Fréttablaðið - 31.10.2014, Blaðsíða 6
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
Kristján segir marga geðlækna
einnig vinna vítt og breitt um
landið þótt þeir séu ekki staðsett-
ir þar allt árið um kring. „Þetta er
gert þannig að því er stýrt að ein-
hverju leyti í gegnum heilbrigð-
isstofnanir á landinu. Á sumum
stöðum er samstarf stóru sjúkra-
húsanna þannig að það teygir sig
yfir á stærra svæði. Einnig eru
geðlæknar að starfrækja sína
þjónustu á eigin vegum í gegnum
Sjúkratryggingar annars staðar
á landinu. Það er ljóst að þjónusta
geðlækna er langmest á höfuðborg-
arsvæðinu enda eru flestir íbúar á
því svæði landsins.“
Sigríður Ingibjörg telur mikil-
vægt að allir geti nýtt sér þjón-
ustu geðlækna. „Við verðum að
veita heilsugæslunni leiðir til að
veita slíka þjónustu. Einstakling-
ar verða að finna sér leiðir til að
leita læknis, þeir veigra sér við að
kaupa sér flugfar til Reykjavíkur
alla jafna vegna geðrænna vanda-
mála.“ sveinn@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Geðlæknar eru
aðeins starfandi í Reykjavík, á Sel-
tjarnarnesi og á Akureyri. Þetta
kemur fram í úttekt Byggðastofn-
unar á staðsetningu þjónustu á
landinu öllu.
Kristján Þór Júlíusson heil-
brigðis ráðherra segir umfang geð-
lækninga á landinu vera mest þar
sem flest fólk er, það er á höfuð-
borgarsvæðinu og á Eyjafjarðar-
svæðinu, en síðan minnki þjón-
ustan eftir því sem svæðin séu
fámennari. „Það er hins vegar hluti
af því sem við kemur sameiningu
heilbrigðisstofnana á landsbyggð-
inni undir sterkari stjórn að
geta nýtt sérfræðiþekkingu
sem þessa á fleiri stöðum.
Með því er hægt að veita
betri þjónustu á fámennum
svæðum landsins og nýta
sérfræðiþekkingu innan
heilbrigðisstofnana með hag-
kvæmari og betri hætti.“
Sigríður Ingibjörg Inga-
dóttir, formaður velferðarnefnd-
ar Alþingis, telur þjónustu geð-
lækna á landinu verða að færast
nær fólkinu og verða hluti af nær-
þjónustu í heimabyggð. „Í þeirri
geðheilbrigðisstefnu sem nú er í
mótun er ekki síst verið að horfa
til heilsugæslustöðvanna sem
lykil stöðva. Þá skiptir miklu máli
að heilsugæslan sé í stakk búin til
að taka við því og að geðlæknir sé
tiltækur. Við þurfum þekkingu á
geðheilbrigðismálum inn í heilsu-
gæsluna.“
Samkvæmt Læknafélagi Íslands
eru 78 geðlæknar starfandi á
landinu. Langflestir þeirra eru
starfandi á höfuðborgarsvæðinu.
Geðlæknar við störf
á tveimur stöðum
Geðlæknar eru aðeins starfandi á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri samkvæmt
úttekt Byggðastofnunar. Formaður velferðarnefndar vill skoða að flytja þessa þjón-
ustu nær íbúum landsbyggðarinnar í gegnum heilsugæslur landsins.
SIGRÍÐUR I.
INGADÓTTIR
formaður
velferðarnefndar
KRISTJÁN ÞÓR
JÚLÍUSSON
heilbrigðis-
ráðherra
N
O
RD
ICPH
O
TO
S/G
ETTY
Reykjavík
Akureyri
STAÐ -
SETNING
GEÐLÆKNA
Á ÍSLANDI
BÚRKÍNA FASÓ, AP Fjöldi manns réðst inn í þinghúsið í Búrkína Fasó í
gær. Húsgögn og tölvur voru borin út á götur og kveikt í þingsalnum.
Mótmælendurnir eru ósáttir við Blaise Compaore forseta, en hann
hefur verið við völd samfleytt í 27 ár. Hann hefur aldrei fyrr staðið
frammi fyrir jafn öflugum mótmælum.
Mótmælin nú snúast einkum um lagafrumvarp sem myndi lengja
kjörtímabil forsetans og gera honum kleift að bjóða sig fram í fimmta
sinn. - gb
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Búrkína Fasó:
Réðust inn og kveiktu í þinghúsi
ELDAR LOGA Mótmælendur eru ósáttir við forsetann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEISTU SVARIÐ?
