Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Til hamingju með daginn! Í dag er þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17 júní. Lýðveldið Ísland á afmæli í dag, eins og Bjartmar bóndi komst svo prýðilega að orði í söngtexta sín­ um forðum. Nú eru sjötíu ár frá því Lýðveldishátíðin var á Þingvöllum og landið öðlaðist fullt sjálfstæði frá Dönum. Alþingi hélt þar sérstakan þing­ fund og forseti sameinaðs Alþingis lýsti yfir gildistöku nýrrar stjórnarskrár þar sem Ísland var lýst lýðveldi. Daginn áður hafði þingið samþykkt að fella úr gildi Sambandslögin frá 1918 í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl­ unnar 20. og 23. maí sama ár þar sem hérumbil allir atkvæðisbærir menn greiddu atkvæði með sjálfstæði og stofnun lýðveldis. Það er ekki vaninn að forsíðu Skessuhorns prýði annað en það sem bein­ línis tengist Vesturlandi. Svo er heldur ekki nú þótt vissulega sé mynd­ in frá Þingvöllum. Sá staður er nefnilega helgastur allra og kærastur ís­ lensku þjóðinni og þar af leiðandi okkur Vestlendingum einnig. Á Þing­ völlum hafa allar stærstu hátíðir þjóðarinnar verið haldnar. Alþingishátíð­ in 1930, Lýðveldishátíðin 1944, Kristnitökuhátíð aldamótaárið, 1100 ára afmælishátíð Íslandsbyggðar 1974 og „Þjóðavegahátíðin“ svokallaða árið 1994, þegar hálf þjóðin sat föst í umferðarteppu á veginum til Þingvalla og fagnaði þar fimmtíu ára afmælinu. Litla fjölskyldan mín átti lausa stund á laugardaginn og ákváðum við í tilefni væntanlegs afmælis lýðveldisins að fara í ökuferð á Þingvelli. Veðrið var prýðilegt þótt sól skini ekki í heiði. Þegar á Þingvelli var komið var erf­ itt að finna bílastæði við helstu áningarstaði. Þangað streyma jú flestir út­ lendingar sem landið heimsækja og þeir eru margir. Þarna gengum við um troðnar slóðir í bókstaflegri merkingu á flötunum neðan við Almannagjá og Öxarárfoss. Kyrrð var yfir staðnum og það var eins og fjölmargir út­ lendingarnir sem þarna voru skynjuðu að þetta væri helgari staður en aðrir hér á landi. Kannski var líka búið að segja þeim það. Við röltum niður að kirkjunni og Þingvallabænum og gengum um kirkju­ garð sveitarinnar og upp að Þjóðargrafreitinum þar sem Jónas Hallgríms­ son og Einar Benediktsson hvíla á sinni upphækkun austan við kirkjuna. Í Þjóðargrafreitinn átti upphaflega að jarðsetja þá sem þjóðin vildi sérstakan heiður sýna, en fleiri urðu þeir ekki, samstaða hefur aldrei náðst um það. Ekki eru skipulögð hátíðarhöld á Þingvöllum í dag til að minnast af­ mælis lýðveldisins. Fyrir því eru sjálfsagt ýmsar ástæður. Kannski veldur reynslan af Þjóðvegahátíðinni fyrir tuttugu árum og kannski er það vegna þess að Þingvallastaður er ekki í standi til að taka á móti fleirum en þang­ að koma nú þegar, þótt ekkert sé afmælið. Þetta segi ég vegna þess að mér finnst verulega skorta á almenna umhirðu á Þingvöllum, þrif og tiltekt. Sem dæmi er trjágróður við mannvirkin í órækt og merkingar litlar sem engar. Þar eru grágæsir í hundruðatali og jafnfallinn skítur eftir þær út um allt. Ekki veit ég hvaða hlutverki Þingvallanefnd og starfsmenn þjóðgarðs­ ins gegna, en sýnilega er ekki lögð mikil áhersla á þrif og fyrirbyggjandi að­ gerðir til að staðurinn láti ekki á sjá af ágangi fólks. Bakkar hinna fögru gjáa með tæru lindavatni eru sundurtraðkaðir, á botni þeirra er rusl og mynt fjarlægra landa í ótrúlegu magni. Staðurinn er að verða þjóðinni til vansa enda augljóst öllum sem þarna koma að átroðningur af