Fréttablaðið - 31.10.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 31.10.2014, Blaðsíða 44
10 • LÍFIÐ 31. OKTÓBER 2014 S teinunn Ása Þorvalds- dóttir er löngu orðin þjóðþekkt fyrir vaska framgöngu sína í sjón- varpi. Undanfarin miss- eri hafa þættirnir Með okkar augum verið sýndir í Ríkissjón- varpinu við miklar vinsældir. Steinunn og félagar hennar sjá bæði um dagskrárgerðina sjálfa sem og tæknivinnuna að stórum hluta. Hugmyndafræðin á bak við þáttagerðina er að sýna fram á að í hópi fatlaðra séu margir hæfi- leikaríkir einstaklingar en einn- ig að vinna gegn staðal ímyndum og fordómum gagnvart fólki með fötlun af einhverju tagi. „Ég finn og sé að þátturinn hefur víkkað sjóndeildarhring almennings og álit á fötluðu fólki. Ég er viss um að með þessum þætti þá brut- um við múra fyrir fatlað fólk og komum af stað eins konar bylt- ingu til hins betra fyrir okkur,“ segir Steinunn. Þátturinn hefur hlotið töluvert mikla athygli og margar viðurkenningar, hann var meðal annars tilnefndur til Eddu- verðlaunanna á síðasta ári. Líf Steinunnar hefur breyst eftir til- urð þáttanna og lendir hún reglu- lega í því að fólk stoppi hana úti á götu til að spjalla. „Mér finnst skemmtilegt þegar fólk þekkir mig úti á götu og kemur að tali við mig enda finnst mér gaman að tala við fólk um heima og geima,“ segir hún og bætir við að þátta- gerðin hafi gert henni svo gott. „Ég er orðin sjálfsöruggari og sterkari en nokkurn tímann áður.“ Fann dauðann á mér Steinunn er fædd og uppalin í Vest- urbænum og er nýflutt á heima- slóðir eftir mikið flakk. Í fyrsta skipti á lífsleiðinni býr hún ein. „Það tók mig óratíma að finna þessa íbúð en ég var heppin því að það eru 300 manns á biðlista eftir því að komast í félagslega íbúð. Ég bý í fyrsta skipti ein en ég bjó á Skólavörðustígnum með pabba áður en hann dó. Ég á þó marga góða að og fæ þá hjálp sem ég þarf,“ segir Steinunn. Faðir Steinunnar lést í ágúst síðastliðnum en móðir hennar lést fyrir þremur árum. Bana- mein þeirra beggja var krabba- mein. „Mamma var ótrúlega sterk, ákveðin og dugleg kona sem kenndi mér margt í lífinu. Foreldr- ar mínir voru mér mikil hvatn- ing í lífinu og á ég þeim margt að þakka. Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til þeirra og biðji fyrir þeim,“ segir hún. Steinunn var stödd á tónleikum í Hallgríms- kirkju kvöldið áður en faðir henn- ar dó. „Það var svo skrítið að það var eins og ég fyndi á mér að hann væri farinn. Ég sat í kirkjunni og fann allt í einu fyrir stingandi og djúpri sorg. Ég fann hvernig tárin spruttu út og ég gjörsamlega lam- aðist af sorg. Sem betur fer voru vinir mínir með mér og hugguðu mig. Það var svo um nóttina sem hann dó,“ segir hún. Faðir Stein- unnar var henni stoð og stytta og bjuggu þau tvö saman síðustu árin sem hann lifði. „Við vorum mjög náin og ég hugsa mikið til hans, sérstaklega þegar ég er að hugsa um eitthvað sem ég þarf svör við, þá velti ég því fyrir mér hverju hann hefði svarað og hvaða HEFUR BROTIÐ MÚRA FYRIR FATLAÐA STEINUNN ÁSA ÞORVALDSDÓTTIR hefur síðastliðin ár barist gegn fordómum í garð fatlaðs fólks og staðalímyndum, meðal annars með sjónvarpsþáttagerð, kennslu í Háskóla Íslands og starfi sínu á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. ráð