Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2000, Page 55

Læknablaðið - 15.06.2000, Page 55
UMR/EÐA & FRÉTTIR / MANNRÉTTINDI Stéttaskiptingin á Indlandi er heilbrigðisvandamál - segir Iniyan Elango (R.S. Sridhar) geðlæknir og bráttumaður fyrir réttindum stéttleysingja, dalíta Iniyan Elango (R.S. Sridhar) geðlœknir og bar- áttumaður fyrir réttindum hinna stéttlausu dalíta á Indlandi ásamt Sigurbirni Sveinssyni formanni LÍ. Meira en fjórðungur Indverja, eða 250 milljónir manna, teljast til hinna stéttlausu. Hinir stéttlausu, öðru nafni dalítar, eru í raun réttlausir, neðstir í 2000 ára gömlu, rígbundnu stéttakerfi Indlands þar sem brahmanar tróna efstir í valdapíramítanum og síðan koll af kolli niður á við þar til komið er að hinum útskúfuðu dalítum. Réttleysi dalíta birtist á öllum sviðum: efna- hagslegum, félagslegum, pólitískum og menning- arlegum. Þá skortir land til ræktunar og þeir hafa litla möguleika til að afla sér menntunar og þar með almennilegrar vinnu. í borgum eru fátækra- hverfin heimili dalítanna og tilviljanakenndar handtökur, pyntingar og ólöglegar aftökur við- gangast. Til sveita er ástandið jafnvel verra. I fjölda þorpa búa dalítar aðskildir og verða oft á tíðum fyrir miklum árásum, hús eru brennd, bit- högum lokað fyrir búfénaði þeirra og þeim meira að segja meinaður aðgangur að vatni renni það um land hindúa. Dalítar eru útilokaðir frá þátttöku í sveitarstjórnarkosningum en hafa rétt til þátttöku í þingkosningum. Það er þó meira í orði en á borði þar sem hótanir og morð hindra þátttöku. Sam- kvæmt venju eru dalítakonur verst settar allra, þær verða fyrir skefjalausri misnotkun og víða til sveita taldar opinber eign hinna ráðandi. Menningarleg innræting helst síðan í hendur við efnahagslegt, félagslegt og pólitískt ofbeldi. Sérhver fæðist inn í ákveðna stétt og hlýtur að sætta sig við að því fær ekkert breytt - aldrei. Fyrir hindúana er þetta kerfi hið ágætasta, tryggir ódýrt vinnuafl og stöðugleika valdstéttarinnar. Það sem að framan er talið er einungis brot af því sem fram kom í máli Iniyan Elango (R.S. Sridhar) í viðræðum sem hann átti við Sigurbjörn Sveinsson formann LÍ og Ásdísi Rafnar fram- kvæmdastjóra félagsins. Iniyan Elango er geð- læknir að mennt, býr og starfar í Madras. Hann var hér á landi í maímánuði á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar í þvf augnamiði að vekja athygli á skelfilegri stöðu stéttleysingja á Indlandi. Auk læknisstarfa hefur Iniyan Elan tekið virkan þátt í mannréttindabaráttu dalíta og reyndar hlotið bágt fyrir af hálfu yfirvalda í heimalandi sínu. - Iniyan Elango kvað heilbrigðisþjónustuna á Indlandi rekna bæði af einkaaðilum og opinber- um. Frumheilsugæslan er á vegum hvers fylkis. Úti í sveitum er þjónustan víða afar léleg, heilsugæslu- stöð kann að vera fyrir hendi, það er húsnæðið en annað ekki. Lækningatæki, lyf og annað sem þarf til að sinna sjúklingum skortir hins vegar. Algengt er til dæmis að sprautur og nálar séu notaðar margsinnis og meðhöndlun blóðs er mjög ábóta- vant. I hverju héraði er héraðssjúkrahús og síðan stórt miðlægt sjúkrhús í fylkinu. Sérstök sjúkrahús eru fyrir starfsmenn sambandsríkisins og eru þau mun betur búin. Auk þessa eru síðan einkasjúkra- húsin og -stofurnar. Þjónustan þar er mjög dýr og ekki fyrir fátæklinga, hvað þá stéttleysingja! - Læknisfræði á sér langa sögu á Indlandi, til dæmis var fyrsta sjúkrahúsinu í Madras komið á fót árið 1835, en Iniyan Elango sagði spillingu gífurlega innan heilbrigðiskerfisins og lítinn vilja hjá stjórnvöldum til að breyta því. - Auðvitað hefði ég getað reynt að fara til Bandaríkjanna til að þéna sem mest af peningum á sem skemmstum tíma eins og margir kollega minna hafa gert. En ég tel að læknar eigi að bera siðferðilega ábyrgð, segir Iniyan Elango. Fátæktin og stéttaskiptingin á Indlandi er heilbrigðisvanda- mál. Vannæring er almenn, ekki síst meðal dalíta. Mannréttindabrot eru einnig heilbrigðisvandamál og ofbeldi er heilbrigðisvandamál. Gegn þessum vandamálum verður að berjast og það verður ekki gert nema að skilja samband hinna efnahagslegu, félagslegu og pólitísku þátta. Indland hefur efni á því að smíða kjarnorkusprengjur en engir pening- ar eru til fyrir lyfjum handa þeim sem þarfnast þeirra. Þetta tel ég siðferðilega rangt og þess vegna hef ég valið að vera ánægður baráttumaður fremur en vansæll sérfræðingur innilokaður á einkastofu. Látum það vera lokaorð hins einlæga og ötula læknis. -bþ Læknablaðið 2000/86 451

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.