Skessuhorn


Skessuhorn - 02.06.2010, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 02.06.2010, Blaðsíða 35
35MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ Siggi Hösk og hljóm sveit held­ ur tón leika í Ó lafs vík ur kirkju næst­ kom andi föstu dags kvöld, 4. júní og hefj ast þeir kl. 20.30. Efn is skrá tón leik anna inni held ur ný lög úr smiðju Sigga. Text ar allra lag anna eru eft ir Braga heit inn Jóns son, fyrr um bónda að Hof tún um í Stað­ ar sveit. Bragi, sem not aði gjarn­ an skálda heit in „Ref ur bóndi,“ gaf út nokkr ar ljóða bæk ur um æv ina enda hag yrð ing ur góð ur. Yrk is­ efni þeirra ljóða sem nú prýða ný lög Sigga Hösk eru um mann líf ið, reynslu heim skálds ins og nátt úru­ lífs mynd ir úr um hverfi skálds ins. Flytj end ur auk Sigga Hösk sem sjálf ur syng ur og leik ur á gít­ ar eru: Erla Hösk ulds dótt ir söng­ ur og radd ir; Örn Arn ar son hljóm­ borð og radd ir; Sig urð ur Gísla son gít ar; Sig urð ur El in bergs son bassi og Sveinn Þór El in bergs son á slag­ verk. Að gangs eyr ir er 1000 kr. -frétta til kynn ing Mig lang ar að óska ný kjörn um bæj ar full trú um um allt land, til ham­ ingju með kjör ið. Það eru gef andi og skemmti leg verk efni sem blasa við ykk ur nú eft ir kosn ing ar. Ég er jarð ar búi, það vill svo til að ég bý í Evr ópu og á Ís landi, nán ar til tek ið á Akra nesi inn an um mjög góða ná granna. Öll erum við tengd ó rjúf an leg um bönd um um all an heim, það sem einn ger ir ein hvers­ stað ar í heim in um, hef ur beint og ó beint á hrif á okk ur hin. Á hrif in verða svo enn sterk ari í svona litlu sam fé lagi eins og okk ar. Öll sækj­ umst við eft ir innri ró í líf inu og far sæl ast er að taka stór ar á kvarð­ an ir þeg ar við erum í góðu jafn­ vægi, vel und ir búin, orð in sátt við for vinn una. Sem sagt, áður en haf­ ist er handa við að efna öll kosn­ inga lof orð in þá gæti ver ið gott að draga djúpt and ann nokkrum sinn­ um. Í mín um huga er mark mið ykk­ ar eitt, það er að stuðla að þess ari innri ró í bú anna. Tryggja grunn­ líf eyri þeirra sem orð ið hafa fyr­ ir á föll um, á samt rík inu og líf eyr­ is sjóð un um, skapa já kvæð við horf á með al í bú anna sem aft ur fram­ kall ar frum kvöðla, ný sköp un, fjölg­ ar störf um og krydd ar mann líf ið. Sem sagt bygg ist á þeim starfsanda sem þið skap ið í bæj ar fé lag inu, mann leg um sam skipt um, þjón­ ustu anda starfs manna bæj ar ins, vönd uð um vinnu brögð um og góðu upp lýs inga streymi til í bú anna, ekki endi lega á bygg inga fram kvæmd um eða á slag orð um. Var an leg ar lausn­ ir verða að koma inn an frá úr bæj­ ar fé lag inu. En á byrgð okk ar í bú anna er mik­ il. Við þurf um að velja okk ur hug­ ar far já kvæðn inn ar, við þurf um bók staf lega að þjálfa það, velj ið það við horf. Það er auð velt að gagn rýna og vera vit ur eft irá og drepa nið ur hugs an lega góð ar hug mynd ir t.d. með for dóm um og taka ekki þátt í því að bakka þær upp. Við verð­ um öll að reyna að taka þátt í því að fram kalla ný tæki færi og