hann hefði gefið mér. En ég verð víst að sætta mig við það að hann er farinn og það er eðlileg- ur hluti af lífinu,“ segir hún. Stein- unn á einn bróður, Óskar Hrafn- Þorvaldsson fjölmiðlamann. „Núna erum við systkinin bara tvö eftir. Óskar og konan hans eru mér mik- ill styrkur og reynum við að vera eins mikið saman og tími gefst til. Ég er bara orðin svo sjálfstæð og upptekin,“ segir hún og hlær eins og henni er einni lagið. Upplifði höfnun Grunnskólaganga Steinunnar var henni erfið og kveið hún oft fyrir því að fara í skólann. „Mér fannst erfitt að fara í skólann þar sem ég var reglulega lögð í einelti, mér sárnaði það mjög mikið og þetta var ekki góður tími,“ segir hún. Steinunn óskaði þess heitast að fá að fara í almennan skóla en á þess- um tíma var það ekki valkostur. „Ég vildi fá að fara í venjulegan skóla og fá þá aðstoð við nám en ekki vera í Öskjuhlíðarskóla, það var þá fyrst sem mér fannst ég vera öðruvísi og fann fyrir höfnun. Kennararnir reyndu þó að gera allt sem þeir gátu til þess að gera líf mitt betra en þetta var bara eins og það var, mér hefur aldrei fundist ég vera fötluð en kannski gerði þessi reynsla mig að þeim sterka karakter sem ég er í dag,“ segir Steinunn. Bjartari tímar tóku þó við þegar Steinunn hóf nám í Borgar holtsskóla á sérnámsbraut fyrir fatlaða. „Námið í Borgó hefur nýst mér mjög vel, þarna lærði ég stærðfræði, íslensku, að prjóna, að sauma og svo var ég eini nem- andinn sem fékk að læra frönsku,“ segir hún. Franskan er þó ekki eina tungu- málið sem Steinunn hefur lært því að hún talar ítölsku reiprennandi. Á Ítalíu, nánar tiltekið í Feneyjum, bjó hún í tvö ár ásamt foreldrum sínum þegar faðir hennar vann þar í tölvufyrirtæki. Ásamt því að læra ítölsku lærði hún einnig skart- gripagerð. „Það mætti segja að það hafi opnast fyrir hönnunarhæfi- leika mína á Ítalíu,“ segir Steinunn dreymin og hlær. „Ég hreinlega elska Ítalíu og allt sem við kemur því landi. Mig langar alveg óskap- lega að snúa þangað aftur einn daginn og jafnvel halda hönnunar- námi áfram,“ segir hún. Situr aldrei aðgerðalaus Þessi unga og glæsilega kona sem mörgum er svo mikil fyrirmynd situr aldrei aðgerðalaus. Þessa dagana vinnur Steinunn að upp- byggilegum verkefnum á mann- réttindaskrifstofu Reykjavíkur- borgar og er að fjölmörgu að huga þar. Einnig hefur hún verið að kenna í fötlunarfræði í Háskóla Ís- lands. „Mannréttindi og aðbúnað- ur fatlaðra standa mér nærri. Í há- skólanum kenni ég nemendum það hvernig á að umgangast fatlaða. Það er gert með virðingu og þekk- ingu. Sumir vita ekki hvernig þeir eiga að koma fram við fatlað fólk en maður á bara að koma fram við fatlað fólk eins og annað fólk, við erum bara ólík,“ segir Steinunn. Á milli þess sem Steinunn vinnur að því að breyta hugarfari gagnvart fötluðum semur hún ljóð, spilar listilega á píanó og syngur af hjart- ans lyst. Ný ástríða hefur svo látið á sér kræla í lífi Steinunnar en það er líkamsrækt og heilsusamlegt Steinunn Ása vinnur þessa dagana að uppbyggilegum verkefnum á mannréttinda- skrifstofu Reykja- víkurborgar. Friðrika Hjördís Geirsdóttir Umsjónarkona Lífsins IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk. opið til 22 alla daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.