Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2000, Qupperneq 46

Læknablaðið - 15.06.2000, Qupperneq 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KVÍÐARANNSÓKN Sjálfskipuðum siðapostula svarað Högni Óskarsson Árni Björnsson læknir hefur nú um alllangt skeið birt reglulega pistla sína, „tæpitungulaust", í Læknablaðinu. Helsta höfundareinkenni hans virðist mótast af því að Árni hefur skipað sig í hlutverk siða- postula, sem gagnrýnir og áminnir lækna og stjórn- endur þessa lands. Til þess að valda hlutverki siða- postulans þarf traustan siðfræðigrunn, yfirsýn, hlut- lægni og réttsýni. Siðapostulum er ekki ósjaldan mik- ið niðri fyrir, jafnvel reiðir, enda telja þeir sig hafa mikilvægan boðskap að flytja. Umfjöllun Árna um almenn mál er oft fróðleg, jafnvel skemmtileg, eins og vangaveltur hans um The Asilomar Process í síð- asta tölublaði Læknablaðsins. Þegar Árni fjallar hins vegar um erfðarannsóknir á Islandi, og þá sérstak- lega þegar þær tengjast einu ákveðnu fyrirtæki á því sviði, þá slær heldur betur í bakseglin hjá honum. Sé ég ekki betur en að Árni láti þá reiðina eina og of- stæki ráða, en glati með öllu öðrum eiginleikum til þess að vera trúverðugur siðapostuli. Kemur þetta glögglega fram í sömu grein. Þar fer Ámi mjög niðrandi orðum um erfðarann- sókn á kvíða, sem undirritaður stendur að ásamt lækn- unum Jóni G. Stefánssyni og Halldóri Kolbeinssyni sem unnin er í samvinnu við Islenska erfðagreiningu. Telur hann skimunarlista okkar (SSQ) harla ómerki- legan, vísindalega aðferð okkar setur hann innan gæsalappa í háðungarskyni, segir að rannsóknin hafi ekki skýr markmið og gefur í skyn að kvíðasjúkdómur sé ekki alvarlegt heilsufarsvandamál. Klikkir hann út með að tölvunefnd og vísindasiðanefnd hafi brugðist hlutverki sínu og fer niðrandi orðum um hátt á annað hundrað íslenskra lækna sem stunda rannsóknir í sam- Athugasemdir við athugasemdir Högna Óskarssonar við grein undirritaðs, Landlæknisembættið, í Læknablaðinu 5/2000 Ég er þakklátur ritstjórn Læknablaðsins fyrir að gefa mér tækifæri til að beija augum „breiðsíðu“ H.Ó. á greinina og mig og gefa tækifæri lil stuttra svara. Fyrirsögnin ber vott um nokkurt yfirlæti gagnvart „sjálfskipuðum“ siða- postulum. Það tel ég mér til tekna því ég hef alltaf tortryggt „launaða" siða- postula. Hvað varðar erfðarannsóknir á kvíða efast ég ekki eitt augnablik um að væntanlegir rannsakendur hafi uppfyllt ýtrustu kröfur siða- og tölvunefndar um slíka rannsókn. Það breytir ekki því, og þar er ég ekki einn á báti (sjá vænt- anlega grein í New England Journal of Medicine eftir Annas GJ), að telja rannsóknir á lítt mælanlegum eðlisþáttum manna og ekki síst rannsóknir á erfðaefni þeim tengt, vafasöm vísindi sem geti jafnvel verið skaðleg í röngum höndum. Svo er það kuflinn. Vera má að kuflinn minn hafi krumpast og fengið á sig einhverjar slettur í hita leiksins undanfarið, en ég kýs hann þó heldur en skollabuxur þær sem H.Ó., og því miður fleiri kollegar, hafa klæðst síðan gullasninn var teymdur inn í borg íslenskra læknavísinda. Árni Björnsson vinnu við íslenska erfðagreiningu. Þegar menn reiða hátt til höggs, er eins gott að menn hafi styrk til að fylgja atlögunni eftir. Telji Árni sig hafa fullgild rök fyrir ásökunum sínum, þá ber honum að fylgja þeim eftir með athugasemd eða kæru til réttra yfirvalda. Mun ég auðvelda honum heimavinnuna með því að svara nokkrum ásakana hans, en lýsi mig að öðru leyti reiðubúinn til að fara yfir vísindalegan bakgrunn rannsóknarinnar með Árna, kæri hann sig um slíkt. • Kvíðasjúkdómar eru alvarlegt heilsufarsvanda- mál. WHO spáir því að kvíði verði í hópi 10 mestu (burden of disease) heilbrigðisvandamála allrar heimsbyggðar innan 15 ára. • Um alllangt skeið hafa rannsóknir verið stundaðar á sameindaerfðafræði kvíða, austan hafs og vestan. • Umsókn okkar til tölvunefndar og vísindasiða- nefndar er studd 45 tilvitnunum í vísindagreinar úr viðurkenndum vísindaritum. • Rannsóknarmarkmið okkar er að kanna erfðir kvíðasjúkdóma á íslandi og að einanagra erfða- þætti sem orsaka eða eru meðvirkandi við myndun þeirra. Eru þessi markmið í sama anda og annarra vísindarannsókna á þessu sviði. • Spumingalisti okkar (SSQ) er skimunarlisti, hann- aður af Wittchen og félögum við Max Planck Insti- tut í Munchen. Er hann víða notaður við skimun- arleit að kvíða. • Allir sem greinast þannig með kvíða og uppfylla önnur skilyrði rannsóknarinnar fara í nánari grein- ingu. Þar verður stuðst við CIDI, sem er staðlaður spumingalisti, gefinn út af WHO, og mjög víða not- aður sem rannsóknartæki. Á þann hátt verður end- anleg kvíðagreining að uppfylla ströngustu skilmerki. • Tölvunefnd og vísindasiðanefnd unnu sína vinnu vel, eins og marka má af þarflegum ábendingum og kröfum sem frá þeim komu. Ætti þetta eitt að nægja til að sýna fram á hversu yfirborðsleg umfjöllun Áma er og hve hvatimar að baki skrifum hans hafa lítt með siðfræði að gera, hvorki almenna né læknisfræðilega. Kemur þetta ekki síst fram í nöldri Árna yfir því að við leggjum okkur fram við að lýsa vel persónuverndarferli rann- sóknarinnar í bréfi til væntanlegra þátttakenda. Það þykir skynsamlegt að leiða svona skrif hjá sér. Á ég frekar von á því að aðrir þeir aðilar sem Árni slæmir hendinni til, munu gera það þó að ég hafi kos- ið að svara Áma í þetta skiptið. Ég hef alltaf talið Árna sóma sér vel í læknisslopp, en íklæddur kufli siðapostula gerir hann ekki annað í þetta skiptið en að bletta kuflinn og hrukka. Því miður. 444 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.