Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 7
7ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014 Upplýsingar veita: Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is Sigurjón Þórðarson sigurjon@hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 23. júní nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Bæjarstjóri Grundarfjörður er kraftmikið og framsækið samfélag með tæplega 900 íbúa. Áhersla er á fjölskyldugildi. Leikskólinn tekur inn börn frá 12 mánaða aldri og grunnskólinn er leiðandi í innleiðingu spjaldtölva. Tónlistarskólinn er öflugur og í Grundarfirði er Fjölbrautaskóli Snæfellinga sem er í fararbroddi nýrra kennsluhátta í framhaldsskólum. Íþrótta- og félagslíf er gott og Grundarfjörður býr að sterkum sjávarútvegi og vaxandi ferðaþjónustu. Grundarfjörður skartar einstakri náttúrufegurð og fjölmörgum sóknarfærum. Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða bæjarstjóra. Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður sveitarfélagsins og stofnana þess og gegnir mikilvægu leiðtogahlutverki fyrir bæinn. Starfssvið er meðal annars: • Ábyrgð á og stjórnun daglegs reksturs • Ábyrgð á stefnumótun og áætlanagerð • Framkvæmd á ákvörðunum bæjarstjórnar • Samskipti við stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri er skilyrði • Leiðtogahæfileikar, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er æskileg • Reynsla af nýsköpun, stefnumótunarvinnu og eftirfylgni stefnumótunar er æskileg Laus er staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskóla Grundarfjarðar frá og með 1. ágúst 2014. Í Grunnskóla Grundarfjarðar eru nú tæplega 100 nemendur og 22 starfsmenn. Nánari upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans, www.grundo.is. Menntunar- og hæfniskröfur Grunnskólakennararéttindi og reynsla af kennslu í grunnskóla• Reynsla af stjórnun og stjórnunarstörfum í grunnskóla æskileg• Lipurð í mannlegum samskiptum• Metnaður í starfi og áhugi á skólaþróun• Helstu verkefni og ábyrgðarsvið Staðgengill skólastjóra• Umsjón og skipulagning á innra starfi skólans í samráði við • skólastjóra Umsjón með starfsmannamálum í samráði við skólastjóra• Samskipti við nemendur og foreldra• Laun eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknir berist til Önnu Bergsdóttur skólastjóra á netfangið anna@gfb.is. Anna veitir allar nánari upplýsingar um starfið í símum 430 8555 og 863 1670 eða í ofangreindu netfangi. Umsóknarfrestur er til 23. júní 2014. S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Aðstoðarskólastjóri Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar 2014 Dregið 24. júní Gott aðgengi skiptir alla máli, en okkur öllu máli Á þriðjudag í liðinni viku mætti ófögur sjón eigendum hesthúsa og fjárhúsa við gamla þjóðveginn inn að Innsta Vogi rétt innan Akra­ ness. Búið var að brjóta rúður í húsunum með grjótkasti. Þessi hús hafa staðið þarna í friði um áratuga skeið, hýst sauðfé og hesta í eigu tómstundabænda á Akranesi og sett skemmtilegan svip á lífsflóru bæjarfélagsins. Málið var tilkynnt til lögreglunnar á Akranesi og er í rannsókn. Lýst er eftir upplýs­ ingum um hverjir gætu hafa ver­ ið valdir að þessum tilgangslausu skemmdarverkum sem talið er að hafi verið framin, eins og áður seg­ ir, um kvöldmatarleytið þriðjudag­ inn 10. júní. mþh Framkvæmdum við endurbætur á Brákarhlíð, hjúkrunar­ og dvalar­ heimili alraðra í Borgarnesi, er nú lokið. Eins og kunnugt er var bæði byggð við heimilið íbúðaálma og eldra rými endurnýjað meira og minna í kjölfarið. Í tilefni af því að framkvæmdum við endurbætur er nú lokið er opið hús í Brákarhlíð í dag, á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þar verður jafnframt stutt vígsluat­ höfn. Heimilisfólk, starfsmenn og stjórn Brákarhlíðar bjóða gestum að skoða húsakynnin. Þar sem vígsluathöfnin fór fram eftir að Skessuhorn var sent í prent­ un verður sagt frá vígslunni í næstu viku hér í blaðinu. mm Eitt húsanna sem varð fyrir barðinu á skemmdarvörgunum. Skemmdarverk unnin á fjárhúsum og hesthúsum á Akranesi Vígsla Brákarhlíðar á þjóðhátíðardaginn Breytingum lokið á Akratorgi Íbúar á Akranesi hafa fylgst grannt með því undanfarna daga hvern­ ig Akratorg hefur sífellt verið að taka á sig nýja og fallegri mynd. Þar hefur Snjólfur Eiríksson garð­ yrkjufræðingur stýrt verkum. Fyr­ ir helgina var flestum verkþáttum lokið og torgið orðið hið glæsileg­ asta. Einungis átti eftir að koma upp tveimur bekkjum og ræsa gos­ brunn. Torgið verður svo form­ lega vígt í dag, á þjóðhátíðardag­ inn 17. júní. Þar sem búið var að senda Skessuhorn í prentun þegar að vígslunni kom verður nánar sagt frá nýju Akratorgi í næsta Skessu­ horni. mm Akratorg séð frá Landsbankahúsinu. Ljósm. mþh. Akratorg séð í átt til Landsbankahússins. Ljósm. mþh. Óformleg vígsla torgsins var sl. laugardagsmorgun þegar upphitunaræfingar fyrir Kvennahlaup fóru þar fram. Ljósm. mm. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Kristbjörg Traustadóttir hönnuður nýs Akratorgs ræða málin. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.