Fréttablaðið - 31.10.2014, Blaðsíða 4
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Maður fær engin svör
ef maður spyr Tollinn.
Birgitta Jónsdóttir,
alþingismaður Pírata.
STJÓRNMÁL „Það er alls konar fólk
sem er að lenda í að það er alltaf
verið að gramsa í sendibréfum
þess,“ segir Birgitta Jónsdóttir
Pírati sem lagt hefur fram fyrir-
spurn á Alþingi til fjármálaráð-
herra um opnun sendibréfa.
Birgitta kveðst fá mikinn póst
að utan og iðulega lenda í því að
hann hafi verið opnaður áður
en hann berst til hennar. Svipað
gildi um son hennar.
Birgitta nefnir sem dæmi konu
frá Bandaríkjunum sem hafi haft
við hana samband. „Hennar bréf
eru alltaf opnuð. Hún hefur engin
fíkniefnatengsl eða þvíumlíkt –
það eru engar skýringar.“
Fyrirspurn Birgittu er lögð
fyrir fjármála- og efnahagsráð-
herra. Meðal annars er spurt
hversu oft á árunum 2005 til 2013
stjórnvöld eða einhver í þeirra
umboði hafi opnað sendibréf til
og frá Íslandi og bréf sem send
eru innanlands án þess að það
hafi verið hluti af rannsókn saka-
máls og í hversu mörgum af þeim
tilfellum var beðið um dómsúr-
skurð fyrir opnuninni.
„Telur ráðherra að það verklag
sem viðhaft er við opnun bréfa-
sendinga uppfylli kröfur 71. gr.
stjórnarskrárinnar um friðhelgi
einkalífs?“ er lokaspurningin í
fyrirspurn Birgittu.
„Maður fær engin svör ef
maður spyr Tollinn,“ segir Birg-
itta sem kveður alls kyns send-
ingar til sín vera opnaðar, jafnvel
þótt þær séu augljóslega ekki í
gegnum söluvefi á borð við Ama-
zon. Þessu fylgi óþægindi.
„Maður þarf að gefa þeim
heimild til að opna til að leita
að reikningi. Ég er búin að gera
sjálfvirkt bréf, sem ég sendi allt-
af, um að þeir megi opna allan
póstinn minn. Þetta er náttúrlega
fáránlegt.“
Birgitta undirstrikar að það
sé hins vegar ekki sjálfrar henn-
ar vegna sem hún setur fyr-
irspurnina fram. „Ég veit að
margir mótmælendur og aðgerða-
sinnar hafa upplifað þetta áður
en fólk fór að kaupa svona mikið
í gegnum Amazon og Ali Express.
Mér fannst þeir ganga mjög langt
eftir að fólk fór að kaupa af Ama-
zon. Þá var eins og það væri í lagi
að opna allt,“ segir þingmaður-
inn.
Málið segir Birgitta skipta
sérstaklega miklu eftir að sam-
antekt um aðgerðir lögreglunn-
ar við mótmæli á hrunárunum
var opinberuð. „Það er ótrúleg
lesning vegna þess hversu langt
er gengið í að leggja sumt fólk í
einelti. Það er eins og hægt sé að
afnema öll borgaraleg réttindi
fólks út af stjórnmálaskoðunum
eða vegna þess hvernig það lítur
út.“ gar@frettabladid.is
Ráðherra spurður um
opnun á sendibréfum
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, leggur fram fyrirspurn á Alþingi um opnun
stjórnvalda á sendibréfum. „Mér fannst þeir ganga mjög langt eftir að fólk fór að
kaupa af Amazon. Þá var eins og það væri í lagi að opna allt,“ útskýrir Birgitta.
BIRGITTA JÓNSDÓTTIR Segir ekki síst mikilvægt í ljósi samantektar lögreglu um
mótmæli að varpa ljósi á opnun stjórnvalda á sendibréfum almennings.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
EFNAHAGSMÁL Gjaldþrotum einka-
hlutafélaga hefur fækkað um 17
prósent þegar bornir eru saman
síðustu tólf mánuðir, frá október
2013 til september 2014, við mán-
uðina tólf þar á undan.
Fram kemur í nýbirtum tölum
Hagstofu Íslands að alls hafi 822
fyrirtæki verið tekin til gjald-
þrotaskipta á tímabilinu. „Gjald-
þrotum í flokknum Upplýsingar og
fjarskipti hefur fækkað mest, eða
um 31 prósent á síðustu tólf mán-
uðum,“ segir þar. - óká
Samdrátturinn 17 prósent:
Færri fyrirtæki
gjaldþrota í ár
Starfssvið 2012/2013 2013/2014
Landbúnaður 32 26
Framleiðsla 52 62
Byggingarstarfs. 193 160
Heild- og smásala 201 143
Flutn. og geymsla 31 30
Gisti- og veitingast. 68 65
UT og fjarskipti 51 35
Fjármálastarfsemi 89 63
Fasteignaviðskipti 119 94
Sérfræðistarfsemi 66 63
Leigustarfsemi ofl. 32 29
Alls 990 822
Heimild: Hagstofa Íslands
➜ Gjaldþrot okt.-sept.
