Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2000, Page 14

Læknablaðið - 15.06.2000, Page 14
FRÆÐIGREINAR / BARNAGEÐLÆKNINGAR Table I. Practical approach for evaluating children with a presumed diagnosis of attention-deficit/hyperactivity disorder or hyperkinetic disorder. Assess Medical and Family History • Explore history of potential brain injury • Identifý syndromes: Fragile X, Williams, fetal alcohol • Explore family history of ADHD, learning disabilities • Ask about parents reading ability Qualify and Quantify Behavior • Behavior related more to inattention and impulsivenessthan noncompliance • Driven quality to behavior • Behaviors have persisted over time • Behaviors occur in multible settings Assess Cognitive Skills • History of language delay • Documented learning disability • Assess grades and academic performance • Identify split or scatter on psychological testing • Assess reading and phonetic analysis Assess Motor Skills • History of hypotonia in infancy • Survey general motor coordination • Assess athletic ability • Assess handwriting * Adopted from The Pediatrics Clinics of North America 1999 (19). hvatvísi. Ýmsir fræðimenn á sviðinu hafa leitt líkum að því að rannsóknir muni sýna fram á að athyglis- brestur sé sérstök röskun, aðskilin frá hreyfiofvirkni/ hvatvísi (1). Greining Sjúkdómsgreining á ofvirkniröskun byggist á ná- kvæmri sjúkrasögu, en hegðunarmatskvarðar og taugasálfræðileg próf gegna einnig mikilvægu hlut- verki (4). Tafla I sýnir helstu atriðin í greiningarvinnu vegna barns sem er grunað um ofvirkniröskun. Meg- ineinkennin eru á sviði athyglisbrests, hvatvísi og hreyfiofvirkni. Einkennin koma fram við mismun- andi aðstæður, svo sem heima og í skóla. Talsverður munur var áður á greiningarskilmerkj- um ofvirkniröskunar samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni (WHO) sem gefur út ICD-10 (5) grein- ingarkerfið og bandarísku geðlæknasamtökunum (APA) sem gefa út DSM-IV kerfið (6). Síðustu útgáf- urnar eru þó líkari en áður var. Samkvæmt ICD-10 þurfa einkenni að vera fyrir hendi á öllum þessum sviðum til að greind sé ofvirkniröskun (hyperkinetic disorder). Samsvarandi greiningarflokkur í DSM-IV er ADHD Combined Type, en auk þessa aðalgrein- ingarflokks gerir DSM-IV kerfið ráð fyrir tveimur undirflokkum; annars vegar flokki þar sem einkenni athyglisbrests eru ráðandi og hins vegar flokki þar sem einkenni hreyfiofvirkni/hvatvísi eru ráðandi. Bæði kerfin leggja áherslu á að áreiðanlegar upplýs- ingar komi fram um að hamlandi einkenni séu til staðar við að minnsta kosti tvennar aðstæður og að einkenni séu komin fram fyrir sjö ára aldur. IICD-10 er forgangsröðun þannig að kvíðaraskanir, lyndis- raskanir og gagntækar þroskaraskanir útiloka of- virkniröskun, en í DSM-IV kerfinu er gert ráð fyrir að þessar fylgiraskanir geti verið fyrir hendi jafn- framt athyglisbresti með eða án hreyfiofvirkni. Al- gengitölur eru því mismunandi eftir því við hvaða greiningarskilmerki er miðað (7). Tafla II sýnir grein- ingarskilmerki samkvæmt DSM-IV greiningarkerf- inu. Sérstök greiningarviðtöl eru víða notuð til grein- ingar (4). Við göngudeild barna- og unglingageð- deildar Landspítala Dalbraut er viðtal tekið við for- eldra barnsins. Viðtalið byggir á greiningarskilmerkj- um DSM-IV og er hannað af Barkley og félögum við University of Massachusetts Medical Center (8). Af hálfu ofvirkniteymis hafa verið gerðar breytingar á viðtalinu, sniðnar að ICD-10 greiningarkerfinu. Helstu hegðunarmatskvarðar sem notaðir eru við greiningu á ofvirkniröskun hér á landi eru Ofvirkni- kvarðinn (9), kvarðinn Hegðun á lieimili (10) og Spurningalisti yfir atferli barna og unglinga á aldrin- um 4-16 ára (11). Að hluta eru til íslenskar viðmiðun- artölur fyrir kvarðana (12), en þar sem þær skortir hefur verið stuðst við erlend normalgildi. Taugasál- fræðileg próf eru gagnleg við að meta ýmis frávik í taugaþroska sem oft eru fylgifiskar ofvirkniröskunar (13,14). Á Norðurlöndum hefur hugtakið DAMP (deficits of attention, motor control and perception) verið áberandi í umfjöllun um böm með ofvirkniröskun og á Islandi hefur hugtakið misþroski stundum verið notað sem samheiti þessa hugtaks. Samkvæmt rann- sóknum C. Gillberg prófessors í Gautaborg er veru- leg skörun milli DAMP og athyglisbrests með of- virkni (15). Öll börn sem greinast með DAMP hafa miðlungs eða alvarleg einkenni athyglisbrests og helmingur þeirra fullnægir greiningarskilmerkjum ofvirkniröskunar. Börn með DAMP hafa að auki röskun í samhæfingu hreyfinga sem í meginatriðum samsvarar því sem í ICD-10 er skilgreint sem sértæk samhæfingarröskun (specific developmental coordi- nation disorder). Flöktandi einbeiting, mikil virkni og hvatvísi eru oft til staðar hjá börnum á leikskólaaldri og greining ofvirkniröskunar því oft erfið (16). I framskyggnri rannsókn Palfrey og félaga var niðurstaðan að grun- ur um ofvirkniröskun væri einungis fyrir hendi hjá 3% barna undir 14 mánaða aldri. Á milli 14 og 29 mánaða aldurs var niðurstaðan hins vegar 13% (17). I þroskasögu kemur oft fram að mæður lýsa því að á meðgöngu hafi ofvirka barnið sparkað óvenjumikið og hreyft sig. Um þriggja til fjögurra ára aldurinn eru hreyfiofvirkni/hvatvísieinkennin orðin nokkuð skýr í því formi sem þeim er lýst í greiningarskilmerkjum. Athyglisbrestseinkennin virðast koma fram heldur seinna eða um fimm til sjö ára aldurinn (18). Mikilvægt er að greining á ofvirkniröskun sé aldrei sett á grunni meðferðarsvörunar einnar því lyfjameðferð getur einnig haft áhrif á einbeitingu hjá börnum sem ekki greinast með ofvirkniröskun (19). 414 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.