Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 72
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 36
BÆKUR ★★★★ ★
Kata
Steinar Bragi
MÁL OG MENNING
Nýjasta skáldsaga Steinars Braga,
Kata, leiðir hugann að annarri
skáldsögu sama höfundar, Konum,
sem kom út fyrir sex árum. Í
Konum er lýst skefjalausu, skipu-
lögðu ofbeldi sem ung kona verð-
ur fyrir í nafni listarinnar og í boði
íslenskra og erlendra auðjöfra. Þótt
ótrúlegt megi virðast tókst sumum
lesendum að túlka þá bók sem veg-
sömun eða samþykki þess viðbjóðs-
lega ofbeldis sem þar var lýst. Það
er engu líkara en Kata sé viðbragð
við slíkum lestri, þar er engin fjöð-
ur dregin yfir boðskap sögunnar,
hún er stríðsyfirlýsing, eða í það
minnsta yfirlýsing um það að við
séum stödd í miðju stríði; stríði
gegn konum þar sem fórnarlömbin
hrannast upp á hverjum degi, þeim
er nauðgað, þær svívirtar og drepn-
ar, án þess að samfélagið bregðist
við í samræmi við umfang og alvar-
leika ofbeldisins.
Í sögunni fylgjum við Kötu, mið-
aldra miðstéttarkonu, hjúkrunar-
konu sem líknar og læknar dauð-
vona krabbameinssjúklingum, les
Jón Kalman og sækir huggun í starf
Hvítasunnusafnaðarins. Unglings-
dóttir hennar, Vala, fer á mennta-
skólaball og snýr ekki aftur. Ári
seinna
finnst lík
hennar illa
leikið eftir
nauðgun
og annað
ofbeldi. Í
sögunni
er v ið -
brögðum
Kötu lýst,
við fylgj-
umst með
því í fyrri
hlutanum
hvernig hún brotnar niður smám
saman. Þegar botninum er náð er
sagan fleyguð með millikafla þar
sem við lesum dagbókarfærslur
Kötu og í þriðja hluta sögunnar er
því síðan lýst hvernig hún byggir sig
upp, finnur tilgang í því að leita rétt-
lætis fyrir dóttur sína með sínum
aðferðum.
Stíll bókarinnar er hraður og á
köflum hrár. Steinar Bragi hefur
lengi daðrað við stíl glæpasagna og
annarra afþreyingarbókmennta og
stundum gengur hann ansi langt í
því að líkja eftir stíl þeirra í Kötu.
En þótt yfirbragð sögunnar minni
stundum á spennusögu eða hryll-
ingsmynd eru víddirnar í henni
miklu fleiri. Hún er kirfilega tengd
með textatengslum af ýmsu tagi,
bæði við veruleika íslensks sam-
tíma og bókmenntir af ýmsu tagi. Í
sögunni koma fyrir raunverulegar
persónur og aðrar sem augljóslega
eiga sér eina eða fleiri fyrirmyndir.
Margt af þessu tagi í sögunni styrk-
ir hana sem eftirlíkingu veruleika
sem við þekkjum, Kata les raun-
verulegar bækur og blöð, skrifuð af
fólki sem gengur um á meðal okkar,
hún fæst við veruleika sem er allt
í kringum okkur og við getum ekki
afneitað.
Veruleikamynd sögunnar er á
hinn bóginn líka brotin upp með
margvíslegum hætti. Vala og faðir
hennar, skurðlæknirinn Tómas,
deila t.d. óvenjulegum áhuga á
dúkkuhúsum sem hlýtur að vekja
hugrenningatengsl við Brúðuheim-
ili Ibsens. Dúkkuhúsið stendur í
herbergi Völu og er hvort tveggja
í senn, táknmynd fyrir hversdags-
líf fjölskyldunnar og hlið inn í fant-
asíuheim sem á köflum yfirtek-
ur líf Kötu eftir að Vala er horfin.
Þræðirnir í sögunni eru fleiri, trú
mæðgnanna er einn slíkur þráð-
ur sem rekja mætti lengra sem og
dálæti Kötu á verkum Jóns Kalmans
Stefánssonar en hann birtist sjálfur
í bókinni líkt og verk hans þótt þau
séu sett í nokkuð sérkennilegt og
einfaldað samhengi í sögunni.
Steinar Bragi fer alla leið í Kötu,
hér eru engar málamiðlanir, eng-
inn afsláttur gefinn á vægðarlausu
raunsæi og innsýn inn í huga pers-
ónu sem upplifir hörmulegt órétt-
læti sem mótar allt líf hennar til
frambúðar. Óréttlætið er hvorki til-
viljanakennt né einkalegt, það renn-
ur smám saman upp fyrir Kötu að
Vala er fórnarlamb kerfisbundins
ofbeldis og Kata leitar hefnda fyrir
dóttur sína. Hefnd hennar, bæði
réttlætingin fyrir henni og aðferð-
irnar, hljóta að vekja stórar siðferði-
legar spurningar. Aðalpersónan
svarar þessum spurningum á sinn
hátt og þau svör gefa lesandanum
enga undankomuleið, Kata neyðir
okkur til að horfast í augu við veru-
leikann í sinni ljótustu mynd.
Jón Yngvi Jóhannsson
NIÐURSTAÐA: Afdráttarlaus og grimm
skáldsaga um ofbeldi gegn konum sem
vekur spurningar sem lesandinn getur
ekki leitt hjá sér.
Tilgangur og meðal?
