Fréttablaðið - 31.10.2014, Blaðsíða 47
Það getur reynst höfuð-verkur að finna jólagjafir handa fjölmennum og ólík-
um starfsmannahópi fyrirtækja.
Stjórnendur Íslandsbanka tóku þá
ákvörðun árið 2009 að gefa starfs-
mönnum heimilislega og pers-
ónulega jólagjöf. Útkoman var
heimatilbúin matreiðslubók sem
innihélt uppskriftir vel þekktra
matgæðinga úr starfsmannahópi
bankans. Gerð bókarinnar fór að
mestu leyti fram innanhúss og
segir Guðný Helga Herbertsdóttir,
upplýsingafulltrúi Íslandsbanka,
að bókin hafi slegið í gegn meðal
starfsmanna. „Fyrr á árinu fór
af stað mikil vinna við að finna
jólagjöf handa starfsmönnum
enda oft erfitt að finna gjöf sem
hentar svo fjölbreyttum starfs-
mannahópi. Eftir að búið var að
ákveða þetta var mikil leynd yfir
verkefninu. Haft var samband við
marga matgæðinga meðal starfs-
manna sem tóku afar vel í hug-
myndina.“
Vinnan fór þannig fram að
viðkomandi starfsmaður fann
eina uppáhaldsuppskrift í fórum
sínum. „Allir réttirnir voru eld-
aðir í heimahúsum og einn laug-
ardag mætti hópurinn niður í
höfuð stöðvar bankans þar sem
réttirnir voru myndaðir með að-
stoð matreiðslumeistara bank-
ans. Starfsmenn komu með leik-
muni að heiman til að nota við
myndatökuna og starfsmaður
innan bankans sá svo um að sam-
ræma textann frá hópnum.“
Mikil aðsókn seinna árið
Verkefnið þótti takast svo vel að
þetta var endurtekið ári síðar.
Þá gafst öllum starfsmönnum
kostur á að senda inn uppskrift-
ir í bókina. „Fyrir seinni bókina
barst okkur mikill fjöldi upp-
skrifta. Bæði hafði fyrri bókin
slegið í gegn en síðan hafa ansi
margir áhuga á mat og upp-
skriftum. Það er dæmigert hér
innan bankans, og vafalaust
víða, að starfsfólk deili spenn-
andi uppskrifum þannig að
þessi mikli áhugi kom okkur
ekki á óvart. Þetta voru starfs-
menn úr flestum deildum bank-
ans, af báðum kynjum og á
öllum aldri. Seinna árið mynd-
aðist því mjög skemmtileg
stemning kringum gerð bókar-
innar enda vissu þá starfsmenn
hvað var í vændum.“
Starfsmenn bankans þessi
jól voru á bilinu 1.000-1.100 að
sögn Guðnýjar. Bækurnar hafa
verið endurprentaðar og gefnar
nýjum starfsmönnum sem hefja
störf hjá bankanum. Uppskriftir
beggja bóka voru auk þess nýtt-
ar á dagatöl þrjú ár í röð sem
bankinn gaf viðskiptavinum
sínum. „Uppskriftirnar fengu
ekki síðri viðbrögð þar og hafa
fjölmargir viðskiptavina okkar
spreytt sig á þeim heima fyrir.“
Starfsmenn bankans hafa
verið duglegir að elda úr mat-
reiðslubókunum að sögn Guð-
nýjar. „Sjálf hef ég prófað fjöl-
margar uppskriftir úr bókunum
og aldrei orðið fyrir vonbrigð-
um. Það er skemmtilegt að elda
vel heppnaða máltíð um kvöld
og hitta svo þann sem átti upp-
skriftina í bókinni daginn eftir
í bankanum.“
FYRIRTÆKJAGJAFIR
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2014 Kynningarblað
Jólagjafirnar skapaðar innanhúss
Fyrir jólin árin 2009 og 2010 gaf Íslandsbanki starfsmönnum sínum heimatilbúna matreiðslubók í jólagjöf. Starfsmenn bankans áttu
uppskriftirnar í bókunum og var nær öll vinna þeirra unnin innan bankans af starfsmönnum. Matreiðslubækurnar vöktu mikla
lukku meðal starfsmanna og elda margir þeirra reglulega úr þeim. Uppskriftirnar hafa einnig sést á dagatölum Íslandsbanka.
Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Íslandsbanka.
Eldum & njótum var gefin í jólagjöf árið 2009 og Litríkt & lokkandi ári síðar. Báðar slógu þær í gegn.
Fiskiréttur í ofni með ólífum og pestó er einn rétta bókarinnar Eldum & njótum.