alltof mörgum gest­ um er farinn að hafa slæmar afleiðingar. Hér hlýtur að þurfa að bregðast við. Annað hvort þarf að takmarka aðgang að Þingvöllum eða stórauka um­ hirðu auk stíga­ og pallagerðar. Mér fannst slæmt á sjötíu ára afmæli lýð­ veldisins að upplifa þetta. Næst þegar ég fer með fjölskyldu minni í laut­ arferð á Þingvöllum vonast ég eftir að finna blett þar sem hægt verður að setjast niður með nesti án þess að fuglaskítur klessist á fötin. En landsmenn góðir; til hamingju með sjötíu ára lýðveldisafmælið. Magnús Magnússon Betur fór en á horfðist þegar að eldur kom upp í íbúðarhúsi í Grundarfirði sl. sunnudagskvöld. Eldurinn kviknaði út frá straujárni og tókst íbúum að slökkva, en mikill reykur var í húsinu. Slökkvilið Grundarfjarðar kom fljótt á vettvang og hóf strax að reykræsta húsið. Var slökkviliðið að störfum fram á nóttina. Þess má geta að þetta var fyrsta útkall Slökkviliðs Grundar- fjarðar á þessu ári. tfk Þessa dagana eru slysavarnadeild­ ir og björgunarsveitir Landsbjarg­ ar um allt land að færa leikskólum endurskinsvesti til að nota í vett­ vangsferðum 4­5 ára barna. Gjöfin er hluti af verkefninu „Allir örugg­ ir heim“ sem félagið stendur fyrir í samvinnu við nokkur stórfyrirtæki. Gefin verða um tíu þúsund endur­ skinsvesti af vandaðri gerð og er það von þeirra sem að átakinu standa að þau nýtist skólunum næstu árin. „Vettvangsferðir eru rótgróinn hluti af leikskólastarfi. Til að tryggja ör­ yggi barnanna meðan á þeim stend­ ur er mikilvægt að þau séu vel sýni­ leg. Þegar börnin eru öll í endur­ skinsvestum verða þau ekki bara sýnilegri fyrir aðra í umferðinni heldur auðveldar það leikskólakenn­ urum og öðru starfsfólki að fylgjast með hópnum og sjá frekar ef ein­ hver röltir frá. Endurskinsvesti ætti að nota allt árið um kring,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg. mm Vertíðin eftir langreyðum við Ís­ land hófst á sunnudagskvöld þegar skip Hvals hf., Hvalur 8 og Hval­ ur 9 lögðu frá bryggju hvalstöðv­ arinnar í Hvalfirði áleiðis á miðin í úthafinu djúpt vestur af landinu. Fyrr um daginn hafði báðum skip­ unum verið siglt frá Reykjavíkur­ höfn upp í Hvalfjörð. Þar var náð í veiðarfæri og annan búnað til hvalveiðanna áður en haldið var á miðin. Hvalur 8 lagði frá bryggju um klukkan 19 en Hvalur 9 fjór­ um tímum síðar eða klukkan 23. Um 140 manns munu starfa við hvalveiðarnar í sumar, bæði á bát­ unum, í Hvalfirði, á Akranesi og í Hafnarfirði. Vertíðin mun vænt­ anlega vara fram í miðjan septem­ ber. mþh Búið er að veiða allan strandveiði­ kvótann á svæði A, sem nær frá Eyja­ og Miklaholtshreppi til Súða­ víkurhrepps. Af þeim sökum stöðv­ aði Fiskistofa veiðarnar á svæðinu frá og með 13. júní sl. og byrja þær ekki aftur fyrr en 1. júlí. Á svæði A eru flestir bátar á veiðum eða lið­ lega 200 af 430 strandveiðibátum samanlagt. Nákvæmlega jafn marga daga tók að fylla kvótann á svæðinu í maímánuði. jsb Eldur kviknaði út frá straujárni Hvalvertíðin hófst á sunnudagskvöld Hvalur 8 á útstími í mynni Hvalfjarðar á sunnudagskvöldið. Hvalur 9 við bryggju í Hvalfirði í rigningarsúld á sunnudag- kvöld þar sem tekinn var búnaður um borð áður en haldið var á miðin. Þessi mynd var tekin á Breiðafirði á síðasta degi strandveiðanna í júní. Ljósm. af. Strandveiðar á svæði A búnar í júní Meðfylgjandi mynd var tekin á leikskólanum Múlaborg þegar vestin voru afhent þar. Endurskinsvesti í leikskólana

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.