Fréttablaðið - 31.10.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.10.2014, Blaðsíða 38
4 • LÍFIÐ 31. OKTÓBER 2014 ? Mig langaði mikið að spyrja þig um eitt vandamál hjá mér. En þannig er mál með vexti að við kærastinn minn erum búin að vera saman í að verða átta mánuði og hef ég alveg frek- ar oft tottað hann og allt í lagi, en finnst það samt alltaf svo óþægilegt því ég er bara með svo mikla fóbíu fyrir sæði upp í munninn og þessum fyrirslíms- vökva sem kemur á meðan á totti stendur. Upp á síðkastið hef ég meira verið að neita honum um að gera þetta en finnst það leið- inlegt því mig langar svo mikið að gera þetta fyrir hann og veit um margar aðrar stelpur þar sem þetta er ekkert mál hjá. Veit bara ekki, á ég að halda áfram að vera að þessu, líða illa yfir þessu, kúgast endalaust, (ældi smá í eitt skiptið) eða bara neita honum alveg um þetta? Vildi að þetta væri ekkert mál hjá mér og ég gæti gert þetta endalaust því það er bara þessi klígja í mér sem stoppar mig að gera þetta. SVAR Mitt svar er kannski að- eins of einfalt en látum á það reyna. Ef þér finnst þetta ógeðs- legt þá mæli ég með því að þú sleppir þessu. Njóttu kyn- lífs af því það er unaðslegt en ekki ógeðslegt og það á bæði við þegar það kemur að því að gefa og þiggja. Þú ert ekkert skrít- in, margir strákar og stelpur upplifa nákvæmlega það sama. Það langar ekki alla til að þiggja munnmök, eða gefa munnmök. Það sem skiptir máli í kynlífi er að ykkur báðum líði vel. Varla myndir þú pína hann í stell- ingu sem honum þætti óþægileg og myndi krefjast þess að hann héldi áfram þó væri kannski með sinadrátt og fastur í bak- inu? Nei, ég hélt ekki. Kynlíf er skemmtilegt samstarfsverk- efni. Það er margt annað hægt að gera í kynlífi en munnmök. Þá gæti verið gaman fyrir ykkur að prófa að nota sleipiefni við næsta kelerí því það getur gert gælur ánægjulegri fyrir báða aðila. Útskýrðu þína upplifun fyrir honum og saman getið þið gert aðra hluti sem þið bæði njótið. KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is „... ég er bara með svo mikla fóbíu fyrir sæði upp í munninn og þessum fyrirslímsvökva ...” Þakklætið efl ir lífshamingjuna KÚGAST VIÐ MUNNMÖK Niðurstöður margra vandaðra vís- indarannsókna benda til þess að streita geti skemmt lífshamingjuna. Samkvæmt þessum rannsóknum er það ÞAKKLÆTIÐ sem eflir hamingj- una mest. Að þakka af alhug og segja: ÞAKKA ÞÉR FYRIR er það lang mikilvægasta sem þú getur hugleitt og framkvæmt þessa vik- una. Heimild: stress.is STREITURÁÐ VIKUNNAR Það er stundum sagt að það skipti ekki máli hvað okkur finnst um okkur sjálf, við höfum rétt fyrir okkur hvað sem okkur finnst. Það þýðir að það sem við segjum um okkur sjálf og við okkur sjálf er okkar sannleikur. Þessi „sannleikur“ hefur þó meiri áhrif á eigin líðan en flestir gera sér grein fyrir. Líkurnar á að okkur takist ætlunarverk okkar verða tölu- vert meiri, ef við teljum okkur trú um að þetta muni tak- ast, heldur en ef við drögum það í efa. Þetta vita margir, en samt eigum við það mörg til að tala okkur niður og einblína á mistök og minnast þeirra oftar en sigranna. Hugtakið „self-compassion“ á vel við í þessu samhengi, en það er hægt að þýða sem samkennd í eigin garð eða sjálfsvinsemd. Sjálfsvinsemd snýst um viðhorf til okkar sjálfra en rannsóknir á hugtakinu hafa sýnt að aukin sjálfs- vinsemd getur dregið úr geðrænum sjúkdómum eins og vægum kvíða og þunglyndi og haft jákvæð áhrif á andlega eiginleika fólks eins og hamingju þess, bjartsýni og áhuga. Borghildur Sverrisdóttir Höfundur bókarinnar Hamingjan eflir heilsuna HUGTAKIÐ SJÁLFSVINSEMD SAMANSTENDUR AF ÞREMUR MEGINÞÁTTUM, EN ÞEIR ERU: 1. Velvild í eigin garð, sem snýst um að sýna sjálfum sér þolinmæði, hvatningu og skilning þegar maður gengur í gegnum mótlæti eða tekst á við erfiðar breytingar, líkt og maður sýnir góðum vini. Með því að sætta sig við mistök og tilfinn- ingalega erfiðleika sem hluta af líf- inu getum við eflt með okkur velvild í eigin garð og upplifað meira til- finningalegt jafnvægi. 2. Að leyfa sér að vera mannlegur eða manneskja sem er berskjöld- uð, breysk og ófullkomin. Að vita að þjáningar og mistök koma ekki bara fyrir hjá okkur einum, heldur öllum öðrum og að dæma ekki mannlega lesti sína eða nota þá sem afsökun heldur taka ábyrgð á lífi sínu með uppbyggjandi hætti. 3. Núvitund sem byggist á fordóma- lausu, opnu og jákvæðu hugar- ástandi á líðandi stundu. Núvitund þýðir að maður skoðar hugsanir og tilfinningar sínar án þess að dæma, bæla þær niður, ýkja eða afneita. Það er því sannarlega tilefni til að skoða eigin viðhorf gagnvart sjálf- um sér og velta því fyrir sér hvort þau geti dregið úr eða aukið eigin hamingju og bætt þar með heilsu. STATTU MEÐ ÞÉR Okkur tekst frekar ætlunarverk okkar ef við höfum trú á því að það muni takast. Faðmaðu þá sem þér þykir vænt um. Rannsóknir sýna að faðmlög minnka hættuna á hjarta- og æða- sjúkdómum, þau losa um streitu og eru góð fyrir samband þitt við ást- vini. HOLLRÁÐ HELGARINNAR Faðmaðu allt fólkið þitt www.tvolif.is opið virka daga 11-18 laugardaga 12-17 /barnshafandi Tvö Líf með allt fyrir meðgöngu og brjóstagjöfina á frábæru verði, sendum frítt um allt land! Meðgöngu- og brjóstagjafakjóll kr. 8500.- Splúnkuný sending frá mamalicious komin í hús Buxur frá 4990.- bolir frá 2990.- kjólar frá 5990.- Heilsuvísir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.