Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2000, Side 45

Læknablaðið - 15.06.2000, Side 45
SMASJAIN Ritnefnd og aðrir aðstandendur ritsins Lœknar á íslandi, talið frá vinstri: Sigurbjörn Sveinsson, Örn Bjarnason, Gunnlaugur Haraldsson, Páll Bragi Kristjónsson, Ásdts Rafnar og Hafsteinn Sœmunds- Læknar á Islandi Nýtt Læknatal komið út Á AÐALFUNDI LÍ FYRIR SEX ÁRUM VAR samþykkt að ráðast í nýja útgáfu af ritinu Læknar á íslandi. hina fjórðu, og hefur verkið nú séð dagsins ljós. Fyrsta útgáfan kom út árið 1944, unnin af Vilmundi Jóns- syni landlækni og Lárusi H. Blöndal bóka- verði. Ritstjóri hins nýja Læknatals er Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðing- ur, en Bókaútgáfan Þjóðsaga annaðist út- gáfuna. í ritnefnd sátu af hálfu LÍ læknarnir Hafsteinn Sæmundsson, Sigurbjörn Björns- son og Örn Bjarnason. Læknatalið nýja er mikið að vöxtum, í þremur bindum alls 1725 síður. Þar er að finna æviskrár 2022 lækna sem starfað hafa og/eða numið læknisfræði á íslandi frá miðri 17. öld til ársins 2000. I tilefni útgáfu ritsins bauð stjórn LÍ til samsætis í húsakynnum sínum þann 28. aprfl síðstliðinn, en það var formlegur út- gáfudagur ritsins. Formaður LÍ Sigur- björn Sveinsson bauð gesti velkomna, ekki síst heiðursgesti sem voru læknarnir Baldur Johnsen, Erlingur Þorsteinsson, Friðrik Einarsson og Sigurður Samúels- son en þeirra hefur verið getið í öllum Læknatölum sem út hafa verið gefin. Formaður rakti í grófum dráttum þá vinnu sem liggur að baki útgáfunni og þakkað öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn: ritnefnd, ritstjóra, starfsmönnum Þjóðsögu, fyrrverandi og núverandi framkvæmdastjóra LÍ og læknunum Hannesi Finnbogasyni, Tryggva Þor- steinssyni, Sigmundi Magnússyni og Árna Björnssyni sem af mikilli óeigin- girni prófarkarlásu allt verkið. í ávarpi sínu sagði Sigurbjörn meðal annars: „í dag fáum við í hendur æviágrip og ættir hundruða lækna, sem lagt hafa læknislist- inni lið á íslandi á umliðnum öldum. Öll gerum við okkur grein fyrir að hér er ein- ungis að finna ramma um líf, ytri ásýnd þess, sem gerst hefur. Að baki hverju nafni býr yfirleitt mikil og flókin saga eins og verða vill í lífinu yfirleitt. Að baki eru örlög, sigrar og ósigrar í önn hversdags- ins. í þessi örlög fléttast og saga ástvina læknanna og allra þeirra annarra, sem gerðu þeim kleift að leggja stund á lækn- ingarnar. Sumpart má finna heimildir um það annars staðar en í flestum tilfellum er líf þessa fólks óskrifuð saga, sem tíminn einn geymir.“ Heiðursgestunum voru afhent fyrstu eintökin af ritinu og síðan öðrum þeim sem að framan er getið. Læknar á íslandi er til sölu hjá Þjóð- sögu í Húsi verslunarinnar, s. 511 1777 og kostar kr. 26.900. Einnig mun verkið fást í einhverjum öðrum bókaverslunum. -bþ Bæklingur um heilsufar kvenna ■ Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur gefið út bækling urn heilsufar kvenna. Efni bæklingsins er álit nefndar sem skipuð var vorið 1995 til að kanna breytingar á heilsufari kvenna og gera tillögur um úrbætur. I ávarpi ráðherra sem birt er í bæklingnum segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu „að vís- bendingar séu um að konur búi að nokkru leyti við lakara heilsufar en karlar". Jafnframt bendir nefndin á að konur noti heilbrigðisþjónustu meira en karlar, séu sendar í fleiri rannsóknir, séu oftar sjúkdóms- greindar og settar í meðferð auk þess sem þær fái meira af lyfjum en karlar. Sfðan segir í ávarpi ráð- herra: „Athyglisvert er að nefndin tel- ur að margt bendi til þess að úr- lausnir sem konur fái séu ekki sam- bærilegar við þær úrlausnir sem karlar fá og fyrir liggur að konur leita á ríkara mæli en karlar eftir óhefðbundnum lækningaaðferðum. Nefndin leggur mikla áherslu á hlutverk heilsugæslunnar og leggur til að unnið verði að því að veita þar fjölbreyttari þjónustu m.a. með því að ráða starfsmenn úr fleiri heilbrigðisstéttum og að aukin áhersla verði lögð á teymisvinnu. Þess utan er lagt til að nám heil- brigðisstétta verði endurskoðað með tilliti til kynjamunar. Bent er sérstaklega á heimilisofbeldi og stöðu nýbúakvenna, reykingar, at- vinnusjúkdóma, geðræn vandamál og áfengismeðferð þar sem taka þurfi í auknum mæli tillit til þarfa kvenna. ... Fjölmörg atriði í tillög- unum byggjast á breyttu hugarfari okkar allra og heilbrigðisstétta, nýrri nálgun, aukinni samvinnu, breyttri forgangsröðun og aukinni áherslu á forvarnir..." Bæklingurinn er 36 blaðsíður í stærðinni A4. Hann er hægt að nálgast í ráðuneytinu og á heima- síðu þess en slóðin þangað er www.stjr.is/htr Læknablaðið 2000/86 443

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.