Fréttablaðið - 31.10.2014, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 31.10.2014, Blaðsíða 72
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 36 BÆKUR ★★★★ ★ Kata Steinar Bragi MÁL OG MENNING Nýjasta skáldsaga Steinars Braga, Kata, leiðir hugann að annarri skáldsögu sama höfundar, Konum, sem kom út fyrir sex árum. Í Konum er lýst skefjalausu, skipu- lögðu ofbeldi sem ung kona verð- ur fyrir í nafni listarinnar og í boði íslenskra og erlendra auðjöfra. Þótt ótrúlegt megi virðast tókst sumum lesendum að túlka þá bók sem veg- sömun eða samþykki þess viðbjóðs- lega ofbeldis sem þar var lýst. Það er engu líkara en Kata sé viðbragð við slíkum lestri, þar er engin fjöð- ur dregin yfir boðskap sögunnar, hún er stríðsyfirlýsing, eða í það minnsta yfirlýsing um það að við séum stödd í miðju stríði; stríði gegn konum þar sem fórnarlömbin hrannast upp á hverjum degi, þeim er nauðgað, þær svívirtar og drepn- ar, án þess að samfélagið bregðist við í samræmi við umfang og alvar- leika ofbeldisins. Í sögunni fylgjum við Kötu, mið- aldra miðstéttarkonu, hjúkrunar- konu sem líknar og læknar dauð- vona krabbameinssjúklingum, les Jón Kalman og sækir huggun í starf Hvítasunnusafnaðarins. Unglings- dóttir hennar, Vala, fer á mennta- skólaball og snýr ekki aftur. Ári seinna finnst lík hennar illa leikið eftir nauðgun og annað ofbeldi. Í sögunni er v ið - brögðum Kötu lýst, við fylgj- umst með því í fyrri hlutanum hvernig hún brotnar niður smám saman. Þegar botninum er náð er sagan fleyguð með millikafla þar sem við lesum dagbókarfærslur Kötu og í þriðja hluta sögunnar er því síðan lýst hvernig hún byggir sig upp, finnur tilgang í því að leita rétt- lætis fyrir dóttur sína með sínum aðferðum. Stíll bókarinnar er hraður og á köflum hrár. Steinar Bragi hefur lengi daðrað við stíl glæpasagna og annarra afþreyingarbókmennta og stundum gengur hann ansi langt í því að líkja eftir stíl þeirra í Kötu. En þótt yfirbragð sögunnar minni stundum á spennusögu eða hryll- ingsmynd eru víddirnar í henni miklu fleiri. Hún er kirfilega tengd með textatengslum af ýmsu tagi, bæði við veruleika íslensks sam- tíma og bókmenntir af ýmsu tagi. Í sögunni koma fyrir raunverulegar persónur og aðrar sem augljóslega eiga sér eina eða fleiri fyrirmyndir. Margt af þessu tagi í sögunni styrk- ir hana sem eftirlíkingu veruleika sem við þekkjum, Kata les raun- verulegar bækur og blöð, skrifuð af fólki sem gengur um á meðal okkar, hún fæst við veruleika sem er allt í kringum okkur og við getum ekki afneitað. Veruleikamynd sögunnar er á hinn bóginn líka brotin upp með margvíslegum hætti. Vala og faðir hennar, skurðlæknirinn Tómas, deila t.d. óvenjulegum áhuga á dúkkuhúsum sem hlýtur að vekja hugrenningatengsl við Brúðuheim- ili Ibsens. Dúkkuhúsið stendur í herbergi Völu og er hvort tveggja í senn, táknmynd fyrir hversdags- líf fjölskyldunnar og hlið inn í fant- asíuheim sem á köflum yfirtek- ur líf Kötu eftir að Vala er horfin. Þræðirnir í sögunni eru fleiri, trú mæðgnanna er einn slíkur þráð- ur sem rekja mætti lengra sem og dálæti Kötu á verkum Jóns Kalmans Stefánssonar en hann birtist sjálfur í bókinni líkt og verk hans þótt þau séu sett í nokkuð sérkennilegt og einfaldað samhengi í sögunni. Steinar Bragi fer alla leið í Kötu, hér eru engar málamiðlanir, eng- inn afsláttur gefinn á vægðarlausu raunsæi og innsýn inn í huga pers- ónu sem upplifir hörmulegt órétt- læti sem mótar allt líf hennar til frambúðar. Óréttlætið er hvorki til- viljanakennt né einkalegt, það renn- ur smám saman upp fyrir Kötu að Vala er fórnarlamb kerfisbundins ofbeldis og Kata leitar hefnda fyrir dóttur sína. Hefnd hennar, bæði réttlætingin fyrir henni og aðferð- irnar, hljóta að vekja stórar siðferði- legar spurningar. Aðalpersónan svarar þessum spurningum á sinn hátt og þau svör gefa lesandanum enga undankomuleið, Kata neyðir okkur til að horfast í augu við veru- leikann í sinni ljótustu mynd. