Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2000, Page 15

Læknablaðið - 15.06.2000, Page 15
FRÆÐIGREINAR / BARNAGEÐLÆKNINGAR Algengi Rannsóknir á algengi ofvirkniröskunar, sem ein- göngu byggjast á tíðni einkenna sem metin eru með einkennamatskvörðum, hafa venjulega sýnt tiltölu- lega háar tölur um algengi (20-22). íslensk athugun á algengi með þessari aðferð sýnir þó lægri tölur eða 5,8% samkvæmt mati kennara og 4,7% samkvæmt mati foreldra sex og átta ára barna í Reykjavík (12). Tiltölulega háar algengitölur úr rannsóknum af þessu tagi stafa af því að einungis er miðað við fjölda ein- kenna, en ekki önnur greiningarskilyrði svo sem byrj- unaraldur eða skerta aðlögun vegna einkennanna. I rannsóknum sem byggjast á greiningarviðtölum og ítarlegri matsaðferðum og taka tillit til allra skil- merkja greiningarkerfanna eru niðurstöður á tvo vegu. Bandarískar rannsóknir sem byggjast á DSM- IV sýna algengitölur á bilinu 3-5% meðal barna á grunnskólaaldri (4). Rannsóknir sem miða við skil- merki ICD-10 sýna hins vegar algengi á bilinu 1-2% (23). Þó að ofvirkniröskun komi fyrir í öllum stéttum hafa vissar rannsóknir sýnt fram á áhrif félagslegra þátta í algengi ofvirkniröskunar. Hins vegar hafa þessar sömu rannsóknir sýnt að sé tekið tillit til fylgiraskana, eins og hegðunarröskunar, hverfur þessi munur. Aststæðan er að hegðunarröskun er al- gengari í hópum sem eiga við félagslega erfiðleika að stríða og þeim börnum því oftar vísað til meðferðar (24,25). Ofvirkniröskun er algengari meðal drengja og er meðaltal faraldsfræðilegra rannsókna 3,4:1 (24,25). Þó er talið að þessi munur fari minnkandi með hækk- andi aldri vegna þess að hreyfiofvirkni- og hvatvísi- einkenni ásamt hegðunartruflunum eru meira áber- andi meðal yngri drengja en stúlkna (23). Orsakir Arfgengi er mjög mikilvægur þáttur í meingerð of- virkni en það hefur endurtekið komið fram í tvíbura-, ættleiðingar- og fjölskyldurannsóknum. Algengi of- virkniröskunar meðal fyrstu gráðu ættingja hefur sýnt sig vera fimm- til sexföld og mun hærri meðal eineggja en tvíeggja tvíbura (26,27). A síðari árum hafa sameindarannsóknir einkum beinst að breyti- leika í genum fyrir dópamín- DRD-4 viðtakann og dópamínflutningsprótínið (DATl) (28,29). Auk þess sem ofvirkniröskun er algengari hjá einstaklingum með breytileika í DRD-4 viðtakageninu virðast ein- kenni þeirra meiri. A undanförnum áratugum hafa komið fram margar kenningar um líffræðilega orsakaþætti of- virkniröskunar. Talið hefur verið að skemmd í basal ganglia heilans leiddi til taugalífefnafræðilegra frá- vika sem hefðu áhrif á dópamínframleiðslu í tauga- endum (30). A síðari árum hefur ennfremur verið sýnt fram á afbrigðilega virkni á frontal og fronto- striatal svæðum heilans bæði með taugagreiningu og Table II. DSM-IV criteria forADHD (Attention Deficit Hyperactivity Disorder). A Either (1) or (2): 1 six (or more) of the following symptoms of inattention have persisted for at least six months to a degree that is maladaptive and inconsistent with develop- mental level: tnattention a often fails to give close attention to details or makes careless mistakes in schoolwork, work, or other activities b often has difficulty sustaining attention in tasks or play activities c often does not seem to listen when spoken to directly d often does not follow through on instructions and fails to finish schoolwork, chores, or duties in the workplace (not due to oppositional behavior or failure to understand instructions) e often has difficulties organizing tasks and activities f often avoids, dislikes, or is reluctant to engage in tasks that require sustained mental effort (such as school work or homework) g often loses things necessary for tasks or activities (e.g., toys, school assign- ments, pencils, books, or tools) h is often easily distracted by extraneous stimuli 1 is often forgetful in daily activities 2 six (or more) of the following symtoms of hyperactivity-impulsivity have per- sisted for at least 6 months to a degree that is maladaptive and inconsistent with developmental level: Hyperactivity a often fidgets with hands or feet or squirms in seat b often leaves seat in classroom or in other situation in which remaining seated is expected c often runs about or climbs excessively in situations in which it is inappropriate (in adolescents or adults, may be limited to subjective feelings of restlessness) d often has difficulty playing or engaging in leisure activities quietly e is often „on the go“ or often acts as if „driven by a motor" f often talks excessivly Impulsivity a often blurts out answers before the questions have been completed b often has difficulty awaiting turn c often interrupts or intrudes on others (e.g, butts into conversations or games) B Some hyperactive-impulsive or inattentive symtoms that caused impairment were present before age of 7 years. C Some impairment from the symtoms is present in two or more settings (e.g, at school or work and at home D There must be clear evidence of clinically significant impairment in social, aca- demic, or occupational functioning. E The symtoms do not occur exclusively during course of Pervasive Develop- mental disorder, Schizophrenia, or other Psychotic Disorder, and are not better accounted for by another mental disorder (e.g., Mood disorder, Anxiety Disorder, Dissociative Disorder, and Personality Disorder). * Adopted from American Psychiatric Association 1994 (6). taugasálfræðilegum aðferðum (31-33). Með mynd- greiningu sem bæði tekur til útlits og starfsemi kemur fram mismunur milli einstaklinga með ofvirknirösk- un og viðmiðunarhóps (32,33). Einnig hefur verið sýnt fram á við segulómun að stærð corpits callosum og caudalus er hlutfallslega minni en í viðmiðunar- hópi (34,35). Truflun í starfsemi katekólamína er talin megin- orsök í meingerð ofvirkni (32). Hefur meginathyglin beinst að dópamíni en ljóst er að noradrenalín sem myndast frá dópamíni kemur einnig inn í þetta ferli. Lyfjameðferð beinist því að þessum boðefnum (36,37). Læknablaðið 2000/86 415

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.