von. Það er eng inn full kom inn, við tök­ um mis góð ar á kvarð an ir í líf inu. Ég trúi á hið góða í hverj um manni. Jarð ar bú ar eru reið ir og sár ir yfir fjár mála óreiðu heims ins ekki bara við Ís lend ing ar eða Ak ur nes ing­ ar. Hverj um er um að kenna má ef­ laust halda langa fyr ir lestra um, var það kannski Ron ald Reag an eða Mar grét Thatcher og frjáls hyggju­ ráð gjaf ar þeirra? Ein hvern veg­ inn verð um við að losna við reið ina til að sjá glað an dag og það ger um við ekki með því að við halda henni, það er nokk uð ljóst. Þar sem við­ höfð voru svik og prett ir á að dæma menn fyr ir. Hvort sem okk ur lík­ ar bet ur eða verr þá held ég að fyr­ ir gefn ing in og að losa sig við for­ dóma sé ein besta leið in til að öðl­ ast innri ró að nýju, kannski væm ið en enga að síð ur reynsl an mín. Hug mynd að fyrstu að gerð un­ um ykk ar bæj ar full trú ar: * Kynn ið ykk ur vel fjár hags stöðu og mögu leika bæj ar ins til lengri tíma. * Búið til fram tíð ar sýn, eða eins kon ar við skipta á ætl un fyr ir sam­ fé lag ið til nokk urra ára með ykk­ ar mark mið að leið ar ljósi um t.d. „hagn að“, sam vinnu, sam ein ing ar, lækk un skatta, upp bygg ingu, lækk­ un skulda og svo fram veg is. * Stemmið af innra skipu lag bæj­ ar ins og virkni með starfs á nægju starfs manna og bæj ar búa í huga. * Bjóð ið upp á í búa fundi strax í haust, hlust ið á bæj ar búa og hvetj ið okk ur til að mæta. * Fram kvæm ið fyrst það sem kost­ ar lít ið, yf ir far ið vinnu regl ur, ferli á kvörð un ar tök unn ar, hvetj ið til bættra mann legra sam skipta með al starfs manna og bæj ar búa. * Fram kvæm ið af vel í grund uðu máli. * Við haf ið leið bein andi hugs un. * Ver ið lausn ar mið uð og forð ist ó mál efna lega um ræðu. Þeir sveit ar stjórn ar menn sem hafa ver ið við stjórn völ inn í ára tugi, hlust ið á ný lið ana. Við þurf um á fersk um hug mynd um að halda. Gangi ykk ur vel. Með góðri kveðju, Stur laug ur Stur laugs son, íbúi á Akra nesi. Gísli Jóns son á Akra nesi var að fara með þessi tvö sum ar hús upp í Húsa fell í morg unsár ið sl. laug ar­ dag eða áður en fólk var al mennt kom ið út í um ferð ina. Það eru fé­ lag arn ir Gísla Björns son ar sjúkra­ flutn inga mað ur og Ell ert Ingv ars­ son raf virki sem eiga hús in en þau smíð uðu þeir sjálf ir. ki Hljóm sveit in Dikta hélt tón­ leika í Klifi í Ó lafs vík síð ast lið ið föstu dags kvöld. Heima menn irn ir í Endless Dark sáu um að hita upp fyr ir hljóm sveit ina og var þeim vel tek ið. Strák ar þess ir gerðu eins og kunn ugt er garð inn fræg an þeg ar þeir urðu í öðru sæti í hljóm sveita­ keppn inni Global Battle of the Bands. Á heyr end ur gerðu meira að segja heið ar lega til raun til að klappa upp upp hit un ar hljóm sveit­ ina. Mik ill fögn uð ur braust hins veg ar um sal inn þeg ar hljóm sveit­ ar með lim ir Dikta stigu á svið en þeir hófu tón leik ana með sínu sí vin­ sæla lagi From Now On. Með lim ir hljóm sveit ar inn ar eru þeir Hauk ur Heið ar söngv ari, Jón Bjarni á gít­ ar, Jón Þór