Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014 Hann er vissulega tignarlegur Rolls Royce bíllinn sem breskir ferðamenn aka um Ísland þessa dagana. Síðastliðinn laugar­ dag átti hann viðkomu á Breið­ inni á Akranesi en þaðan var m.a. ekið vestur á Snæfellsnes og gist í Langaholti hjá honum Kela. Bíll þessi er af gerðinni Rolls Royce árgerð 1922 og ber núm­ eri R­1922. Hann er eins og sjá má sannkallað augnakonfekt fyrir bílaáhugamenn. mm/ Ljósm. Jónas Ottósson Síðastliðinn sunnudag var skrifað undir málefnasamning Sjálfstæðis­ flokks og Bjartrar framtíðar á Akra­ nesi vegna meirihlutasamstarfs í bæjarstjórn næsta kjörtímabil. Odd­ vitar framboðanna; Ólafur Adolfs­ son og Vilborg Þórunn Guðbjarts­ dóttir, handsöluðu samninginn á nýju Akratorgi, að viðstöddum bæj­ arstjóranum Regínu Ásvaldsdóttur sem ráðin hefur verið áfram til að gegna starfi bæjarstjóra. Sjálfstæð­ isflokkurinn fékk eins og kunnugt er nauman meirihluta í bæjarstjórn með fimm af níu bæjarfulltrúum. Ólafur Adolfsson oddviti listans hafði strax og úrslit lágu fyrir hug á að styrkja meirihlutann og bauð BF til viðræðna. Oddvitarnir sögðu báðir að viðræðurnar hefðu geng­ ið afar vel og að þau væru ánægð með það samkomulag sem nú er í höfn. „Við leggjum mikla áherslu á atvinnumál með áherslu á höfn­ ina og auðvitað að auka atvinnu­ tækifæri með því að laða að fólk og fyrirtæki því það styrkir verulega rekstur bæjarins. Einnig að styrkja lögbundið þjónustuhlutverk bæjar­ ins með aukinni forgangsröðun og einföldun verkferla,“ sagði Ólafur Adolfsson. Skipt með sér verkefnum Búið er að ákveða formennsku í helstu nefndir og ráð. Forseti bæj­ arstjórnar verður Sigríður Indriða­ dóttir og varaforseti Einar Brands­ son. Formaður bæjarráðs verður Ólafur Adolfsson og til vara Val­ dís Eyjólfsdóttir. Formaður Fram­ kvæmdaráðs verður Einar Brands­ sson og til vara Rakel Óskarsdótt­ ir. Formaður Fjölskylduráðs verð­ ur Sigríður Indriðadóttir og til vara Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir. Málefnasamningurinn Á kjörtímabilinu ætla Sjálfstæðis­ flokkur og Björt framtíð að vinna að eftirtöldum á málum: VELFERÐARMÁL Huga að stofnun samráðshópa • í samvinnu við hagsmunaaðila t.d. með fólki með fötlun, eldri borgurum og innflytjendum. Efla þjónustu við einstaklinga • með fötlun og finna leiðir til aukinnar atvinnuþáttöku þeirra. Marka stefnu í búsetuúrræð­• um fyrir aldraða og halda áfram uppbyggingu Höfða í samráði við meðeigendur. Móta lögbundna jafnrétt­• isáætlun og vinna fram­ kvæmdaáætlun fyrir mann­ réttindastefnu Akraneskaup­ staðar. Standa vörð um starfsemi • Heilbrigðisstofnunar Vestur­ lands og beita öllu okkar afli þannig að þjónusta stofunar­ innar verði aukin að nýju. FJÖLSKYLDU- OG SKÓLA- MÁL Undirbúa og hefja byggingu • Rolls Royce árgerð 1922 Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð mynda meirihluta á Akranesi á nýjum grunnskóla í samráði við hagsmunaaðila. Auka og þróa tengsl leik­, • grunn­ og framhaldsskóla og samnýta betur húsnæði og mannauð. Bæta aðbúnað í grunnskólum.