Ég byrjaði á því að velja listamennina og
setja þá saman í þessa sýningu,“ segir Birta
Fróðadóttir, arkitekt og sýningarstjóri mynd-
listarsýningarinnar Vara-litir sem opnuð
verður í Hafnarborg á morgun. „Samnefnar-
inn er sá að þetta er allt fígúratíft myndefni
og það er mikil litagleði og frjálsleg tjáning í
þessum verkum.“
Á sýningunni Vara-litir eru málverk eftir
sjö samtímamyndlistarmenn sem allir eru
fæddir eftir 1970 og vinna markvisst að
málaralist í sköpun sinni. Á sýningunni eru
ný verk eftir Gabríelu Friðriksdóttur, Guð-
mund Thoroddsen, Helga Þórsson, Huldu
Vilhjálmsdóttur, Ragnar Þórisson, Þorvald
Jónsson og Þórdísi Aðalsteinsdóttur, alls 52
verk. „Þetta er eiginlega fyrsta kynslóð mál-
ara hér á 21. öldinni,“ segir Birta. „Þau eru
misþekkt en eiga það sameiginlegt að verk
þeirra eru hlaðin litum og formum sem end-
urspegla tíðaranda 21. aldarinnar.“
Allir verða listamennirnir viðstaddir opn-
unina á morgun, nema Þórdís Aðalsteins-
dóttir sem er búsett erlendis. „Síðan munu
einhver þeirra verða með listamannsspjall á
sýningunni þegar líður á sýningartímann, en
það verður auglýst nánar á heimasíðu Hafn-
arborgar,“ segir Birta.
Sýningin stendur til 4. janúar á næsta ári.
- fsb
Mikil litagleði og frjálsleg tjáning
Sjö samtímamálarar eiga verk á sýningunni Vara-litir sem opnuð verður í
Hafnar borg á morgun. Sýningarstjóri er Birta Fróðadóttir arkitekt.
SÝNINGARSTJÓRINN „Þetta er eiginlega fyrsta kynslóð málara hér á
21. öldinni,“ segir Birta Fróðadóttir sýningarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STEINAR BRAGI
„Í dagskránni okkar hjálpast allir
miðlar að við að gera valin ljóð
Einars Benediktssonar sem líf-
legust og auðskildust. Þar verða
meðal annars leikarar því Svala,
kona mín, skrifaði sviðssetningu
á ljóðum þessa langafa síns,“
segir Arthúr Björgvin Bollason
um hátíð í Norðurljósasal Hörpu
á mánudagskvöldið í tilefni af 150
ára afmæli Einars Benediktsson-
ar sem er í dag.
„Reynt verður að koma sem
flestum hliðum Einars að í dag-
skránni en hann var mjög marg-
brotinn maður,“ heldur Arthúr
Björgvin áfram. „Þarna eru þjóð-
ræknisljóð, ástarljóð til Valgerð-
ar konu hans, hann er sýndur sem
heimsborgari sem ferðast um
löndin og lífsnautnamaður auk
þess sem athafnasemi hans kemur
við sögu og ljóðabrot sem snerta
hafið. Svo verða Einræður Stark-
aðar túlkaðar sem eru, eins og
flestir vita, runa af spakmælum
og lífsvisku og komið við í Dísar-
höll og hlýtt á Wagner. Það er sem
sagt brugðið upp mjög fjölbreyttri
og skrautlegri mynd af skáldinu.“
Arthúr Björgvin vann hug-
myndaskýrslu fyrir stjórnvöld
um það sem mætti gera til að lyfta
minningu Einars í tilefni afmæl-
isins. Þar stakk hann upp á að
fæðingardagur hans yrði gerður
að Degi ljóðsins í almanakinu. Sú
hugmynd sló í gegn. „Þar með er
honum gert jafnhátt undir höfði
og þeim sem næstur honum liggur
á Þingvöllum, Jónasi Hallgríms-
syni, sem dagur íslenskrar tungu
er tileinkaður,“ segir Arthúr
Björgvin ánægður.
Ein hugmynda Arthúrs Björg-
vins er að húsið að Elliðavatni, þar
sem Einar fæddist, verði gert að
Húsi ljóðsins. Það yrði Ljóðamið-
stöð Íslands. „Þar ætti fólk að geta
notið ljóða á nýjan hátt með öllum
skilningarvitum,“ lýsir hann og
segir forsmekkinn verða gefinn á
hátíðinni í Hörpu á mánudag.
„Margir telja Einar Ben með
mögnuðustu og merkustu skáld-
um Evrópu en hann var látinn
hírast í eymd og volæði síðustu
árin sín og enginn hafði áhyggjur
af honum nema ein kona,“ segir
Arthúr Björgvin. „Því er virðing-
arvert að okkar stjórnvöld ætla að
bæta fyrir brot þeirra sem voru
þá við völd.“ gun@frettabladid.is
Ævintýraferðalag um
ljóðheim Einars Ben
Í dag eru 150 ár frá fæðingu þjóðskáldsins Einars Benediktssonar. Hinn 31.
október verður héðan í frá Dagur ljóðsins af því tilefni. Hátíðadagskrá verður í
Hörpunni á mánudagskvöld í höndum Svölu Arnardóttur og Arthúrs Björgvins
HJÓNIN Arthúr Björgvin og Svala með Elliðavatn, fæðingarstaður skáldsins í baksýn. Vonandi verður sá draumur þeirra að
veruleika að þar verði Hús ljóðsins í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MENNING