Læknablaðið - 15.06.2000, Qupperneq 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF VETTVANGI LÆKNASAMTAKANNA
unar lækna flutti framsögu um símenntun lækna
og urðu nokkrar umræður um hana. Þar kom með-
al annars fram að þótt allir séu sammála um nauð-
syn símenntunar eru ýmsir erfiðleikar á því að
mæla árangurinn af henni. Við þetta er glímt víða
um lönd enda tengist þetta kjaramálum lækna. I
Noregi og víðar lækka læknar í launum vanræki
þeir símenntunina. Ýmsar aðferðir hafa verið
reyndar til að halda utan um þessi mál, skráningu
námskeið og mat á gæðum þeirra, og bíður þar
nokkurt starf til að koma þessu í viðunandi horf
hér á landi.
Talsmenn heimilislækna og annarra sérfræð-
inga stigu í pontu og loks greindu formenn svæða-
félaganna frá því sem er efst á baugi í þeirra
heimabyggð og kom fram í máli flestra lands-
byggðarmanna að fræðslumálin ber hæst. Víða
hafa læknar fengið aðgang að fjarfundabúnaði og
hefur það gerbreytt aðstöðu lækna í afskekktari
héruðum til þess að fylgjast með í faginu. Annað
mál sem víða brennur á landsbyggðarlæknum eru
erfiðleikar við að manna læknastöður.
En svona á heildina litið var nokkuð gott hljóð
í læknum á þessari ráðstefnu, í það minnsta hvessti
aldrei í salnum. -ÞH
Aðalfundur
Læknafélags
íslands 2000
Aðalfundur Læknafélags íslands verður haldinn á ísa-
firði dagana 25. og 26. ágúst n.k. Auk venjulegra aðal-
fundarstarfa verða ýmis málefni á dagskrá fundarins,
sem hefst kl. 11.00 föstudaginn 25. ágúst, málþing
verður haldið á laugardeginum og sameiginlegt borð-
hald fundarmanna og gesta verður um kvöldið. Dag-
skrá fundarins verður auglýst nánar í júlíblaði Lækna-
blaðsins og í fundarboði.
Aðalfundarfulltrúar óskast tilkynntir skrifstofu LÍ fyrir
10. júní næstkomandi ef mögulegt er vegna sumar-
leyfa og jafnframt um fyrirhugaðan ferðamáta viðkom-
andi til og frá ísafirði vegna skipulags á flugi.
Aðalfundur
Lífeyrissjóðs
lækna
Aldurs-
tengdu
réttinda-
kerfi
komið á
Lífeyrissjóður lækna hélt fjölmennan aðal-
fund um miðjan apríl og var þar samþykkt að taka
upp aldurstengt réttindakerfi. Samhliða því voru
áunnin réttindi sjóðfélaga aukin um 45%. Báðar
þessar samþykktir helgast af styrkri stöðu sjóðsins
um þessar mundir en hrein eign hans jókst úr 8,9
milljörðum í 11,4 milljarða króna á síðasta ári.
Raunávöxtun sjóðsins var á síðasta ári 16,4%
en nafnávöxtun 22,4%. Síðustu fimm ár hefur
raunávöxtun sjóðsins verið að jafnaði 10,4% á
ári sem verður að teljast góður árangur. Trygg-
ingafræðileg staða sjóðsins var sterk þegar úttekt
var gerð á henni um síðustu áramót. Miðað við
3,5% raunávöxtun eru eignir sjóðsins 4,6 millj-
arðar umfram áfallnar skuldbindingar.
í ljósi þessarar góðu stöðu var ákveðið að
taka upp aldurstengt réttindakerfi en það felur í
sér að lífeyrisréttindi munu í framtíðinni ráðast
af aldri sjóðfélaga þegar iðgjald er greitt en áður
voru áunnin réttindi óháð aldri. Það þýðir í raun
að iðgjald sem læknir greiðir í sjóðinn þegar
hann er þrítugur veitir meiri réttindi en iðgjald
sem hann greiðir um sextugt. Þetta helgast af því
að fyrra iðgjaldið á eftir að standa á vöxtum í
sjóðum allt að fjórum áratugum en hitt mun
skemur.
í blöðum sem dreift var á fundinum eru talin
upp helstu rökin fyrir þessari breytingu:
• Afkoma lífeyrissjóðsins er óháð aldurssamsetn-
ingu sjóðfélaga.
• Hver sjóðfélagi fær réttindi í hlutfalli við sparn-
aðartíma og tryggingalega áhættu. Enginn sjóð-
félagi hagnast á kostnað annars.
• Sjóðfélagar geta hætt fyrr að vinna án þess að
missa af „verðmætustu" árunum.
• Sjóðfélagar geta greitt viðbótariðgjald (umfram
11 % af launum) til Lífeyrissjóðs lækna og þann-
ig aukið lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóði.
• Hægt verður að úthluta eignum umfram skuld-
bindingar árlega til sjóðfélaga. Það verður ekki
lengur þörf á að eiga varasjóð til að mæta breyt-
ingum á aldurssamsetningu sjóðfélaga.
Við undirbúning þessara breytinga var skoð-
að hvaða áhrif þær hefðu fyrir einstaka aldurs-
hópa innan sjóðsins og kom þá í ljós að elstu og
yngstu sjóðfélagarnir hagnast á breytingunum.
Sjóðfélagar á miðjum aldri hagnast minna vegna
þess að þeir hafa þegar greitt í sjóð sem byggir á
jöfnum réttindum hálfa starfsævina. Þess vegna
var samþykkt að gera ráðstafanir til að jafna
réttindin. Aunnin réttindi verða ekki skert en
réttindi sjóðfélaga reiknuð eins og þeir hefðu
greitt í aldurstengdan sjóð frá upphafi.
Á aðalfundin var gerður góður rómur að
þessum tillögum og þær samþykktar í miklu
bróðerni. -ÞH
Læknablaðið 2000/86 441