á tromm um og Skúli Z á bassa. Léku þeir á alls oddi og skemmtu á horf end um með tón list og nokkrum vel völd um fimmaura­ brandör um milli laga. Dikta hafði aldrei áður spil að á Snæ fells nesi en flest ir eru ef laust sam mála um að frumraun þeirra hafi tek ist með ein dæm um vel. ákj Björg un ar sveit irn ar í Borg ar firði; Brák, Heið ar og Ok ætla enn og aft­ ur að vera með dag skrá á Sjó manna­ dag inn. Verð ur Úti fjör 2010 hald ið á Skorra dals vatni sunnu dag inn 6. júní. Margt verð ur til gam ans gert svo sem sigl ing á vatn inu á björg­ un ar sveit ar bát um með björg un ar­ sveit ar fólki, leit ar hest ar sem sveit­ in er að vinna með verða á staðn­ um, tæki sveit ar inn ar verða til sýn is og hægt verð ur að fara í ferð á snjó­ bíl. Björg un ar stóll sem var not að ur við að draga fólk úr skips strönd um og í land verð ur reynd ur og þá yfir vatni, far ið verð ur í leiki og margt fleira gert. Ekki er lok um fyr ir það skot ið að þyrla Land helg is gæsl­ unn ar komi og bjargi svo sem ein­ um eða tveim ur björg un ar sveit ar­ mönn um upp úr vatn inu. Grill að ar verða pyls ur. „Er það von okk ar að sem flest ir sjái sér fært að koma og vera með okk ur við Skorra dals vatn á sunnu dag inn frá klukk an 13.00,“ seg ir í til kynn ingu frá sveit un um. mm Þeir hafa marga fjör una sop ið í dans leikja­ og tón list ar brans an um sem leika fyr ir dansi á sjó manna­ dans leikn um í Gamla kaup fé lag­ inu á Akra nesi nk. laug ar dags kvöld. Stjörnu band að sunn an kall ar hún sig hljóm sveit in og hana skipa úr val úr göml um lands þekkt um hljóm­ sveit um eins og Trú broti, Pelic­ an og Popps. Þetta eru þeir Gunn­ ar Þórð ar son, Magn ús Kjart ans son, Ás geir Ósk ars son, Jón Ó lafs son og Ótt ar Fel ix Hauks son. Ekki er vafi á að þessi hljóm­ sveit höfð ar til margra, ekk ert síð­ ur hinn ar marg um tölu ‘68 kyn slóð­ ar en unga fólks ins í dag, en svo virð ist sem marg ir ung ling ar hlusti mik ið á tón list frá gullöld rokks ins, bítla­ og diskó tíma bil inu. „Ég held við verð um ekki í nein um vand ræð­ um með að spila skemmti lega dans­ mús ík og fólk verði ekki fyr ir von­ brigð um. Svona snill ing ar eins og Gunni og Maggi á samt okk ur hin­ um kom um til með að spila mörg eft ir læt islög in hjá fólki í gegn um tíð ina,“ sagði Ótt ar Fel ix í sam tali við Skessu horn. þá Stjörnu band ið að sunn an: Jón Ó lafs son, Ótt ar Fel ix Hauks son, Magn ús Kjart ans­ son, Gunn ar Þórð ar son og Ás geir Ósk ars son. Stjörnu band á sjó manna­ dans leik á Skag an um Úti fjör 2010 á Skorra­ dals vatni á sunnu dag inn Frá Úti fjöri 2009. Siggi Hösk þeg ar hann var gerð ur að heið urs lista manni fyr ir nokkrum ár um síð­ an. Siggi Hösk með tón leika 4. júní Vikt or og fé lag ar hans í Endless Dark hit uðu vel upp fyr ir Dikta. Vel heppn að ir tón leik ar í Ó lafs vík Hauk ur Heið ar spil aði á hljóm borð og gít ar. Pennagrein Hug leið ing ar að lokn um kosn ing um Með tvö gesta hús á palli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.