Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 27
Norð ur áls mót ið - 27
@home • Stillholt 16-18 • 300 Akranes • Sími 431-1218
Í @home færðu fallegar gjafir á góður verði
Íslensk hönnun í hávegi höfði!
Opnunartími
Mánudaga-föstudaga 11-18
Laugardaga 11-15
Verið hjartanlega velkomin
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Minnum brúðhjón á að skrá sig á gjafalista
Nýir og spennandi sumarilmir
fyrir dömur og herra
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Opið virka daga 10-18 Laugardaga 10-15
deildarliðinu Örebro. „Ég átti
frábært tímabil þarna strax með
Arnóri Guðjohnsen, Hlyni Birgis
syni og fleiri góðum. Í byrjun árs
1993 var ég kominn í gott form og
spilaði líka alltaf með landsliðinu.
Við vorum alltaf í toppbaráttunni
en það hefur ekki oft gerst hjá
Örebro. Það var mjög skemmtilegt
þarna í Allsvenskan. Þarna var ég
tvö toppkeppnistímabil.“ Eftir það
var Siggi að hugsa um að halda
áfram að spila í Svíþjóð en þá fékk
hann gott tilboð frá Skotlandi.
„Dundee United vildi fá mig,
þangað fór ég og var í fjögur ár og
hætti þar árið 2000 þegar ég kom
hingað heim á Skagann aftur. Ég
var með í bikarsigri ÍA árið 2000.“
Þjálfaraferillinn hófst
hjá FH
Síðan hefur Siggi fengist við
þjálfun. Hann byrjaði sem að
stoðarþjálfari hjá Loga Ólafs
syni í FH. Svo fór hann að þjálfa
Víking. Þar var hann í þrjú ár og
er ánægður með árangurinn. Síðan
var Siggi svo smátíma hjá Grinda
vík áður en hann hélt til Svíþjóðar
að þjálfa. „Ég þjálfaði aðalliðið
hjá Djurgaarden í Svíþjóð og það
gekk mjög vel. Við vorum í topp
baráttunni en klikkuðum á þessu
á lokasprettinum og enduðum í
öðru til þriðja sæti en Gautaborg
náði titlinum. Það var mikill sam
hugur í öllum hjá Djurgaarden,
stjórninni og liðsmönnum öllum.
Þannig gengur allt vel. Svo kom
ný stjórn árið eftir. Þá enduðum
við í sjöunda til áttunda sæti. Þetta
var árið 2008 en það er samt besti
árangur sem Djurgaarden hefur
náð síðan. Þetta er orðin svo mikil
pólitík og peningar í fótboltanum
í dag. Það gerðist þarna að þetta
voru ekki mennirnir sem höfðu
bestu þekkinguna á fótboltanum
sem fóru að stjórna og þá fer ekki
vel. Siggi fór eftir þetta að þjálfa í
annarri deildinni sænsku. Enköp
ing, sem var lítið félag, en með
mikinn áhuga. „Við komumst upp
um deild á fyrsta ári en þá komu
stóru félögin og keyptu af litla
félaginu alla bestu mennina þannig
að ég sat uppi með unglingalið
árið eftir. Þannig gekk þetta þarna
að mitt hlutverk var bara að þjálfa
upp stráka hjá þessu litla félagi
fyrir stóru félögin sem höfðu
peningana.
Þegar ég hætti þarna skildi ég við
þá í fyrstu deild en nú er félagið
neðst í þriðju deild á góðri leið
með að fara niður í þá fjórðu.“
Frábært starf unnið við
Norðurálsmótið
Nú er Siggi kominn heim á ný,
eins og fyrr segir. Hann segir
langt síðan hann hafi séð Norður
álsmót en bíði spenntur eftir
mótinu núna. „Það er aðdáunar
vert hve lengi þessum mótum
hefur verið haldið úti og hve þau
hafa vaxið og dafnað. Starf þeirra
forystumanna og starfsmanna ÍA
sem staðið hafa að þessu er vel
skipulagt og frábært. Hlutur for
eldranna og allra þeirra sem koma
að mótinu, dómara og annarra
er ekki síðri. Ég ætla að reyna
að starfa eins mikið að Norður
www.skessuhorn.is
Fáðu þér eintak!
Gamlir baráttujaxlar í bikarmeistaraliði ÍA árið 2000. Sigurður Jónsson, Ólafur
Þórðarson þjálfari og Alexander Högnason.
álsmótinu núna og ég get. Ég
dæmi kannski nokkra leiki eða
svo. Síðan ætla ég að fylgjast vel
með og það eru örugglega margir
framtíðarsnillingar í knattspyrn
unni sem sjást á þessu móti,“
sagði Sigurður Jónsson knatt
spyrnumaður og þjálfari.
hb
Íslandsmeistarar ÍA í fimmta flokki 1977. Siggi er lengst til hægri í fremri röð við hlið Kristjáns Sveinssonar formanns Knatt-
spyrnuráðs Akraness.