Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Side 5

Skessuhorn - 21.05.2014, Side 5
5MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Fimmtudaginn 22. maí næstkom- andi verður árshátíð unglingadeild- ar Kleppjárnsreykjadeildar Grunn- skóla Borgarfjarðar haldin í Loga- landi. Nemendurnir sýna leikritið Uppreisn æru eftir Ármann Guð- mundsson, í leikstjórn Ásu Hlínar Svavarsdóttur. Skemmtunin hefst kl. 20:00 og verður sjoppa opin í hléi. Allir velkomnir. -fréttatilkynning Einnig leigjum við bíl með fjórhjóladrifi fyrir allt að 11 farþega með bílstjóra, tilvalið fyrir gönguhópa Brákarbraut 5 - Borgarnesi - 437 1300 / 692 5525 / 897 6649 Leigjum fólksbíla og jeppa S K E S S U H O R N 2 01 4 Hársnyrtir Óskast til starfa í sumar hjá Hárstofunni í Stykkishólmi, möguleiki á framtíðarstarfi. Nánari upplýsingar veitir Dísa í síma 864 8861 S. 438 1587 S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Kjörskrá vegna sveitar- stjórnarkosningar 2014 Kjörskrá íbúa Hvalfjarðarsveitar vegna sveitarstjórnar- kosningar laugardaginn 31. maí nk. liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 10-15. Hægt er að gera athugsemdir við kjörskrá fram kjördag. Nánari upplýsingar um kosningarnar má finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is Árshátíð Kleppjárnsreykjadeildar GBF verður í Logalandi Freisting vikunnar Að þessu sinni var það laganeminn og matarbloggarinnTinna Björg Friðþórsdóttir sem deildi með okkur uppskrift. Hún er búsett í Reykjavík ásamt sambýlismanni sínum og dóttur, en ættuð úr Döl- unum. Hún er ein af tengdadætrum Akraness en sambýlismaður henn- ar og barnsfaðir er Akurnesingur. Tinna Björg gaf okkur uppskrift af dýrindis bananasnittum. „Grunn- uppskriftin er fjölskylduskúffukak- an sem við konurnar í fjölskyldunni höfum notast við í áraraðir. Ban- anakremið og ganachekremið bjó ég til sjálf en kakan líkist bananas- nittunum sem fást í mörgum bak- aríum,“ segir matgæðingurinn. Við hvetjum alla áhugasama um matar- gerð og bakstur til þess að kíkja inn á bloggsíðu Tinnu Bjargar. Slóðin er www.tinnabjorg.com Skúffukökubotn: 4 1/2 dl hveiti 4 1/2 dl sykur 1 dl kakó 1 tsk salt 1 tsk matarsódi 1/2 tsk lyftiduft 1 1/2 dl vatn 2 dl súrmjólk eða AB mjólk 2 egg 175 g brætt smjör 3 tsk vanilludropar Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni og súrmjólk sam- an við. Bætið eggjum við og síðan smjöri og vanilludropum. Smyrjið ferkantað kökuform (u.þ.b. 23 cm x 32 cm) og hellið deiginu ofan í. Bakið við 175° í 30-35 mínútur. Bananakrem 250 g mjúkt smjör 300 g flórsykur 2 tsk vanilludropar 2 bananar Byrjið á að þeyta smjör þann- ig að það verði alveg mjúkt og kekkjalaust. Bætið þá við flórsykri og vanilludropum. Maukið banana í blandara og þeytið vel saman við kremið. Súkkulaðiganache 250 ml rjómi 175 g suðusúkkulaði Hitið rjóma að suðu og sax- ið suðusúkkulaði smátt á meðan. Setjið súkkulaðið í skál og hell- ið heitum rjómanum yfir. Látið standa ósnert í 5 mínútur og hrær- ið svo súkkulaðinu og rjómanum saman þar til blandan verður að þunnu kremi. Kælið í ísskáp þar til kremið verður seigfljótandi og nógu þykkt til að hægt sé að hella því yfir kökuna án þess að það leki niður með hliðunum. Ekki láta ykkur bregða þegar þið hrærið kremið saman, bland- an lítur fyrst út fyrir að ætla aldrei að verða að kremi og síðan verð- ur hún þunn eins og súkkulaði- súpa. En kremið þykknar eft- ir því sem það fær að kólna leng- ur. Þolinmæði þrautir allar vinn- ur, ekki satt? Best er að