Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014 Óhætt er að segja að Dalamönnum hafi verið boðið upp á menningar­ viðburð í heimsklassa þegar Dala­ maðurinn Tómas R. Einarsson, ásamt Latínstórsveit sinni, hélt tón­ leika í Dalabúð miðvikudagskvöldið 11. júní síðastliðinn. Þar komu fram margir helstu latín­ og djasstónlist­ armenn landsins. Í hléinu var boð­ ið upp á danskennslu í salsadöns­ um og var hún í umsjón Jóhannes­ ar Agnars Kristinssonar og félaga í Salsamafíunni. Var danskennslunni mjög vel tekið og fylltist gólfið af ungum sem öldnum Dalamönnum og öðrum gestum. Augljóst var að fólkið sem fyllti salinn kunni vel að meta tónlistina og upplifunina af flutningnum þar sem gleðin smitaði svo í salinn að flestir dilluðu sér í sætunum með Kúbusveiflunni. Þess má til gamans geta að Tómas er al­ inn upp á Laugum í Sælingsdal og Jóhannes Agnar úr efri byggðinni á Fellsströndinni. Um þessar mundir er verið að vinna að heimildamynd um Dala­ manninn og bassaleikarann Tóm­ as R. Einarsson og tengjast tónleik­ arnir því verkefni. Það eru menn­ ingarfélagið Þaulsetur sf og Bæj­ arútgerðin ehf sem skipuleggja viðburðinn. Undanfarin ár hef­ ur Tómas verið duglegur að sækja Dalina heim og kynna tónlist sína við góðar undirtektir heimamanna en haft var orð á að þessir tónleikar væru þeir allra bestu með mikilli og vandaðri sviðsuppsetningu og ljósadýrð. Hljómsveitina skipa auk bassa­ leikarans Tómarsar, söngvararn­ ir Sigríður Thorlacius og Bógómil Font, Kjartan Hákonarson tromp­ et, Óskar Guðjónsson saxófón, Samúel Jón Samúelsson básúnu, Ómar Guðjónsson gítar, Davíð Þór Jónsson píanó, Matthías MD Hem­ stock trommur og Sigtryggur Bald­ ursson kóngatrommur. gd/ Ljósm. bae. Starfsfólk Fjöliðjunnar á Akranesi hefur notað góða veðrið að und­ anförnu til þess að gera víðreisn og lagst í ferðalög, bæði lengri og styttri. Föstudaginn 6. júní sl. var farið í Dalina og heimsóttir þar nokkrir sögustaðir, svo sem Ei­ ríksstaðir og Staðarhóll í Saurbæ. Borðað var á Bjarkalundi og einn­ ig skroppið á Reykhóla. Á leiðinni þangað var litið í heimsókn á bæ­ inn Seljanes þar sem bændur þar ,Magnús Jónsson og Dagný Stefáns­ dóttir, hafa ásamt Stefáni Hafþóri syni þeirra komið upp skemmtilegu safni þar sem kennir ýmissa grasa. Fjöliðjufólk kom reyndar ekki alveg tómhent í safnið á Seljanesi. Með­ ferðis hafði það sérkennilega flösku undan öli sem barst í flöskumót­ tökuna og athugull starfsmaður tók til handargagns. Fjöliðjufólkið hafði stórgaman af heimsókninni í Seljanes enda þar mikið að skoða. Trúlega hefur því fundist það sama og blaðamanni Skessuhorns þegar hann fór í heim­ sókn á Seljanes síðasta haust. Hann taldi líklegt að fólkið á Seljanesi í Reykhólasveit hafi lifað tímana tvenna eða þrenna og kannski rúm­ lega það og dró þá ályktun af safn­ mununum sem eru frá liðinni öld og jafnvel fyrr. „Þar hefur greini­ lega komið sér vel sú árátta margra að það megi varla henda nokkrum sköpuðum hlut. Í safninu og á verk­ stæðinu í Seljanesi er ýmislegt sem raun er ótrúlegt að fólki skuli hafa dottið í hug að safna á sínum tíma, en trúlega mörgum finnst í dag gulls ígildi,“ sagði m.a. í umfjöllun Skessuhorns á sínum tíma. þá Þegar mennirnir flytja á brott þá flytur krummi inn. Sú regla hef­ ur nú í vor og sumar sannast fyr­ ir gestum og gangandi sem fara um Suðurgötuna á Akranesi. Hrafns­ hjón ein bjuggu sér til laup utan á rykhreinsivirki Sementsverksmiðj­ unnar, en eins og kunnugt er þá hefur rekstri hennar verið hætt. Skötuhjúin hafa nú komið upp tveimur myndarlegum ungum. Laupurinn blasir við frá Suður­ götu. Hann er samt í öruggri fjar­ lægð frá hugsanlegum óvinum því verksmiðjusvæðið