytingar á dægursveiflu með hækkandi aldri. Eykur líkur á mistökum Kjarasamningar taka sumir tillit til þessa með því að undanskilja fólk 55 ára og eldra frá næturvökt- um ef það óskar eftir því. Hérlend- is líta sumir vinnuveitendur svo á að annaðhvort sé vinnuhæfni vaktavinnustarfsmanns alger fram að eftirlaunaaldri eða ekki og á þá fólk ekki annarra kosta völ en að breyta um starf eða hætta! Á Íslandi telst full dagvinna 40 klst. á viku og hámarksvinnutími skv. kjarasamningum BHM-félaga er 48 klst. Þó þekkjast dæmi þess að starfsmenn í vaktavinnu vinni langt umfram það. Slíkt getur þegar verst lætur aukið tíðni mis- taka og skapað hættu fyrir skjól- stæðinga og vaktavinnumanninn sjálfan. Í heilbrigðisþjónustu er afdrifaríkt að gera mistök því að þar er viðfangsefnið okkar dýr- mætasta eign, fólkið okkar, nánir ættingjar einhvers og aðstandend- ur. Í umræðu um öryggi sjúklinga og starfsfólks er nauðsynlegt að skoða starfsumhverfi og öryggis- mál heilbrigðisstarfólks, sérstak- lega vaktavinnufólks. Kemur fram í bandarískri rannsókn frá 2012 að langar vaktir og mikil vinna eykur líkur á mistökum og óánægja sjúk- linga með umönnunaraðila eykst. Gjörbreytt starfsumhverfi Svefn og hvíld eru ein af grunn- þörfum mannsins og öllum nauð- synleg, sérstaklega þeim sem vinna krefjandi störf. Vaktavinna truflar líkamsklukkuna og flestir sofa illa og óreglulega, sérstaklega þegar þeir fara að eldast og eiga að baki 15–30 ára starf í vakta- vinnu. Þrískipt vaktakerfi gerir ekki mikið til að bæta ástandið því að ákvæðið um 11 klst. hvíld milli vakta næst ekki hjá þeim sem eru í fullu starfi. Þá þarf að grípa til ákvæðis um undantekningu frá 11 klst. hvíldinni því að við sérstakar aðstæður má stytta hvíldina í átta klst. Í þessu samhengi má spyrja sig, hvenær eru aðstæður sér- stakar og hvenær eru undantekn- ingarnar orðnar svo reglulegar að þær eru orðnar að venju. Í reynd reynast sumir vinnustaðir grípa til þessa undanþáguákvæðis alltof oft og stundum nokkrum sinnum í viku sem skerðir hvíld viðkomandi starfsmanna. Starfsumhverfi heilbrigðis- starfsmanna hefur gjörbreyst und- anfarin ár, sérstaklega með tilliti til mönnunar. Fleiri áreiti fylgja venjulegum starfsdegi en fyrr, nýliðun helst ekki í takt við þá sem hætta störfum, og vinnumarkaður- inn er orðinn stærri og teygir sig út fyrir landsteinana. Nú er meiri þörf en nokkru sinni á að huga að starfsumhverfi vaktavinnumanna og ættu stjórnendur og starfsmenn að taka saman höndum og huga vel að fyrirbyggjandi úrræðum þar sem hvíld að loknum annasömum starfsdegi er í öndvegi. Við skrif þessarar greinar var stuðst við eftirfarandi rannsóknir á eftirfarandi slóðum: http://www.plosone.org/article/ info%3Adoi%2F10.1371%2Fjourn- al.pone.0070882 http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/ articles/PMC3822308/ http://www.sjweh.fi/show_abst- ract.php?abstract_id=410 http://www.sjweh.fi/show_abst- ract.php?abstract_id=2894 file://kl4msfs02.kl4.local/BH2$/ Users/esther_bhm.is/Down- loads/150_lowden.pdf Úthvíldir starfsmenn – gulls ígildi VINNUMARKAÐUR Áslaug Valsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands Bragi Skúlason formaður Fræðagarðs Gyða H. Einarsdóttir formaður Félags lífeindafræðinga Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga ➜ Á Íslandi telst full dagvinna 40 klst. á viku og hámarksvinnutími skv. kjarasamningum BHM félaga er 48 klst. Þó þekkjast dæmi þess að starfsmenn í vaktavinnu vinni langt umfram það. Slíkt getur þegar verst lætur aukið tíðni mistaka og skapað hættu fyrir skjólstæðinga og vakta- vinnumanninn sjálfan. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Neutral þvottaduft er orðið enn umhverfisvænna en áður. Við erum búin að þjappa því saman svo að nú þarftu minna magn fyrir sömu virkni. Áherslur okkar eru á umhverfið og þig og því leitumst við stöðugt við að búa til betri vöru sem þú getur notað áhyggjulaus. • minni skammtur í hvern þvott • minni orkunotkun við framleiðslu • minni umhverfismengun • nýr og léttari pakki GOTT FYRIR UMHVERFIÐ OG ÞIG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.