• Þróa vettvang fyrir bætt • félagslíf ungmenna á Akranesi í tengslum við listir, menn­ ingu og íþróttir. Koma á samræmdri stefnu • mötuneyta bæjarins og auka hlutfall lífrænnar fæðu í leik­ og grunnskólum. Koma á heimagreiðslum til • foreldra sem hafa fullnýtt 9 mánaða fæðingarorlof og eiga börn á biðlista hjá dagfor­ eldri. ATVINNA, NÝSKÖPUN OG SAMGÖNGUR Efla atvinnu­ og markaðsstarf • á vegum bæjarins og kynna Akranes sem vænlegan bú­ setukost fyrir nýja íbúa. Sinna betur þörfum fyrirtækja • á Akranesi. Leita leiða til að koma til­• búnum atvinnu­ og bygginga­ lóðum í notkun. Veita nýsköpunarviðurkenn­• ingar til fyrirtækja og einstak­ linga. Leggja áherslu á uppbyggingu • Akraneshafnar og bæta að­ stöðu fyrir sjávarútvegstengda starfsemi og ferðaþjónustu. Tryggja að almenningssam­• göngur jafnt innan bæjar sem utan mótist af þörfum not­ enda. ÍÞRÓTTA- TÓMSTUNDA- OG MENNINGARMÁL Ráðast í nauðsynlegar við­• haldsframkvæmdir á íþrótta­ mannvirkjum ásamt því að vinna heildstæða áætlun um framtíðaruppbyggingu og að­ stöðu fyrir almennings­ og keppnisíþróttir. Auka samstarf Akraneskaup­• staðar og Íþróttabandalags Akraness. Efla enn frekar starfemi • Þorpsins og styðja við bakið á ungum tónlistarmönnum með því að koma á fót aðstöðu til hljómsveitaræfinga. Veita hvatningarstyrki til ung­• menna ­ einstaklinga eða hópa ­ sem skara fram úr í íþróttum eða listum. Efla menningartengda við­• burði svo sem Írska daga og Vökudaga og hvetja til frek­ ara grasrótarstarfs í menning­ armálum. Efla starfsemi Safnasvæðisins • í Görðum og auka aðdráttar­ afl þess ásamt því að stuðla að auknu vægi menningartengdr­ ar ferðaþjónustu. STJÓRNSÝSLA OG FJÁRMÁL Vinna að heildarstefnumótun • fyrir Akraneskaupstað og móta framtíðarsýn og gildi bæjar­ félagsins. Auka tekjur Akraneskaupstað­• ar með því að laða að ný fyr­ irtæki, auka atvinnutækifæri, koma ónýttum íbúða­ og at­ vinnulóðum í nýtingu ásamt því að fjölga íbúum bæjarins. Tryggja gegnsæja og ábyrga • stjórnsýslu og fjármálastjór­ nun, meðal annars með auk­ inni rafrænni þjónustu og inn­ leiðingu á vottuðu gæðakerfi. Sækja um jafnlaunavottun.• Móta þjónustustefnu og fram­• kvæma reglulega þjónustu­ kannanir hjá stofnunum bæj­ arins. Hagræða í rekstri og vanda • forgangsröðun framkvæmda og fjárfestinga. Forgangsröðun verður endur­• skoðuð þannig að hægt sé að nýta fjármagn betur til að efla grunnþjónustu. Birta ársfjórðungslega upplýs­• ingar um rekstur bæjarins. Bæta vinnubrögð í mannauðs­• málum og tryggja jafnræði og gegnsæi við allar ráðningar hjá Akraneskaupstað. Leggja áherslu á aukið sam­• starf við nágrannasveitarfélög. UMHVERFIS- OG SKIPU- LAGSMÁL Endurskoða umhverfisstefnu • Akraneskaupstaðar og vinna framkvæmdaáætlun í umhverf­ ismálum. Bæta aðstöðu og aðgengi að • útivistarperlum Akraness. Sjá til þess að tekin verði upp • sorpflokkun hjá fyrirtækjum og stofnunum á Akranesi og að fjárhagslegur ávinningur sorp­ flokkunar bæjarbúa komi fram í lækkun sorphirðugjalda. Gera átak í endurnýjun gatna • og gangstétta þar sem hugað verði að aðgengi hreyfihaml­ aðra og auknu öryggi gang­ andi vegfarenda. Fegra umhverfi eldri íbúða­• hverfa og leita leiða til að styðja við lagfæringu eldri húsa. Endurskoða aðalskipulag í • framhaldi af yfirtöku á Sem­ entsreitnum. Efla gamla miðbæinn.• Vinna heildstæða viðhalds­• áætlun fyrir fasteignir Akra­ neskaupstaðar. Halda áfram uppbyggingu • göngu­, reið­ og reiðhjólastíga ásamt því að byggja upp og endurnýja leikvelli í bænum. Tryggja að stjórnsýsla í skipu­• lags­ og byggingarmálum sé formföst, skilvirk og fagleg og jafnræði íbúa sé gætt. Halda vel utan um hagsmuni • Akraneskaupstaðar sem eig­ anda í Orkuveitu Reykjavíkur og í Faxaflóahöfnum og leita sem breiðastrar samstöðu um þau mál. Gera kröfu um að Orkuveita • Reykjavíkur ljúki framkvæmd­ um við fráveitu. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.