Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 19

Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 19
FÖSTUDAGUR 31. október 2014 | SKOÐUN | 19 Þegar heimsmynd mín hrundi var ég að skera lauk. Rauðlauk. Út í salat. Sjónvarpsfréttirnar dóluðu í bakgrunninum. Pastað var alveg að verða til í pottinum. Öll mín fullorðinsár hef ég þjáðst af ótta. Alveg síðan ég lauk skólagöngu og steig mín fyrstu skref úti í hinum raun- verulega heimi eins og vinnu- markaðurinn er stundum kall- aður hef ég óttast fátt meira en að tilvist mín þar sé dæmd táknræn. Að einhver líti á störf mín og hugsi: Hún er bara þarna af því að hún er kerling. Það er verið að fylla upp í kvótann. Kynjakvótann. Umræðan um hina tákn- rænu konu skýtur reglulega upp kollinum. Nú síðast var það í tengslum við undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva er RÚV krafðist þess að helmingur laga í und- anúrslitum yrði að hafa konu í höfundarteymi. Horfið var frá reglunni þegar upphrópanirn- ar dundu yfir: Niðrandi fyrir konur, karlarnir fá bara systur sína eða frænku til að þykjast vera meðhöfundur, niðurlægj- andi. Ég kinkaði kolli í takt við vandlætingarhljóðin. Sussum svei. Það er út af svona löguðu sem konur þurfa alltaf að óttast að aðrir telji árangur þeirra ekki verðskuldaðan. Að hann sé feng- inn með einhverju kynjakvóta- braski. En svo var ég að skera rauð- lauk, út í salat, með fréttirnar dólandi í bakgrunni. Hinn viðtekni karlmaður Ástæðan fyrir því að heims- mynd mín hrundi var keramik- vasi. Í fréttunum var fjallað um nýja listsýningu breska lista- mannsins Grayson Perry í Nat- ional Portrait galleríinu í Lond- on. Eitt verkanna á sýningunni hafði valdið töluverðu fjaðra- foki í Bretlandi. Verkið kallaði Perry Hinn viðtekna karlmann, „The default man“. Um var að ræða vasa, skreyttan andlitinu á Chris Huhne, fyrrum ráðherra sem var dæmdur í fangelsi eftir að upp komst að hann hafði látið eiginkonu sína taka á sig punkta vegna umferðarlagabrota sem hann framdi. Auk ásjónu Huhne prýddu vasann myndir af einka- bílnúmeri ráðherrans og listilega teiknaður reður. „Vasinn fangar það sem ég vil kalla hinn viðtekna karlmann,“ sagði Perry í fréttunum. „Hinn hvíta, miðaldra millistéttarkarl- mann.“ Hann útskýrði verk- ið nánar í grein í nýjasta hefti tímaritsins New Statesman. „Þessi ættbálkur er minnihluta- hópur í samfélaginu … Í Bret- landi telst hann um 10% þess, í heiminum aðeins um 1%. Þrátt fyrir það ræður hann og ríkir í efstu valdastéttum samfélaga og þröngvar gildum sínum og smekk upp á restina af íbúunum. Með litskrúðug reðurtákn úr taui um hálsinn einokar hópurinn rík- isstjórnir, stjórnir fyrirtækja og fjölmiðla.“ 81 ár í jafnrétti Fyrr í vikunni var birt árleg úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, á jafn- rétti karla og kvenna. Á hér- lendum fréttastofum var list- inn túlkaður sem góðar fréttir. Ísland var jú í fyrsta sæti. „High five“ fyrir okkur. Við nánari skoðun kemur hins vegar í ljós að framfarir á sviði jafnréttis kynjanna ganga hægt. Umrædd- ur listi var fyrst tekinn saman árið 2006. Síðan þá hefur bilið milli kynjanna hvað efnahagsleg völd í heiminum varðar aðeins minnkað um 4 prósentustig. Bilið stendur nú í 60 prósentum. Að óbreyttu mun það taka 81 ár að eyða efnahagslegum kynja- halla. Heila mannsævi. Mér varð hugsað til Evró- visjón. Eitt vakti forvitni mína umfram annað við skandalinn er jafna átti kynjabilið í söngva- keppninni. Ófáir karlmenn í tón- listarbransanum, sem venju- lega létust miklir femínistar og skrifuðu jafnvel lærða statusa á Facebook um jafnrétti kynjanna við mikinn læk-fögnuð, risu nú upp á afturfæturna og lýstu því, sárreiðir, hve niðrandi nýja fyrir komulagið væri fyrir konur. Menn sem voru talsmenn kynjakvóta á öðrum vettvangi, svo sem í stjórnum fyrirtækja eða í stjórnmálum, fundu hug- myndinni skyndilega allt til for- áttu, fannst hún ekki eiga við í sínu fagi. Ég hef ávallt haft blendnar tilfinningar í garð kynjakvóta. Ég hrekk í vörn við það eitt að heyra orðið. Finnst það hljóma eins og persónuleg árás, skila- boð um að ég sé ekki nógu hæf til að plumma mig sjálf og þurfi sérstakrar aðstoðar við, svona eins og að vera súkkulaði í brennó. En það var eitthvað við keramikvasann um hinn við- tekna karl sem olli pólskiptum í höfði mér. Veröldin er á sjálfstýringu og gírstöngina passa viðteknu karl- mennirnir. Þeir setja leikregl- urnar. Þeir eru normið, viðmiðið