Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / BARNAGEÐLÆKNINGAR Fylgiraskanir Geðrænar fylgiraskanir eru mjög algengar meðal barna með ofvirkniröskun. I veigamikilli faralds- fræðilegri rannsókn Szatmari og félaga reyndust 44% með eina geðræna fylgiröskun, 32% tvær og 11% þrjár (24). Hafa rannsóknir frá Massachusetts General Hospital sýnt algengi lyndisraskana (affec- tive disorder) vera 20-36% og 27-30% greinast með kvíðaraskanir (63-65). Börn með ofvirkniröskun eiga oft við veruleg hegðunarvandkvæði að etja. í niður- stöðum rannsókna hefur komið fram að 54-67% upp- fylla greiningarskilmerki mótþróaþrjóskuröskunar (oppositional defiant disorder) og 20-56% bama og 44-50% unglinga greiningarskilmerki alvarlegrar hegðunarröskunar (66,67). Meðalgreindarvísitala í hópum barna með of- virkniröskun fellur innan sviðs meðalgreindar en er heldur lægri en hópa sem ekki eiga við ofvirknirösk- un að stríða (16). Þó að námserfiðleikar séu algengir meðal barna með ofvirkniröskun eru niðurstöður rannsókna nokkuð mismunandi eða frá 10-92% (68,69) sem að hluta til skýrist af mismunandi grein- ingarskilmerkjum. Ofvirkni hjá fullorðnum Rannsóknir síðustu ára sýna að allt að 50-80% bama með ofvirkniröskun eiga enn við hamlandi einkenni að stríða á fullorðinsárum (70,45). Einkennamyndin breytist þannig að hreyfiofvirknin minnkar en önnur frávik eru hins vegar oft viðvarandi, til dæmis skipu- lagserfiðleikar, dagdraumar, gleymni, óstundvísi og einbeitingarerfiðleikar (71). Fjölmörg greiningartæki hafa verið þróuð til að auðvelda greiningu ofvirkni- röskunar hjá fullorðnum en margt getur torveldað greiningarferlið. Til dæmis er erfiðleikum bundið að fá áreiðanlega sögu um einkenni í barnæsku hjá full- orðnum einstaklingi. Aðrir geðsjúkdómar sem oft eru samfara ofvirkniröskun gera mismunagreiningu einnig erfiða. I grundvallaratriðum byggir þó grein- ing ofvirkniröskunar hjá fullorðnum á sömu atriðum og hjá börnum. Þannig er nauðsynlegt að taka ná- kvæma sjúkrasögu og styðjast við staðlaða einkenna- matskvarða. Sálfræðipróf eru ekki nauðsynleg en geta verið gagnleg með sama hætti og hjá börnum. Lyfjameðferð við ofvirkniröskun hjá fullorðnum er mun minna rannsökuð en hjá börnum og árangur ekki fyllilega sambærilegur. Einungis fáar saman- burðarrannsóknir á verkun örvandi lyfja hjá full- orðnum með ofvirkniröskun hafa verið gerðar (72). í þessum rannsóknum er meðferðarsvörun mun breyti- legri en hjá bömum eða frá 25-78%. Önnur ofvirkni- röskunarlyf hafa enn minna verið rannsökuð, þó fyrst og fremst noradrenerg þunglyndislyf en einnig þar er meðferðarárangur mjög breytilegur (72). Nauðsyn- Iegt er því að taka mið af þeirri staðreynd að rann- sóknir á árangri lyfjameðferðar fullorðinna eru mun skemmra á veg komnar en hjá börnum. Framvinda og horfur Svo sem áður er getið koma einkenni ofvirkniröskun- ar fram fyrir sjö ára aldur. Um 8-10 ára aldur fer oft heldur að draga úr hreyfiofvirkni en síður úr athyglis- brestseinkennum. Þessi minnkun einkenna er þó ekki meiri en svo að á unglingsárum hafa 70-80% enn einkenni í þeim mæli að þau séu hamlandi og í ósam- ræmi við aldur og þroska (70). Cantwell ályktar í yfir- litsgrein að greina megi þrjá hópa einstaklinga með ofvirkniröskun sem fylgt hefur verið með rannsókn- um fram á fullorðinsár. Þrjátíu af hundraði eru ein- kennalausir eða hafa ekki einkenni að því marki að valdi marktækri hömlun. Fjörutíu af hundraði hafa of- virkniröskunareinkenni sem valda nokkurri starf- rænni hömlun og eiga að auki við að etja nokkra erfið- leika í félagslegri og tilfinningalegri aðlögun. I þriðja hópnum, sem telur 30%, eru einstaklingar sem hafa enn alvarlegri einkenni athyglisbrests með ofvirkni og jafnframt alvarlegar fylgiraskanir, svo sem áfengis- og fíkniefnamisnotkun og andfélagslega persónuleika- röskun (73). Ofvirkniröskun er þó ekki ein og sér talin áhættuþáttur gagnvart áfengis- og fíkniefnamisnotk- un en aukin tíðni fylgiraskana, einkum hegðunarrösk- unar veldur því að þessi börn eru í aukinni hættu (74). Ný langsniðsrannsókn bendir til að á þrítugsaldri greinist 22% úr ofvirkum hópi með andfélagslega persónuleikaröskun, 28% nreð alvarlega geðlægð og 14% með jaðarpersónuleikaröskun (60). Erfitt er að segja fyrir um forspárgildi einstakra þátta gagnvart langtímahorfum. Fjöldi einkenna, vits- munaþroski og fylgiraskanir skipta máli. Geðrænir sjúkdómar hjá foreldrum og þjóðfélagsleg staða virð- ast einnig hafa áhrif. Enginn einn þáttur sker sig þó úr heldur virðist um samspil bæði líffræðilegra þátta og umhverfisþátta að ræða. Enn skortir langsniðsrann- sóknir til að sýna fram á meðferðarárangur til lengri tíma. Þó sýnir nýleg rannsókn Gillbergs og félaga sem fylgdu hópi barna eftir í yfir eitt ár betri árangur Ritalins en lyfleysu (75). Nýlega hafa verið að birtast niðurstöður nýrrar umfangsmikillar langsniðsrannsóknar frá N-Ameríku þar sem meðal annars er borinn saman árangur lyfja- meðferðar og atferlismeðferðar þegar þeim er beitt einum sér og samtímis á 14 mánaða tímabili hjá sjö til níu ára bömum með ofvirkniröskun. Sýna þær betri árangur lyfjameðferðar en atferlismeðferðar en þegar til dæmis kvíðaraskann og fjölskylduerfiðleikar bætast við er árangur bestur þegar bæði meðferðarformin eru notuð saman. Fyrir börn með ofvirkniröskun án hliðarkvilla getur lyfjameðferð því verið nægjanleg en atferlismeðferð gefur lakari en ásættanlegan árangur fyrir þá sem ekki vilja lyf (76). Niðurstöður þessarar rannsóknar sem meðal annars voru kynntar á nor- rænni ráðstefnu um ofvirkni hér á landi síðastliðið haust hafa vakið mikla athygli. Slíkar rannsóknir eiga að vega þungt við skipulagningu á þjónustu við börn með ofvirkniröskun og fjölskyldur þeirra. Læknablaðið 2000/86 417
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.