Fréttablaðið - 31.10.2014, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 31.10.2014, Blaðsíða 82
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 Skoska hiphop-tríóið Young Fathers, sem er frá Edinborg, hlaut hin virtu Mercury- verðlaun í fyrrakvöld en þau eru veitt flytjanda sem á bestu bresku eða írsku plötuna undanfarna tólf mánuði. Fyrsta plata Young Fathers, Dead, sló við ellefu öðrum plötum frá listamönn- um á borð við Damon Albarn, Bombay Bicycle Club, Royal Blood og FKA Twigs, sem var líklegust til að vinna samkvæmt veðbönkum. „Við vildum alltaf búa til eitthvað sem væri stærra en borgin okkar,“ sagði einn af Ungu feðrunum, Graham „G“ Hasting. Young Fathers hlaut í verðlaun 20 þúsund pund, eða tæpar fjórar milljónir króna. Í stuttri þakkarræðu sagði Alloy- sious Massaquio, einn meðlima sveitar- innar: „Takk fyrir, við elskum ykkur, við elskum ykkur öll.“ Simon Frith, formaður dómnefndar, hafði þetta að segja um sigursveitina: „Young Fathers hefur einstaka sýn á breska „urban“-tónlist. Hún er uppfull af hugmyndum, ýtin, kemur á óvart og er hrífandi,“ sagði hann. Platan Dead hafði selst næstminnst af öllum plötum sem voru tilnefndar, eða í rúmum tvö þúsund eintökum síðan hún kom út í febrúar. Á meðal annarra sigurvegara Mercury- verðlaunanna í gegnum árin eru Alt-J, The xx og PJ Harvey, sem hefur tvisvar borið sigur úr býtum. Young Fathers hlaut Mercury-verðlaunin Hljómsveitin Young Fathers frá Edinborg í Skotlandi hlaut hin virtu Mercury-verðlaun í fyrrakvöld. SIGURVEGARAR Hljómsveitin Young Fathers bar sigur úr býtum á Mercury-verðlaunahátíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY Framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures leitar nú að ungum leikurum fyrir kvikmyndina Hjartastein eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, sem áætlað er að fari í tökur í ágúst á næsta ári. Strákar á aldrinum 11 til 17 ára og stelpur á aldrinum 12 til 17 eru hvött til að sækja um, en áheyrnarprufur verða haldnar í nóvember. Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi og fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Guðmundur Arnar Guðmundsson er bæði hand- ritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. Hjarta- steinn er fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd en fyrr á árinu hlaut verkefnið Warnier Posta-verð- launin á samframleiðslumarkaði Kvikmyndahá- tíðar Hollands og einnig hlaut Guðmundur þann heiður að vera valinn með Hjartastein í fjög- urra mánaða leikstjórnarsmiðju Cannes-kvik- myndahátíðarinnar. Guðmundur er þekktur fyrir stuttmyndirnar Hvalfjörð og Ártún, sem unnið hafa til fjölda verðlauna á virtum hátíðum víða um heim. Leita að leikurum í Hjartastein Fyrirtækið Join Motion Pictures leitar að ungum leikurum fyrir nýja íslenska mynd. GUÐMUNDUR ARNAR GUÐMUNDSSON Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar í fullri lengd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við vildum alltaf búa til eitthvað sem væri stærra en borgin okkar. Graham „G“ Hasting. Sóley, Vök, Júníus Meyvant og Low Roar hafa bæst við hina árlegu Eurosonic-tónlistarhátíð sem verð- ur haldin í Hollandi í janúar. Áður höfðu sveitirnar Kiasmos, Kaleo, Samaris og Rökkurró verið staðfestar. Hátíðin mun í þetta sinn leggja áherslu á íslenska tónlist og þróun tónlistarbransans á Íslandi síð- ustu ár. Um er að ræða gott tæki- færi til þess að kynna breiddina í íslenskri tónlist fyrir tónlistar- markaðnum í Evrópu. Einkum verður lögð áhersla á hina nýju kynslóð íslenskrar tónlistar. Hátíðin er mikill tengslamynd- unarvettvangur fyrir evrópska tónlistarbransann og hefur átt þátt í að kynna nýja upprennandi tónlistarmenn fyrir tónlistarheim- inum þar. Fjölmarir íslenskir flytjendur hafa notið góðs af spilamennsku sinni á hátíðinni, þar á meðal Ásgeir Trausti. Eurosonic sækja 3.200 fulltrúar úr tónlistarbransanum og 33.000 gestir. - fb Fjórir bætast í hópinn Sóley, Vök, Júníus Meyvant og Low Roar hafa bæst við hátíðina Eurosonic sem verður haldin í janúar. SÓLEY Sóley er á meðal þeirra sem spila á Eurosonic. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON www.fiskikongurinn.is OPIÐ ALLA LAUGARDAGA 10 - 15 Uppskrift af rækjukokteil er á Facebook síðu Fiskikóngurins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.