SJÁVARÚTVEGUR Sölu- og mark-
aðsfyrirtækin Icelandic Group
og Iceland Seafood International
(ISI) verða meðlimir í Samtök-
um fyrirtækja í sjávarútvegi sem
verða stofnuð í dag. Landssam-
band íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)
og Samtök fiskvinnslustöðva (SF)
sameinast þá einnig í nýju samtök-
unum.
„Sameining LÍÚ og SF var sam-
þykkt með yfirgnæfandi meiri-
hluta á aðalfundi LÍÚ í dag,“ sagði
Kolbeinn Árnason, framkvæmda-
stjóri LÍÚ, í samtali við Frétta-
blaðið í gær.
Stofnfundur Samtaka fyrir-
tækja í sjávarútvegi (SFS) verður
haldinn í dag á Hilton Reykjavík
Nordica. Adolf Guðmundsson, for-
maður LÍÚ, mun þá stíga til hliðar
en Jens Garðar Helgason, fram-
kvæmdastjóri Fiskimiða, er eini
frambjóðandinn til formanns sam-
einaðs félags.
„Við erum í dag með aðskilin
hagsmunasamtök fyrir fyrirtæki
sem hafa þróast heilmikið. Nú er
svo komið að stærstur hluti þess-
ara fyrirtækja er að vinna í þess-
ari virðiskeðju allri, alveg frá
veiðum til markaðssetningar, og
þar á milli eru vinnsla og vöru-
þróun. Við þurfum því að fara að
horfa á sjávárútveginn sem stóra
atvinnugrein sem er að skila sem
mestum verðmætum með útflutn-
ingi á vörum og þjónustu og tækni
til útlanda en ekki bara sem ein-
angraða grein sem er í öflun ein-
hvers hráefnis,“ sagði Kolbeinn.
- hg
Aðalfundur LÍÚ samþykkti tillögu um sameiningu við Samtök fiskvinnslustöðva í nýjum samtökum:
Markaðsfyrirtækin ætla að elta LÍÚ og SF
PALESTÍNA, AP Ísraelsk stjórnvöld létu í gær loka
öllum aðgangi að Musterishæðinni í Jerúsalem,
þar sem helgustu staði bæði múslíma og gyðinga
er að finna.
Mikil spenna hefur verið í borginni síðustu
daga og vikur, einkum í kringum hina helgu staði
í gamla bænum. Til átaka af einhverju tagi hefur
komið nánast daglega.
Áður en svæðinu var lokað í gær hafði ísraelska
lögreglan skotið Palestínumann, sem grunaður
var um að hafa reynt kvöldið áður að myrða gyð-
ing að nafni Yehuda Glick.
Glick særðist alvarlega, en hann hefur verið í
fararbroddi harðsnúinna gyðinga sem krefjast
þess að gyðingar fái aukinn aðgang að hinu helga
svæði Musterishæðarinnar.
Musterishæðin hefur oft verið miðpunktur
spennu í samskiptum Ísraela og Palestínumanna.
Þar hófst seinni uppreisn Palestínumanna árið
2000 eftir að Ariel Sharon, sem þá var leiðtogi
ísraelsku stjórnarandstöðunnar, hélt inn á svæði
múslíma uppi á Musterishæðinni í fylgd öryggis-
varða.
- gb
Spenna í Jerúsalem eftir að helgistöðum múslima og gyðinga var lokað:
Lokað á múslima og gyðingar
Ísraelskir ráðamenn kunna Svíum litlar þakkir fyrir að
viðurkenna sjálfstæði Palestínu, en Íslendingar gerðu slíkt
hið sama fyrir nokkrum árum. Avigdor Lieberman, utan-
ríkisráðherra Ísraels, segir þetta „ömurlega ákvörðun“ sem
„styrki öfgaöfl og höfnunarstefnu Palestínumanna“.
Breska þingið samþykkti fyrir nokkrum vikum að
viðurkenna sjálfstæði Palestínu, og Malta og Kýpur hafa
einnig gert það, en engin önnur vestræn ríki hafa enn
stigið þetta skref.
➜ Ísraelar reiðir Svíum
LOKAÐ Gyðingum er meinaður aðgangur að Musterishæð-
inni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
1. Hvað skuldar Reykjanesbær marga
milljarða?
2. Hvað fékkst fyrir landsliðstreyju
Gylfa Sigurðssonar á Góðgerðardegi í
Hagaskóla?
3. Hvar í Bandaríkjunum sprakk Ant-
ares-birgðageimfl augin?
VEISTU SVARIÐ
1. 40 2. 200 þúsund krónur 3. Virginíu
BREYTINGAR Í VÆNDUM Útgerðar-
menn fjölmenntu á 75. og síðasta aðal-
fund LÍÚ í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR