Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2000, Page 74

Læknablaðið - 15.06.2000, Page 74
RÁÐSTEFN U R / FUNDIR XIV. þing Félags íslenskra lyflækna FELAG ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Þing Félags íslenskra lyf- lækna, hið XIV. í röðinni verður haldið á Egils- stöðum dagana 9.-11. júní næstkomandi. Á þinginu verður að venju frjáls erindaflutningur og kynning á veggspjöldum. Gestafyrirlesari verður Guðmundur Jóhannsson sem fjalla mun um þýð- ingu vaxtarhormóns hjá fullorðnum. Þingið hefst kl. 13:30 á föstudegi. Hluti þátttakenda á XIII. þingi Félags íslenskra lyflœkna á Akureyri í júní 1998. Afhending þinggagna og greiðsla þátttökugjalda er frá kl. 12:00 á föstudegi. Veggspjöld: Stærð veggspjalda er 90x120 cm. Höfundar komi með veggspjöld tilbúin til uppsetningar. Þátttökugjald: Þátttökugjald er kr. 13.000 fullt gjald, kr. 10.000 fyrir unglækna og kr. 3.000 fyrir læknanema, greiðist við skráningu á þingstað. Innifalið í þátttökugjaldi er hádegisverður laugardag og sunnudag. Makar greiði kr. 3.000 fyrir hádegisverði sé þeirra neytt. Þátttakendum og mökum er boðið til kvöldverðar á föstudags- og laug- ardagskvöldi. Ekki er tekið við greiðslukortum, en hraðbankar eru á staðnum. Flug: Flogið er með Flugfélagi íslands, frá Reykjavík kl. 11:00 á föstudagsmorgni. Verð kr. 10.430. Flugfar pantar hver og einn fyrir sig hjá Ferðaskrifstofu Austurlands, sími: 471 2000, netfang: falegs@isholf.is Taka skal fram að um sé að ræða þátttakendur á þing Félags íslenskra lyflækna. Verðlaun: Veitt verðatvenn verðlaun. Annars vegar úr Vísindasjóði lyflækningadeildar Landspítala Hringbraut að upphæð kr. 50.000 fyrir framúrskarandi rannsókn og erindi ungs læknis. Hins vegar veitir Félag íslenskra lyflækna 25.000 kr. verðlaun fyrir besta framlag læknanema. Framkvæmdastjóri þingsins: Birna Þórðardóttir, símar: 564 4104 (v) / 552 9075 (h) / 862 8031, netfang: birna@icemed.is Hádegisfundir Lífeðlisfræðistofnunar Eftirfarandi erindi verða flutt á næstu vikum: Dr. Margrét Árnadóttir nýrnalæknir, lyflækningadeild Landspítala Hringbraut - 8. júní: Nýjar hliðar á verkun ACTH. Erla Dóris Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur/sagnfræðingur, Landspítala Fossvogi - 9. júní: Holdsveikraspítalinn í Laugar- nesi - miðstöð rannsókna. Jóhannes Helgason lífeðlisfræðingur, Lífeðlisfræðistofnun H.Í., Læknagarði - 15. júní: Áhrif lactate jónar á öndun. Helga Bjarnadóttir líffræðingur, Lífefna- og sameindalíffræðistofu, Læknagarði - 22. júní: Smíði á genaferju byggðri á MW. Dr. Sigurjón B. Stefánsson geðlæknir og sérfræðingur í klínískri taugalífeðlisfræði, taugadeild Landspítala Hringbraut - 29. júní: P-bylgjur í heilariti. Sigríður Hafsteinsdóttir B.S. nemi, Lífeðlisfræðistofnun H.Í., Læknagarði - 6. júlí: Glákulyf og samdráttargeta og slökun portaæðar. Erindin eru flutt í Læknagarði við Hringbraut og hefjast kl. 12. 468 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.