sem allir aðrir eru dæmdir út frá. Og þeir passa upp á stöðu sína hvort sem þeir eru jakka- fataklæddir viðskiptajöfrar með reðurtákn úr taui um hálsinn eða skrúðklæddir tónlistarmenn með glimmer í hárinu. Við konur getum beðið í 81 ár eftir að röðin komi að okkur. Eða: Við getum lagt óttann um að teljast aðeins tákngerving- ar til hliðar, hrifsað gírstöng- ina úr höndum hinna viðteknu karla og sett jafnréttisbarátt- una í fimmta gír. Hvað er svona hræðilegt við það að jafnmargar konur eigi lög í Söngvakeppn- inni og karlar? Með reðurtákn úr taui um hálsinn Í DAG Sif Sigmarsdóttir rithöfundur Við konur getum beðið í 81 ár eftir að röðin komi að okkur. Eða: Við getum lagt óttann um að teljast aðeins tákngervingar til hliðar, hrifsað gírstöngina úr höndum hinna viðteknu karla og sett jafnréttis- baráttuna í fimmta gír. Jöfn tækifæri – athafnafrelsi – góð almannaþjónusta Samfylkingin boðar til flokksstjórnarfundar á morgun, laugardaginn 1. nóv. Fundurinn er opinn félögum í Samfylkingunni. Kjörnir fulltrúar í flokksstjórn hafa atkvæðisrétt. Málefnanefndir starfa fyrir hádegi. Ræða formanns og almennar umræður eru eftir hádegi. Við upphaf fundar er innheimt kaffigjald kr. 1.000. Einnig er vakin athygli á opnum fundi um olíuleit á Íslandsmiðum sunnurdaginn 2. nóv. á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti kl. 10 - 14.. Allir velkomnir. Dagskrá 9:00 12:45 13:15 14:00 15:00 16:30 15:15 10:30 12:00 Atvinnuvegir Menntir og menning Utanríkismál og Evrópa YES! Young European Socialists kveðja sér hljóðs Rósa Guðrún Sveinsdóttir syngur við undirleik Daníels Helgasonar Ræða formanns, Árna Páls Árnasonar Almennar umræður Kaffihlé Fundarlok Almennum umræðum fram haldið Umhverfi og auðlindir Velferð og heilbrigði Mannréttindi, lýðræði og stjórnfesta Ríkisfjármál, efnahagur og viðskipti Hádegishlé – hægt að kaupa léttan málsverð Fundir málefnanefnda JÖFN TÆKIFÆRI - ATHAFNAFRELSI - GÓÐ ALMANNAÞJÓNUSTA OLÍULEIT Á ÍSLANDSMIÐUM Opinn fundur á Kornhlöðuloftinu sun. 2. nóv. kl. 10 - 14. Staða mála; umhverfi og leyfishafar Kristinn Einarsson, ráðgjafi Orkustofnun Kristín Haraldsdóttir, forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar HR Myndbandsávarp Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins í Noregi Hver eru tækifærin? Hvað ber að varast? Haukur Óskarsson, frkvstj. hjá Mannviti Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor HÍ Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI Sveinbjörn Höskuldsson, þróunnarstjóri Nox Medical Samantekt og umræðuvakar Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður Kristján L. Möller, alþingismaður Árni Finnsson, form. Náttúruverndar- samtaka Íslands Fundarstýra Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður Laugardaginn 1. nóv. á Icelandair Hótel Reykjavík Natura Samfylkingin - jafnaðarmannaflokkur Íslands FLOKKSSTJÓRNARFUNDUR Október er í augum flestra mánuðurinn sem minnir okkur landsmenn á að stutt er í vet- urinn. Ég skal segja ykkur eitt, á mínu heimili er barn sem á afmæli í október og því fylgir mik- ill spenningur, bjóða bekkjarfé- lögum í afmæl- ið og tökum við foreldrarnir þátt í þeim gleðitrylli. Í afmæli barnanna okkar þar sem mörg börn mæta og skemmta sér pöntum við alltaf tákn- málstúlk til að geta átt samskipti við börnin, þau leitað til okkar, við getum fylgst með umræðum eins og aðrir foreldrar, barnið okkar hefur engar áhyggjur enda vant því að for- eldrarnir séu þarna og passi upp á allt.En í ár er þetta ekki jafn gaman og í fyrra því við eyðum orkunni í að berjast fyrir því að geta fengið túlk í afmælið. Mennta- og menningar- málaráðuneytinu finnst að nokkr- ar millur eigi að duga í eitt ár fyrir tæplega 200 manns, sem reiða sig á íslenskt táknmál, til þess að fá túlk í sínu daglega lífi eða um 9 tímar á ári fyrir hvern haus af þessum 200. Ég vona að ég geti sinnt foreldra- hlutverki mínu til fullnustu eins og ég kýs að gera án þess að mér séu sett takmörk á því, sinnt hlut- verki mínu sem umsjónarmaður í íþróttastarfi barnanna minna, sinnt viðhaldsskyldum mínum sem hús- eigandi, mætt á fundi, verið virkur atvinnuþátttakandi í stað þess að streða við það að fá táknmálstúlk, hér duga engar reddingar eða þol- inmæði þar til janúar rennur upp. Október eina ferðina enn TÚLKUNAR- ÞJÓNUSTA Arnar Ægisson faðir þriggja barna og bifvélavirki í fullu starfi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.