byrja á að gera súkkulaðikremið og láta það kólna í rólegheitum á meðan kak- an er bökuð. Smyrjið þykku lagi af bananakremi yfir súkkulaðikökuna þegar hún hefur kólnað og hellið súkkulaðiganache yfir. Kælið kök- una þar til bananakremið stífn- ar aðeins og skerið í sneiðar með beittum hníf. Ef baka á kökuna í djúpri ofn- skúffu þarf að tvöfalda alla upp- skriftina. Bananasnittur Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólms síðastliðinn fimmtudag var tek- inn til fyrri umræðu ársreikning- ur sveitarfélagsins fyrir árið 2013. Þar kom fram að rekstrarafkoma samantekins ársreiknings A og B hluta er neikvæð um 18,3 milljón- ir kr. miðað við 4,5 millj. kr. hagn- að á árinu 2012. Þá er rekstrarnið- urstaða A-hluta bæjarsjóðs neikvæð um 14,5 millj. 2013 miðað við 11 millj. kr. hagnað árið 2012. Helstu ástæður lakari rekstrarniðurstöðu milli ára er rakin til þess að rekstar- tekjur hækkuðu aðeins um 9,7 millj- ónir kr. milli ára, meðan rekstrarút- gjöld hækkuðu um 35,1 milljónir og vegur þar þyngst hækkun launa og lífeyrisskuldbindinga. Í fundargerð frá bæjarstjórn- arfundinum segir að á síðustu tíu árum hafi tekjur bæjarfélagsins ein- ungis staðið undir útgjöldum árin 2006 og 2012 þegar tekið hef- ur verið tillit til afskrifta og fjár- magnsliða. Þar segir að áhyggju- efni sé hversu lágt handbært fé frá rekstri var eða einungis 130 þúsund krónur um áramótin 2013 og 2014 en þyrfti að vera um 50 milljónir. „Það að sveitarfélagið hafi ekki náð jákvæðri rekstrarniðurstöðu á árinu 2013 ber að íhuga alvarlega og leita leiða til að auka tekjur og minnka útgjöld svo sveitarfélagið standist viðmið sveitarstjórnarlaga,“ seg- ir í greinargerð meirihluta bæjar- stórnar sem lögð var fram á fundin- um. Þar segir að jákvæðu þættirnir í rekstri síðasta árs sé hagnaður hjá hafnarsjóði og fráveitu. „Það er al- veg ljóst að til að ná þeim árangri að rekstur bæjarfélagsins verði já- kvæður verður áfram að gæta veru- legs aðhalds í rekstri. Jákvæð þró- un hefur orðið á skuldum Stykkis- hólmsbæjar en skuldahlutfall mið- að við tekjur er komið niður fyr- ir 150% og var árið 2013 147,2%. Fjármagnsgjöld voru 88,8 milljónir. Mikilvægt er að lækka fjármagns- gjöld bæjarins áfram. Það er því al- veg ljóst að á næstu árum verður að fara varlega í auknar fjárfesting- ar og forgangsraða af skynsemi og ábyrgð og miða við þörf og stöðu. Við teljum að forgangsverkefni næstu ára verði fjárfesting til öldr- unarmála, göngustíga og gatnakerfi bæjarins,“ segir í bókun meirihluta bæjarstórnar. Minnihluti bæjarstjórnar segir í bókun sinni á fundinum að það sé áhyggjuefni að enn hækki rekstrar- gjöld Stykkishólmsbæjar umfram tekjur og að handbært fé sé mjög lít- ið. „Nauðsynlegt er að snúa rekstri úr tapi yfir í hagnað og auka veltu- fé frá rekstri, það verður aðeins gert með auknum tekjum og lægri út- gjöldum. Ljóst er að taka þarf veru- lega á útgjaldaliðum, hagræða og skera niður frá því sem nú er ef ekki á illa að fara,“ segir í bókun minni- hluta bæjarstjórnar Stykkis hólms. þá Afkoma Stykkishólmsbæjar versnar milli ár Frá Stykkishólmi. Upplýsingaskiltið við Ennisbraut fært Framkvæmdir standa nú yfir við endan á Ennisbraut í Ólafsvík. Færa á upplýsingaskiltið á planið sem verið er að útbúa og einnig er verið að gera stíg sem bæta mun að- gengi að bekknum. Það er Stafna- fell sem sér um verkið. Var efninu sem mokað var upp ekið á hafnar- svæðið í Rifi þar sem það verður notað. þa

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.