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Afdráttarlaus og grimm skáldsaga um ofbeldi gegn konum sem vekur spurningar sem lesandinn getur ekki leitt hjá sér. Tilgangur og meðal? Ég byrjaði á því að velja listamennina og setja þá saman í þessa sýningu,“ segir Birta Fróðadóttir, arkitekt og sýningarstjóri mynd- listarsýningarinnar Vara-litir sem opnuð verður í Hafnarborg á morgun. „Samnefnar- inn er sá að þetta er allt fígúratíft myndefni og það er mikil litagleði og frjálsleg tjáning í þessum verkum.“ Á sýningunni Vara-litir eru málverk eftir sjö samtímamyndlistarmenn sem allir eru fæddir eftir 1970 og vinna markvisst að málaralist í sköpun sinni. Á sýningunni eru ný verk eftir Gabríelu Friðriksdóttur, Guð- mund Thoroddsen, Helga Þórsson, Huldu Vilhjálmsdóttur, Ragnar Þórisson, Þorvald Jónsson og Þórdísi Aðalsteinsdóttur, alls 52 verk. „Þetta er eiginlega fyrsta kynslóð mál- ara hér á 21. öldinni,“ segir Birta. „Þau eru misþekkt en eiga það sameiginlegt að verk þeirra eru hlaðin litum og formum sem end- urspegla tíðaranda 21. aldarinnar.“ Allir verða listamennirnir viðstaddir opn- unina á morgun, nema Þórdís Aðalsteins- dóttir sem er búsett erlendis. „Síðan munu einhver þeirra verða með listamannsspjall á sýningunni þegar líður á sýningartímann, en það verður auglýst nánar á heimasíðu Hafn- arborgar,“ segir Birta. Sýningin stendur til 4. janúar á næsta ári. - fsb Mikil litagleði og frjálsleg tjáning Sjö samtímamálarar eiga verk á sýningunni Vara-litir sem opnuð verður í Hafnar borg á morgun. Sýningarstjóri er Birta Fróðadóttir arkitekt. SÝNINGARSTJÓRINN „Þetta er eiginlega fyrsta kynslóð málara hér á 21. öldinni,“ segir Birta Fróðadóttir sýningarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STEINAR BRAGI „Í dagskránni okkar hjálpast allir miðlar að við að gera valin ljóð Einars Benediktssonar sem líf- legust og auðskildust. Þar verða meðal annars leikarar því Svala, kona mín, skrifaði sviðssetningu á ljóðum þessa langafa síns,“ segir Arthúr Björgvin Bollason um hátíð í Norðurljósasal Hörpu á mánudagskvöldið í tilefni af 150 ára afmæli Einars Benediktsson- ar sem er í dag. „Reynt verður að koma sem flestum hliðum Einars að í dag- skránni en hann var mjög marg- brotinn maður,“ heldur Arthúr Björgvin áfram. „Þarna eru þjóð- ræknisljóð, ástarljóð til Valgerð- ar konu hans, hann er sýndur sem heimsborgari sem ferðast um löndin og lífsnautnamaður auk þess sem athafnasemi hans kemur við sögu og ljóðabrot sem snerta hafið. Svo verða Einræður Stark- aðar túlkaðar sem eru, eins og flestir vita, runa af spakmælum og lífsvisku og komið við í Dísar- höll og hlýtt á Wagner. Það er sem sagt brugðið upp mjög fjölbreyttri og skrautlegri mynd af skáldinu.“ Arthúr Björgvin vann hug- myndaskýrslu fyrir stjórnvöld um það sem mætti gera til að lyfta minningu Einars í tilefni afmæl- isins. Þar stakk hann upp á að fæðingardagur hans yrði gerður að Degi ljóðsins í almanakinu. Sú hugmynd sló í gegn. „Þar með er honum gert jafnhátt undir höfði og þeim sem næstur honum liggur á Þingvöllum, Jónasi Hallgríms- syni, sem dagur íslenskrar tungu er tileinkaður,“ segir Arthúr Björgvin ánægður. Ein hugmynda Arthúrs Björg- vins er að húsið að Elliðavatni, þar sem Einar fæddist, verði gert að Húsi ljóðsins. Það yrði Ljóðamið- stöð Íslands. „Þar ætti fólk að geta notið ljóða á nýjan hátt með öllum skilningarvitum,“ lýsir hann og segir forsmekkinn verða gefinn á hátíðinni í Hörpu á mánudag. „Margir telja Einar Ben með mögnuðustu og merkustu skáld- um Evrópu en hann var látinn hírast í eymd og volæði síðustu árin sín og enginn hafði áhyggjur af honum nema ein kona,“ segir Arthúr Björgvin. „Því er virðing- arvert að okkar stjórnvöld ætla að bæta fyrir brot þeirra sem voru þá við völd.“ gun@frettabladid.is Ævintýraferðalag um ljóðheim Einars Ben Í dag eru 150 ár frá fæðingu þjóðskáldsins Einars Benediktssonar. Hinn 31. október verður héðan í frá Dagur ljóðsins af því tilefni. Hátíðadagskrá verður í Hörpunni á mánudagskvöld í höndum Svölu Arnardóttur og Arthúrs Björgvins HJÓNIN Arthúr Björgvin og Svala með Elliðavatn, fæðingarstaður skáldsins í baksýn. Vonandi verður sá draumur þeirra að veruleika að þar verði Hús ljóðsins í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.