Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2000, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.06.2000, Qupperneq 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF VETTVANGI LÆKNASAMTAKANNA unar lækna flutti framsögu um símenntun lækna og urðu nokkrar umræður um hana. Þar kom með- al annars fram að þótt allir séu sammála um nauð- syn símenntunar eru ýmsir erfiðleikar á því að mæla árangurinn af henni. Við þetta er glímt víða um lönd enda tengist þetta kjaramálum lækna. I Noregi og víðar lækka læknar í launum vanræki þeir símenntunina. Ýmsar aðferðir hafa verið reyndar til að halda utan um þessi mál, skráningu námskeið og mat á gæðum þeirra, og bíður þar nokkurt starf til að koma þessu í viðunandi horf hér á landi. Talsmenn heimilislækna og annarra sérfræð- inga stigu í pontu og loks greindu formenn svæða- félaganna frá því sem er efst á baugi í þeirra heimabyggð og kom fram í máli flestra lands- byggðarmanna að fræðslumálin ber hæst. Víða hafa læknar fengið aðgang að fjarfundabúnaði og hefur það gerbreytt aðstöðu lækna í afskekktari héruðum til þess að fylgjast með í faginu. Annað mál sem víða brennur á landsbyggðarlæknum eru erfiðleikar við að manna læknastöður. En svona á heildina litið var nokkuð gott hljóð í læknum á þessari ráðstefnu, í það minnsta hvessti aldrei í salnum. -ÞH Aðalfundur Læknafélags íslands 2000 Aðalfundur Læknafélags íslands verður haldinn á ísa- firði dagana 25. og 26. ágúst n.k. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa verða ýmis málefni á dagskrá fundarins, sem hefst kl. 11.00 föstudaginn 25. ágúst, málþing verður haldið á laugardeginum og sameiginlegt borð- hald fundarmanna og gesta verður um kvöldið. Dag- skrá fundarins verður auglýst nánar í júlíblaði Lækna- blaðsins og í fundarboði. Aðalfundarfulltrúar óskast tilkynntir skrifstofu LÍ fyrir 10. júní næstkomandi ef mögulegt er vegna sumar- leyfa og jafnframt um fyrirhugaðan ferðamáta viðkom- andi til og frá ísafirði vegna skipulags á flugi. Aðalfundur Lífeyrissjóðs lækna Aldurs- tengdu réttinda- kerfi komið á Lífeyrissjóður lækna hélt fjölmennan aðal- fund um miðjan apríl og var þar samþykkt að taka upp aldurstengt réttindakerfi. Samhliða því voru áunnin réttindi sjóðfélaga aukin um 45%. Báðar þessar samþykktir helgast af styrkri stöðu sjóðsins um þessar mundir en hrein eign hans jókst úr 8,9 milljörðum í 11,4 milljarða króna á síðasta ári. Raunávöxtun sjóðsins var á síðasta ári 16,4% en nafnávöxtun 22,4%. Síðustu fimm ár hefur raunávöxtun sjóðsins verið að jafnaði 10,4% á ári sem verður að teljast góður árangur. Trygg- ingafræðileg staða sjóðsins var sterk þegar úttekt var gerð á henni um síðustu áramót. Miðað við 3,5% raunávöxtun eru eignir sjóðsins 4,6 millj- arðar umfram áfallnar skuldbindingar. í ljósi þessarar góðu stöðu var ákveðið að taka upp aldurstengt réttindakerfi en það felur í sér að lífeyrisréttindi munu í framtíðinni ráðast af aldri sjóðfélaga þegar iðgjald er greitt en áður voru áunnin réttindi óháð aldri. Það þýðir í raun að iðgjald sem læknir greiðir í sjóðinn þegar hann er þrítugur veitir meiri réttindi en iðgjald sem hann greiðir um sextugt. Þetta helgast af því að fyrra iðgjaldið á eftir að standa á vöxtum í sjóðum allt að fjórum áratugum en hitt mun skemur. í blöðum sem dreift var á fundinum eru talin upp helstu rökin fyrir þessari breytingu: • Afkoma lífeyrissjóðsins er óháð aldurssamsetn- ingu sjóðfélaga. • Hver sjóðfélagi fær réttindi í hlutfalli við sparn- aðartíma og tryggingalega áhættu. Enginn sjóð- félagi hagnast á kostnað annars. • Sjóðfélagar geta hætt fyrr að vinna án þess að missa af „verðmætustu" árunum. • Sjóðfélagar geta greitt viðbótariðgjald (umfram 11 % af launum) til Lífeyrissjóðs lækna og þann- ig aukið lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóði. • Hægt verður að úthluta eignum umfram skuld- bindingar árlega til sjóðfélaga. Það verður ekki lengur þörf á að eiga varasjóð til að mæta breyt- ingum á aldurssamsetningu sjóðfélaga. Við undirbúning þessara breytinga var skoð- að hvaða áhrif þær hefðu fyrir einstaka aldurs- hópa innan sjóðsins og kom þá í ljós að elstu og yngstu sjóðfélagarnir hagnast á breytingunum. Sjóðfélagar á miðjum aldri hagnast minna vegna þess að þeir hafa þegar greitt í sjóð sem byggir á jöfnum réttindum hálfa starfsævina. Þess vegna var samþykkt að gera ráðstafanir til að jafna réttindin. Aunnin réttindi verða ekki skert en réttindi sjóðfélaga reiknuð eins og þeir hefðu greitt í aldurstengdan sjóð frá upphafi. Á aðalfundin var gerður góður rómur að þessum tillögum og þær samþykktar í miklu bróðerni. -ÞH Læknablaðið 2000/86 441
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.