VIÐSKIPTI Hagnaður VÍS á þriðja
ársfjórðungi dregst saman um 52
prósent miðað við sama tímabil
í fyrra, sam-
kvæmt uppgjöri
sem birt var í
gær. Hagnað-
ur nú var 454,9
milljónir króna,
samanborið við
948,8 milljónir
þá. Breytingin
fyrstu níu mán-
uði ársins er svo
öllu meiri, 905,8 milljóna hagn-
aður, samanborið við rúma tvo
milljarða í fyrra. Iðgjöld á þriðja
fjórðungi námu 11,9 milljörðum,
en voru 12 milljarðar á sama tíma
í fyrra. Sagt er í tilkynningu frá
Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, for-
stjóra VÍS, að tjónaþungi hafi verið
talsverður, bæði hafi tjónum fjölg-
að og svo hafi stórtjón í júlíbyrjun
áhrif. Þá varð stórbruni í Skeifunni
í Reykjavík. - óká
Tjónaþungi talsverður:
Hagnaður VÍS
helmingi minni
SIGRÚN RAGNA
ÓLAFSDÓTTIR
Liður 3F2013 3F2014 Breyting
Tekjur 5.005 4.715 -5,8%
Hagnaður 949 455 -52,1%
Eignir 46.253 47.274 +2,2%
Eigið fé 16.624 15.392 -7,4%
Skuldir 29.630 31.882 +7,6%
*Upphæðir í milljónum króna.
➜ Úr uppgjöri VÍS*
NOREGUR Norski herinn ákvað í
september síðastliðnum að norsk-
ir ríkisborgarar af erlendum upp-
runa sem tengjast löndum sem
Noregur á ekki í samstarfi við
um öryggismál skyldu ekki gegna
herþjónustu. Samkvæmt frásögn
Klassekampen fengu 1.000 manns
bréf þess efnis í haust. Ekkert
samráð mun hafa verið haft við
varnarmálaráðherra Noregs, Ine
Eriksen Søreide, um málið. - ibs
Ákvörðun norska hersins:
Útlendingar
ekki í herinn
VIÐSKIPTI Eftir skatta nemur hagn-
aður Icelandair Group á þriðja
ársfjórðungi 2014 85,8 milljónum
Bandaríkjadala, eða sem svarar
10.464 milljónum íslenskra króna.
Miðað við sama tíma í fyrra eykst
hagnaðurinn um 31,4 prósent, en
þá var hann 65,3 milljónir dala, eða
sem svarar tæpum átta milljörðum
króna miðað við gengi dollars í gær.
„Tæplega 970 þúsund farþegar
ferðuðust með félaginu í fjórðungn-
um og hafa þeir aldrei verið fleiri.
Aukin umsvif í millilandaflugi
ásamt mikilli fjölgun ferðamanna
til Íslands höfðu jákvæð áhrif á aðra
starfsemi samstæðunnar,“ segir
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Icelandair Group, í tilkynningu til
Kauphallar.
Fram kemur að framboð í leiða-
kerfi flugfélagsins hafi verið aukið
um 19 prósent frá fyrra ári. Sæta-
nýting er sögð hafa verið 84,2 pró-
sent á fjórðungnum, um 0,7 prósent-
um betri en á þriðja fjórðungi 2013.
Hagnaður Icelandair Group fyrir
vexti, skatta, afskriftir og niður-
færslur (EBITDA) nam 123,9 millj-
ónum dala (15,1 milljarði króna)
samanborið við 102,2 milljónir dala
(12,5 milljarða króna) árið áður.
Fram kemur að heildartekjur
félagsins hafi aukist um 13 prósent
milli ára og að eiginfjárhlutfall
félagsins hafi verið 46 prósent í lok
september.
Félagið gerir ráð fyrir tólf pró-
senta aukningu í millilandaflugi á
næsta ári. - óká
Metfjöldi farþega með flugvélum Icelandair Group á þriðja ársfjórðungi stuðlaði að bættri afkomu:
Hagnaðurinn nam 10,5 milljörðum króna
Fjárhagsliður 3F 2013 3F 2014 Breyting
Rekstrartekjur 45.325 51.070 +12,7%
Rekstrargjöld 32.856 35.959 +9,4%
Hagnaður 7.966 10.464 +31,4%
*Upphæðir í milljónum króna m.v. gengi dollars í gær.
Úr árshlutauppgjöri Icelandair Group
NORÐUR-KÓREA Leyniþjónusta
Suður-Kóreu heldur því fram
að svokallað Tarsal tunnel-heil-
kenni hrjái Kim Jong-un, leiðtoga
Norður-Kóreu og hafi átt þátt í því
að leiðtoginn hafi haldið sig fjarri
sviðsljósinu í um fjörutíu daga.
Tarsal tunnel-heilkenni orsakast
af klemmdri taug í fæti og er því
haldið fram að hann hafi gengist
undir skurðaðgerð í september eða
október.
Í yfirlýsingu leyniþjónustunnar
kemur fram að evrópskir læknar
og sérfræðingar hafi gert aðgerð á
fæti Kim.
- glp
Kim Jong Un í aðgerð á fæti:
Kim er með
klemmda taug
84 fjórhjól hafa verið flutt inn til landsins fyrstu níu
mánuði ársins.
71% fjölgun frá sama tímabili í
fyrra.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
ht.is
Næsta bylgja
sjónvarpa er
komin
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK
Philips Ambilight
sjónvarp með
Android stýrirkerfinu
Elísabet Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
HELGARSPÁIN er því miður ekki góð, en það verður hvöss norðaustanátt á landinu
og úrkoma í allflestum landshlutum. Versta veðrið norðvestantil en á sunnudag verður
víðast hvasst en léttir til syðra. Kólnar heldur eftir helgi.
3°
19
m/s
5°
19
m/s
8°
13
m/s
10°
18
m/s
10-20 m/s
NV- og V-
til, annars
hægari.
10-18
m/s.
Gildistími korta er um hádegi
13°
26°
6°
19°
17°
7°
16°
11°
11°
26°
19°
23°
23°
17°
16°
13°
13°
15°
8°
15
m/s
9°
13
m/s
4°
10
m/s
5°
15
m/s
1°
13
m/s
4°
15
m/s
1°
18
m/s
7°
4°
2°
0°
8°
6°
5°
3°
3°
0°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
SUNNUDAGUR
Á MORGUN