Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2000, Síða 61

Læknablaðið - 15.06.2000, Síða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR í KLEMMU hverjum þremur sem læknar taka slíka ákvörðun eru hvorki viðkomandi sjúklingur né aðstandendur hans spurðir álits. I Bretlandi hafa raunar komið upp all- mörg mál þar sem aðstandendur hafa séð í lækna- skýrslum um látna ættingja sína að slík ákvörðun hafði verið tekin án nokkurs samráðs. Höfundur segir að þetta bitni helst á eldra fólki í Bretlandi og hann vísar til bandarískra rannsókna sem leiða í ljós að vestanhafs séu slíkar ákvarðanir al- gengar þegar blökkumenn, áfengissjúklingar, fólk sem ekki talar ensku og þeir sem smitaðir eru af al- næmi eiga í hlut. „Þetta bendir til þess að læknar hafi fastmótaðar hugmyndir um það hverjir séu þess virði að reynt sé að bjarga þeim,“ segir í greininni. Dyggðir sem stangast á En víkjum sögunni aftur til Noregs því í málgagni norskra lækna hafa orðið fróðlegar umræður um verðlaunaritgerðina sem áður var vitnað til. I ritgerðinni segir Wyller að ýmsar siðareglur rek- ist hver á aðra í þessu tilbúna dæmi af frú Svendsen. „I daglegu starfi lækna geta hinar sígildu dyggðir stangast á. Á hátíðarstundum er hægt að lofsyngja dyggðirnar hverja fyrir sig en í daglega lífinu er ekki bæði hægt að eiga kökuna og borða hana. Það er ekki hægt að veita frú Svendsen ítrustu læknisþjónustu öðruvísi en að það bitni á samstöðunni með afgang- inum af mannkyni. Læknirinn þarf að taka ákvörðun sem byggist á siðferðilegu gildismati.“ Hann vitnar til umræðna og álitsgerða lækna og annarra starfsmanna heilbrigðiskerfisins sem settar hafa verið fram á undanförnum árum í Noregi og sveiflast öfganna á milli. Sumir - einkum úr röðum lækna - hafa lagt höfuðáherslu á skyldur læknisins við einstaklinginn á meðan aðrir - ekki síst stjórn- endur og heilsuhagfræðingar - hafa hvatt til réttlátrar skiptingar gæðanna og rökstutt nauðsyn biðlista. Að mati Wyllers hafa læknar þrjá kosti í stöðunni: að halla sér algjörlega í aðra hvora áttina - að samfé- laginu eða einstaklingnum - eða láta skeika að sköp- uðu og taka afstöðu í hverju máli fyrir sig. Wyller sér flesta galla við síðastnefnda kostinn sem hann segir að endi með því að rýja lækna trausti sjúklinga og al- mennings. „Hver er reiðubúinn að leggja líf sitt í hendur mönnum sem láta stjórnast af siðareglum sem stangast á?“ spyr hann. Annar kosturinn, að fóma einstaklingnum á altari samfélagsins, virðist heldur ekki vera honum að skapi. Hann segir að það feli í sér pólitískt gildismat og með því að aðhyllast það færi læknar stjórnmála- mönnum öll völd í hendur, þeir geti ákveðið hvort það er „of dýrt“ að skera frú Svendsen upp því það eru stjórnmálamenn sem taka um það ákvörðun hvort skattpeningunum okkar er eytt í vegi, óperuhús eða beinmergsflutninga. Þriðji kosturinn er honum helst að skapi: að lækn- ar einskorði sig við einstaklinginn og láti hagsmuni samfélagsins lönd og leið. Þá láta þeir stjórnast af hinu kristna mannúðarviðhorfi sem segir að þekking- in ráði því hvað hægt sé að gera en kærleikurinn því hvað lækninum beri að gera. Að vísu ber að geta þess að Wyller kveðst þekkja ýmis rök gegn þessu sjónar- miði, til dæmis að það leysi lækninn ekki undan því að þurfa að velja á milli þess sem sjúklingurinn vill og þess sem læknirinn telur honum fyrir bestu. Tilgang- urinn með skrifunum væri fyrst og fremst sá að ögra „heilsuhagfræðingum, valdasjúkum og félagslega þenkjandi læknum, illa höldnum af pólitískum metn- aði“ til andsvara. Læknar ekki nógu pólitískir Hvort sem hann tók þetta síðastnefnda til sín eður ei þá svaraði formaður norsku læknasamtakanna, Hans Petter Aarseth, grein Wyllers nýlega (3). Þar vísar hann til niðurstaðna í könnun sem læknafélagið gerði meðal deildaryfirlækna á norskum sjúkrahúsum í fyrra en sumir þeirra sögðust finna fyrir þrýstingi í þá veru að þeir láti læknisfræðilegar ákvarðanir stjórn- ast af fjárhagslegum sjónarmiðum. Á hinn bóginn hafi könnun sem norska heilbrigðisráðuneytið lét gera meðal sjálfstætt starfandi heimilislækna leitt til þeirrar niðurstöðu að þeir stjórnist fyrst og fremst af faglegum sjónarmiðum í störfum sínum en ekki af því hvað skili mestu í vasann. Formaðurinn bendir á að í fjölmörgum alþjóða- samtökum sem norsku læknasamtökin starfi í sé þetta mál sífellt til umræðu og að þar ríki breið sam- staða um að sjálfstætt starfandi læknar verði að beygja sig undir ákvarðanir þar til kjörinna pólitískra stjórnvalda sem setja starfsemi þeirra skipulagslegan og efnahagslegan ramma. En Aarseth viðurkennir að læknar séu ekki nógu virkir í pólitísku starfi. „Það dregur ekki einasta úr beinum áhrifum stéttarinnar heldur einnig óbeinum því fyrir vikið eru margir læknar fákunnandi um hin- ar pólitísku leikreglur. Þegar allt kemur til alls erum við með þessu að svíkja sjúklinga okkar vegna þess að við höldum ekki fram faglegri þekkingu okkar þar sem rammarnir eru ákveðnir... Þegar staðan er sú að við getum ekki gert allt verða það að vera fagmenn semskera úr umþað hvað á aðgera oghvað ekki..." Að læra af mistökunum I sama tölublaði og grein formannsins birtist var önn- ur grein (4) þar sem Wyller var svarað. Sú var skrifuð af hópi lækna sem tengjast læknadeild háskólans í Björgvin en þeir hafa stofnað umræðuvettvang sem þeir nefna Filosofisk poliklinikk upp á norsku. Meðal höfunda þessarar greinar er íslenskur læknir og heimspekingur, Stefán Hjörleifsson, sem starfar í Harstad í Norður-Noregi. Höfundum finnst Wyller draga upp heldur einlita mynd af ástandi og horfum frú Svendsen. Þeir spyija hvort ekki hafi getað farið svo að frúin hefði hlotið „I daglegu starfi lœkna geta hinar sígildu dyggðir stangast á, Á hátíbarstundum er hœgt aíi lofsyngja dyggðirnar hverja fyrir sig en í daglega lífinu er ekki hœði hcegt að eiga kökuna og horða hana. “ Læknablaðið 2000/86 457
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.