Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 25
Norð ur áls mót ið - 25 Hans og Gréta er staðsett að Kirkjubraut 37 (gamla pósthúsinu) Opnunartími verslunar: Fimmtudaga og föstudaga kl. 17-19 Laugardaga kl. 12-16 Barnaföt, barnaleikföng, barnavörur bæði notað og nýtt. Ýmis tilboð í gangi - Sjón er söguríkari Shotgun MIÐNÆTUR *Kylfingar verða að vera með löglega forgjöf Punktakeppni með forgjöf • 2 flokkar: Grunnforgjöf 0-10,1 og 10,2-24/28 (24 hjá körlum og 28 hjá konum*) Ræst er út á öllum teigum kl. 20.00 (Mæting ekki seinna en kl. 19.30) Mótsgjald 3.500 kr. • Skráning á golf.is Glæsileg verðlaun Nándarverðlaun á öllum par 3 holumTexas Scramble Ræst er út frá kl. 08.00-13.00 Mótsgjald 3.500 kr. • Skráning á golf.is Hámarks forgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum* OPNA NORÐURÁLSMÓTIÐ Í GOLFI Garðavelli, Akranesi, laugardaginn 21. júní Mæðgur í liði Skagakvenna í Pepsídeildinni „Jú, það var gaman að koma inn á í fyrsta leik í Pepsídeildinni í vor og líka skemmtilegt að leysa dótt­ urina af. En það var kannski ennþá skemmtilegra í leik í Lengjubik­ arnum í vor þegar við spiluðum báðar á móti HK/Víkingi,“ seg­ ir Áslaug R Ákadóttir 36 ára knatt­ spyrnukona á Akranesi sem hefur æft og spilað með liði ÍA í Pepsí­ deild kvenna í vor. Það skemmti­ lega gerðist að Áslaug kom inn á fyrir dóttur sína Bryndísi Rún Þór­ ólfsdóttur í fyrsta leik ÍA í vor þeg­ ar Fylkiskonur mættu á Akra­ nesvöll. Það mun vera einsdæmi að mæðgur spili saman með liði í efstu deild. „Mér fannst svolít­ ið skrítið fyrst að æfa og keppa með mömmu en svo venst það bara ágætlega,“ segir Bryndís Rún og brosir. Þótt hún sé enn ung að árum, tæplega 17 ára gömul, er hún þegar farin að láta til sín taka og er mjög snörp og kraftmik­ il fram á miðjunni og í sókninni. Hún hefur þegar skorað nokkur mörk fyrir Skagakonur og á örugg­ lega eftir að láta enn frekar að sér kveða í framtíðinni. Að hjálpa vinkonunum Áslaug tók fram skóna að nýju í vetur. Hún segist hafa byrjað aftur eingöngu til að liðsinna vinkonum sínum að styrkja leikmannahópinn, þjálfaranum Magneu Guðlaugs­ dóttur og systur sinni Margréti Ákadóttur aðstoðarþjálfara. Áslaug var á árum áður í sigursælu liði hjá Skagakonum sem m.a. varð bikarmeistari 1993. Þá þjálfaði Áki Jónsson faðir Áslaugar og Mar­ grétar liðið. Áslaug var í yngri landsliðum Íslands 17 og 21 árs og Bryndís Rún er að feta í fótspor móður sinnar er núna í landsliðinu undir 17. „Ég var reyndar að detta inn í A­landsliðið þegar ég varð ófrísk að Bryndísi Rún og þegar ég var að spila með 21 árs landsliðinu var hún eins árs. Ég hef enn mjög gaman af því að spila fótbolta, er reyndar meidd eins og er, en ætla samt að halda áfram að æfa og vera með í sumar.“ Heimilið snýst um fótbolta Heimili Áslaugar og manns hennar Þórólfs Guðmundssonar snýst eins og á mörgum fleiri á Akranesi um fótbolta í sumar. Og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og allt það í fótboltaættunum á Skaganum. „Já, sumarið er undirlagt í fótbolta hjá okkur. Ég er að þjálfa 6. flokk stelpna og Bryndís er aðstoðar­ þjálfari minn og hjá ÍA. Birna yngri dóttirin er að spila með 7. flokki og svo er Jón Vilhelm bróðir minn að spila með karlaliði ÍA. Svo náttúrlega fylgjumst við vel með HM í Argentínu þannig að þetta verður einn fólbolti út í gegn hjá okkur í fjölskyldunni og það er bara gaman,“ segir Áslaug Ákadóttir. þáKnattspyrnumæðgurnar Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir. Milli þeirra er væntanlegur aftaki, Birna Þórólfsdóttir sem spilar með 7. flokki ÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.