er vandlega lok­ að og umferð um það bönnuð óvið­ komandi af öryggisástæðum. Hrafnar eru algengir fuglar á Akranesi og hafa um langa hríð gert sig heimakomna þar. Þó er sjald­ gæft að þeir finni sér varpstaði inn­ an bæjarmarkanna enda hafa þeir oft verið ofsóttir. Sagt er að hrafn­ arnir eigi sér náttstað í Akrafjalli á haustin og veturna. Þar krunki þeir sig saman og skipti milli sín svæð­ um í ætisleit að degi til í grennd við sveitabæi og svo í sjálfum Akra­ neskaupstað. Hrafninn hefur um aldir verið nátengdur mannin­ um. Krummi er talinn afar vel gef­ inn fugl og hann tengist þjóðtrú og menningu Íslendinga með marg­ víslegum hætti. mþh Hjónin Lilja Þórðardóttir og Bjarni Kristófersson hafa ákveðið að opna nýtt kaffihús á Akranesi. Kaffihúsið mun heita Vitakaffi og verður stað­ sett í leiguhúsnæði á Stillholti þar sem veitingastaðurinn Galító var til húsa áður en hann var fluttur í enda hússins. Þau Lilja og Bjarni fengu húsnæðið afhent um síðustu mán­ aðamót og vinna nú hörðum hönd­ um við að gera það klárt fyrir opn­ un. „Það er allt á fullu núna hjá okk­ ur. Við erum að setja upp nýjan bar, mála og breyta en við stefnum á að opna kaffihúsið fyrir Írska daga,“ segir Lilja. Kaffisala og fótbolti undir sama þaki Í kaffihúsinu verður ekki einungis hægt að fá sér kaffi. Þar verður boð­ ið upp á veitingar og hægt að horfa á fótboltaleiki. „Á boðstólnum verð­ ur að sjálfsögðu fjöldi kaffidrykkja en einnig ætlum við að bjóða upp á heimabakað bakkelsi. Fólk getur svo komið til okkar í hádeginu og feng­ ið sér súpu og brauð. Þá verðum við einnig með einhverja létta rétti og hamborgara. Við ætlum svo að sýna fótboltaleiki en í húsinu eru tveir salir og mun annar þeirra verða not­ aður til að sýna fótboltaleiki. Stór og þykk rennihurð mun svo að­ skilja salina svo fótboltinn truflar ekki þá sem vilja vera án hans. Við stefnum á að hafa opið frá klukkan níu á morgnana til klukkan ellefu á kvöldin á virkum dögum. Við eigum ennþá eftir að ákveða með opnunar­ tímann um helgar en það mun bara koma í ljós eftir að við höfum opn­ að,“ segir Lilja. Hugmyndin kviknaði í Manchester Að sögn Lilju fannst þeim Bjarna vanta þjónustu á Akranesi sem notið hefur vinsælda annarsstaðar. „Hug­ myndin fæddist hjá okkur þegar við vorum í Manchester í mars. Þar úti er mikið um kaffihús og bari þar sem hægt er að horfa á fótboltaleiki. Okkur fannst vanta þessa þjónustu á Akranesi, það er að segja kaffi­ hús og stað til að horfa á fótbolta­ leiki.“ Þau hjón ákváðu strax að kaffihúsið skyldi hafa sterka teng­ ingu við sögu og menningu Akra­ ness. Var því ákveðið að tengja kaffi­ húsið við vitana á Breið og Suður­ flös á Akranesi sem hafa notið síauk­ inna vinsælda ferðamanna. „Vitarn­ ir eru orðnir þekktir túristaseglar og þangað fer mikill fjöldi ferðamanna á hverju ári. Það er ekki alveg búið að útfæra þá hugmynd fyrir utan nafnið, Vitakaffi, en ég geri ráð fyrir að það verða einhverjar myndir og fróðleikur um vitana hér í kaffihús­ inu,“ segir Bjarni að lokum. jsb Dalamenn á heimsklassatónleikum Tómasar R og félaga Ungarnir tveir una hag sínum vel utan á rykhreinsivirkinu þaðan sem þeir sjá yfir Suðurgötuna og umferðina um hana. Hrafnslaupur á Sementsverksmiðjunni Fjöliðjan í heimsókn á Seljanesi Áslaugu og Birgi Engilbert fannst upplagt að fá sér sæti í sitthvorri dráttarvélinni. Addi í Fjöliðjunni nýbúinn að afhenda Stefáni Hafþóri Magnússyni glerflöskuna sérkennilegu. Hópurinn frá Fjöliðjunni fyrir utan safnið í Seljanesi. Nýtt kaffihús opnað fyrir Írska daga á Akranesi Lilja og Bjarni sjást hér standa við hálfkláraðan barinn í Vitakaffi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.