Fréttablaðið - 31.10.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.10.2014, Blaðsíða 8
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | Staðarhald á Hólastað er á ábyrgð Háskólans á Hólum, m.a. umhirða og fegrun staðarins, móttaka gesta og eignaumsýsla. Þar undir fellur snjómokstur og tæming rotþróa á staðnum. Skólinn á hins vegar ekki að annast þessa þjónustu, sam- kvæmt lögum um opinbera háskóla sem skólinn féll undir eftir mitt ár 2013. Ríkisendurskoðun mælist sterklega til þess í nýrri skýrslu að staðarhald verði aðgreint frá skóla- haldi og að sveitarfélagið Skaga- fjörður taki yfir lögbundna þjónustu við þéttbýlið á staðnum. Skilyrði sveitarfélagsins um fjármögnun ríkisins á viðgerð á fráveitukerfi á Hólum stendur í vegi fyrir sam- komulagi. Áhyggjuefni Ríkisendurskoðun sendi frá sér skýrslu fyrir stuttu þar sem fjallað er um fjárhagsstöðu Hólaskóla. Hún er „mikið áhyggjuefni“, segir í skýrslunni, en heildarskuldir skól- ans eru 245 milljónir króna. Hvatt er til þess að menntamálaráðuneyt- ið og forráðamenn skólans í samráði við fjármálaráðuneytið taki á mál- inu sem fyrst. Þess ber þó að geta að rekstur skólans hefur verið í sam- ræmi við fjárheimildir síðustu tvö ár, og því um fortíðarvanda að ræða. Ný og gömul lög Hólaskóli er rannsókna- og mennta- stofnun sem starfaði eftir lögum um búnaðarfræðslu, og á lögunum byggði reglugerð sem gerði Hóla- skóla að annast þar staðarhald og varðveita menningararf staðar- ins. Árið 2013 tóku ný lög um opin- bera háskóla gildi og féll starfsemi Hólaskóla undir þau. Með þeim féllu lög um búnaðarfræðslu úr gildi og reglugerðin um skyldur Hóla- skóla um staðarhald, sem sett var á grundvelli þeirra. Grunnþjónusta staðarhalds á Hólastað fer því af fjárheimild Hólaskóla þótt skólan- um beri ekki að leggja út fyrir þeim kostnaði, og er ekki í samræmi við ákvæði skipulags- og byggingar- laga. Einkennilegt verkefni Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Hólaskóla, segir að þjónusta vegna staðarhalds sé í skötulíki enda hafi þurft að for- gangsraða verk- efnum í ljósi fjárhagsstöðu skólans. Kostn- aður vegna stað- arhaldsins losi fimm milljón- ir króna á þessu ári, en fjárþörfin til staðarhalds- ins sé fimmföld sú upphæð. Hins vegar taki starfsfólk Hólaskóla að sér ýmis verkefni tengd staðarhaldi án launa, t.d. leiðsögn gesta. Erla Björk viðurkennir að það sé frekar einkennilegt verkefni rektors við háskólastofnun að sam- þykkja reikninga vegna tæmingar á rotþróm fyrir þéttbýlið á Hólum. Helst veldur henni þó áhyggjum að á meðan mál standa óbreytt fái íbúar á Hólum ekki þá grunnþjónustu sem þeim ber – sem þó hafi verið greitt fyrir til sveitarfélagsins. Samræmist illa Strax árið 2011 benti Ríkisendur- skoðun á að staðarhaldið samræm- ist illa hlutverki skólans og hvatti til þess að skólahald og staðarhald yrði aðgreint. Ráðuneytið ætlaði sér að ganga frá samkomulagi við sveitar- félagið um lögbundna þjónustu við þéttbýlið á Hólum í árslok 2011. Árið 2014 upplýsti ráðuneytið Ríkisend- urskoðun um að ekkert hefði þok- ast í málinu. Mun skilyrði sveitar- félagsins um fjármögnun ríkisins á viðgerð á fráveitukerfi á Hólum standa í veginum, en til þess hefur ráðuneytið ekki fengið fjárheimild- ir þótt viljayfirlýsing sveitarfélags- ins um að axla skyldurnar sé löngu komin fram. Auðveldar fjármálastjórn Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2011 um skólahaldið á Hólum kemur fram í svörum menntamálaráðu- neytisins að samningur um skipu- lagsmál við sveitarfélagið á staðn- um lækki útgjöld skólans, þótt óvíst sé hvaða niðurstöðu viðræður um samning muni skila. Þá eru bundnar Hólaskóli kostar tæmingu rotþróa Háskólinn á Hólum stendur straum af kostnaði við staðarhald á Hólum þótt það sé ekki lögbundið verkefni skólans lengur. Ríkisendur- skoðun segir staðarhaldið ekki samræmast skólarekstri. Viðgerð á fráveitukerfi stendur í vegi samkomulags ríkis og sveitarfélagsins. ERLA BJÖRK ÖRNÓLFSDÓTTIR HÓLASKÓLI Hafa verður í huga að Hólar eru lögbýli, jörð í eigu ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA vonir við að betri aðgreining á stað- arhaldi frá eiginlegum skólarekstri auðveldi að stjórna fjármálum hans. Árið 2014 upplýsti ráðuneytið að það hefði unnið að gerð samnings við Sveitarfélagið Skagafjörð um að þjónusta við þéttbýlið á Hólum yrði í samræmi við ákvæði skipu- lags- og byggingarlaga í stað þess að skólinn kostaði þjónustuna. Ein for- senda þess væri þó að gerðar yrðu aðkallandi úrbætur á fráveitukerfi staðarins á grundvelli fyrirliggj- andi úttektar á ástandi og kostn- aðarskiptingu. Sveitarfélagið teldi að ríkissjóður ætti að greiða þær og að það tæki síðan yfir forræði í skipulags- og fráveitumálum, gatna- gerð og fleiru vegna þéttbýlisins á Hólum. Að sögn menntamálaráðuneytis- ins vann starfshópur á árinu 2012 á vegum þess og fjármála- og efna- hagsráðuneytis að málefnum Hóla- skóla en sú vinna leiddi ekki til sam- eiginlegrar niðurstöðu. Viðræður á milli ráðuneytanna hafa legið niðri síðan og lausn því ekki í sjónmáli. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is 210 hestafla dísilvél, 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýri og loftpúðafjöðrun með Terrain Response drifbúnaði á öllum hjólum gera Land Rover Discovery 4 að einum öflugasta og þægilegasta jeppa sem völ er á. Meðal nýjunga eru breyttur framendi með nýjum aðalljósum, breytt afturljós, start/stopp ræsibúnaður og Meridian 380W hljómtæki. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 4 3 9 *M ið að v ið u pp ge fn ar v ið m ið un ar tö lu r fr am le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. Á LAND ROVER DISCOVERY 4 Discovery 4 S – verð frá: 11.890.000 kr. Eldsneytisnotkun 8,8 l/100 km* í blönduðum akstri. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 SKOÐAÐU ÞIG UM landrover.is OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 ASKÝRING | 8 RÍKISENDURSKOÐUN: HÓLASKÓLI GLÍMIR VIÐ FORTÍÐARVANDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.