Læknablaðið - 15.06.2000, Page 7
FRÁ RITSTJÓRN
Nýtt líf í læknanámi
Frágangur
fræðilegra greina
Hannes Petersen
í HUGUM margra eru háskólar íhaldssamar
stofnanir. Fyrir þá sem til þekkja og hafa þar
numið, hefur kennslan verið forn og tekið litlum
breytingum þrátt fyrir miklar hugmyndafræði-
legar og efnislegar breytingar í samfélaginu.
Kennslan hefur byggst á staðreyndum þannig að
sá sem mest getur munað vinnur og oftast hafa
hjálpartækin er tengjast kennslunni í mesta lagi
verið tafla og krít, eða í flóknasta lagi myndvarpi.
Petta er ef til vill ekki svo slæmt því til eru þeir
sem gera þá kröfu að háskólinn sé í eðli sínu
íhaldssamur, að hann standi vörð um fornar hefð-
ir og þekkingu, sé eins konar musteri hins liðna.
Sem betur fer er megnið af þessum staðreynd-
um og hugmyndum á undanhaldi. Háskólinn
hefur seilst inn í tækniveröldina og inn í atvinnu-
lífið, inn í líf fólksins í landinu og gefið sig að
lausnum vandamála þeirra samhliða óháðri vís-
indaiðkun. Samhliða þessu hefur hátæknibúnað-
ur verið að ryðja sér til rúms í tengslum við nám
og kennslu ásamt því að nýjar aðferðir við
kennslu hafa verið að sjá dagsins ljós. Ein af þeim
er svokallað vandamiðað nám eða kennsla, sem á
ensku er kallað Problem Based Learning (PBL).
Læknadeild HÍ lagði af stað á síðasta kennslu-
vetri með að kynna þessa tegund náms fyrir nem-
endum og kennurum og er þess vænst að þessi
aðferðafræði ryðji sér til rúms í námi læknanema
á næstu árum. í byrjun ársins fór hópur kennara
vestur um haf, á viku námskeið hjá dr. Stewart
Mennin sem er mikill frumkvöðull vandamiðaðs
náms í Bandaríkjunum, en hann starfar við
læknaháskólann í Albuquerque í New Mexico.
Dr. Mennin fylgdi þessu síðan eftir með því að
heimsækja Island í byrjun maí og hélt þá fyrir-
lestra og námskeið fyrir hóp nemenda og kenn-
ara við læknadeild HÍ.
Vandamiðað nám byggir á því að kynna fyrir
nemendum, eins snemma í náminu og kostur er,
vandamál er tengjast framtíðarstarfsvettvangi
þeirra. Nemendurnir fá þjálfun í að leysa úr
vandamálum á rökrænan hátt með því að læra að
skilgreina vandamálin og tengja þau á rökrænan
hátt þekkingu með kenningarsmíði sem síðan er
varin eða hrakin með staðreyndum sem leitað er
Höfundur er sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum á
Landspítala Fossvogi.
uppi í gagnabönkum svo sem á bókum eða vefn-
um. Nám af þessu tagi fer fram í litlum hópum
þar sem kennarinn er fyrst og fremst leiðbeinandi
um aðferðafræðina, mun fremur en lifandi upp-
sláttarbók á þekkingarvísu. Þar sem vandamiðað
nám hefur verið tekið inn í kennslumynstur skóla
hefur það gefist vel. Nemendur eru mun meðvit-
aðri um takmörk þekkingarinnar er liggur að
baki þeirrar fræðigreinar er þeir stunda og þær
breytingar er verða á þekkingu manna á ýmsum
fyrirbærum er tengjast fræðigreininni komast
mun fyrr til skila en hjá þeim sem lært hafa á
hefðbundinn hátt. Nám af þessu tagi gerir meiri
kröfur til nemendanna en hefðbundið nám og er
samfelldara sjálfsnám staðreynd hjá þeim nem-
endum er taka þátt í vandamiðuðu námi. Þeir
sem til þekkja segja að námið verði léttara í ljósi
þeirra hagnýtu tengsla er felast í lausn vandamál-
anna. Að auki er því haldið fram að kennslan
verði meira lifandi og líkari þeim starfsvettvangi
sem nemendurnir eiga eftir að kynnast síðar sem
læknar. Það er ólíkt þeirri kennslu sem boðið er
upp á í dag, þar sem fyrstu þremur árunum er
varið í kennslu í grunnvísindum, oftast án tengsla
við framtíðarstarfsvettvang.
Til eru læknaskólar í Bandaríkjunum og Evr-
ópu sem byggðir hafa verið upp frá grunni í
kringum aðferðarfræði vandamiðaðs náms, en til
eru einnig þeir skólar sem hafa, í rólegheitunum,
innan frá, gert þær breytingar sem krafist er til að
veita vandamiðaða kennslu og er Háskólinn í
Albuquerque dæmi um það. Kröfurnar eru fyrst
og fremst á nemendur og kennara, að þeir vilji og
kunni að tileinka sér vandamiðaða aðferðafræði í
starfi. Einnig er viss krafa á læknadeild HÍ að sjá
til þess að aðstaða sé fyrir hendi bæði í heildar-
skipulagningu læknanámsins og í því að ráða
nægilegan fjölda starfsmanna til verksins og að til
sé hentugt húsnæði. Vonast er til að þetta braut-
ryðjendastarf, sem hófst í byrjun þessa árs, sé
upphafið að gagngerum breytingum á kennslu-
háttum læknadeildar sem miða að því að kennsl-
an verði meira vandamiðuð. Til þess þurfa sem
flestir læknar, sem að kennslu koma, svo og aðrir
sérfræðingar er starfa á á hinum ýmsu sjúkra-
stofnunum, að kynnast þessari aðferðafræði og
tileinka sér hana, enda er falið í vinnu við þessa
kennsluaðferð, töluverður endurmenntunarþátt-
ur er gagnast öllum læknum.
Höfundar sendi tvær gerðir
handrita til ritstjórnar
Læknablaðsins, Hlíðasmára 8,
200 Kópavogi. Annað án
nafna höfunda, stofnana og án
þakka sé um þær að ræða.
Greininni fylgi yfirlýsing þess
efnis að allir höfundar séu
lokaformi greinar samþykkir
og þeir afsali sér birtingarrétti
til blaðsins.
Handriti skal skilað með
tvöföldu línubili á A-4
blöðum. Hver hluti skal byrja
á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni
röð:
• Titilsíða, höfundar, stofn-
anir, lykilorð
• Ágrip og heiti greinar á
ensku
• Ágrip á íslensku
• Meginmál
• Þakkir
• Heimildir
Töflur og myndir skulu vera á
ensku eða íslensku, að vali
höfunda.
Tölvuunnar myndir og gröf
komi á disklingi ásamt út-
prenti. Tölvugögn (data) að
baki gröfunr fylgi með.
Sérstaklega þarf að semja um
birtingu litmynda.
Eftir lokafrágang berist allar
greinar á tölvutæku formi með
útprenti. Taka skal fram
vinnsluumhverfi.
Sjá upplýsingar um frágang
fræðilegra greina:
http://www.icemed.is/laeknabl
adid
Umræðuhluti
Skilafrestur efnis í umræðu-
lúuta er 20. hvers mánaðar
nema annað sé tekið fram.
Læknablaðið 2000/86 407