Læknablaðið - 15.06.2000, Page 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR f KLEMMU
Eineygðir samverjar eða félagshyggju-
læknar með pólitíkusinn í maganum?
Norskir læknar
ræða ýmis
grundvallaratriði
í læknisstarfinu
og eru ekki á eitt
sáttir um hvort
skuli vega þyngra
hagur
einstaklingsins
eða heildarinnar
Lœknar standa oftframmi
fyrir þessari erfiðu spurn-
ingu: Hvort er það sjúk-
lingnum fyrir bestu að
skera eða láta það vera?
Ljósmyndstofa
Landspítalans
Saga af vaktinni
Klukkuna vantaði kortér í fimm að morgni til. Vaktlæknirinn var rétt að ljúka
skýrslugerð og ætlaði að fara að fleygja sér þegar kallið kom. Frú Svendsen, 79
ára gömul, var komin í bráðamóttökuna með magaverki.
Frú Svendsen var lágvaxin, hokin og hvíthærð og andlilið bar þess merki að
hún þjáðist. Púlsinn var hraður og hún átti erfitt um andardrátt. Kviðurinn var
harður og aumur viðkomu og engin meltingarhljóð heyrðust frá þörmum.
í sjúkraskýslu sá læknirinn að konan hafði verið skorin upp við ristilkrabba-
meini tveimur árum áður og fyrir þremur mánuðum höfðu greinst merki um
meinvörp í lifur. Að öðru leyti hafði konan verið heilsuhraust allt sitt líf. Hún
gat lítið talað en af og til hvíslaði hún einhverju sem lækninum heyrðist snúast
um að hún „vildi losna“.
Vakthafandi skurðlæknir kom, leit á konuna og sagði: „Það er greinilega
komið gat á þarmana og kviðurinn fullur af krabbameini. Hún vill ekki láta
skera sig upp og þess utan er rangt að nota þau úrræði sem við höfum og eru
takmörkuð á þann sem er að deyja þegar aðrir hefðu meiri gagn af þeim.“ Þá
kom skurðlæknir á bakvakt til skjalanna og var ekki sammála kolleganum:
„Það er greinilega komið gat á þarmana og kviðurinn fullur af krabbameini.
Við verðum að gera það sem hægt er fyrir hana og með dálítilli heppni gæti hún
lifað í nokkra mánuði til viðbótar. Eg sker hana upp núna strax.“
Sautján dögum síðar var frú Svendsen útskrifuð, til þess að gera spræk.
Tveimur mánuðum síðar héldu þau hjónin upp á 53 ára brúðkaupsafmæli og
skömmu síðar voru þau viðstödd skírn á fyrsta langömmubaminu. Fimm mán-
uðum eftir aðgerðina hlaut hún hægt andlát á heimili sínu.
Alþjódlegur vandi
Þannig hljóðar upphafið á verðlaunaritgerð sem birt-
ist í norska læknablaðinu í fyrra (1). Blaðið hafði efnt
til ritgerðarsamkeppni um efnið Dyggðir og gildi í
lœknisfrœði og sigurvegarinn var Vegard Bruun
Wyller læknir í Fredrikstad í Noregi. Ritgerðin fjallar
um þær ákvarðanir sem læknar þurfa daglega að taka
og snúast iðulega um líf eða dauða sjúklinga þeirra.
Af hverju láta þeir stjómast, meðaumkun og samúð
með sjúklingnum eða þörfum og kröfum samfélags-
ins? Hvort vegur þyngra eða er kannski hægt að sam-
ræma þessi viðhorf?
Því má slá föstu að læknar finna æ meira fyrir þess-
um vanda. Framfarir í þekkingu, tækni og meðferð
hafa leitt til þess að læknar geta gert miklu meira en
áður - miklu meira en samfélagið telur sig hafa efni á
að borga fyrir. Krafan um forgangsröðun í heilbrigð-
iskerfinu verður æ háværari og yfirvöld heilbrigðis-
og fjármála eru stöðugt með niðurskurðarhnífinn á
lofti.
Vandinn er alþjóðlegur eins og fram kom í nýlegri
grein í breska læknablaðinu (2). í Bretlandi og raunar
víðar eru í gildi ákveðnar reglur um það hvort og hve-
nær læknar megi ákveða að reyna ekki endurlífgun
sjúklings. Greinarhöfundur heldur því fram og styðst
við rannsóknir sem sýna að í tveimur tilvikum af
456 Læknablaðið 2000/86