Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 24
24 - Norð ur áls mót ið Söluumboð • Nýir bílar • Notaðir bílar Smiðjuvöllum 17 • Akranesi • 431 2622 • www.bilas.is Erum með til sölu gott úrval ferðavagna Húsbílar • Hjólhýsi Fellihýsi • Tjaldvagnar Aðal ferðatíminn er framundan Verið velkomin og skoðið úrvalið Óskum eftir ferðavögnum á skrá Ferðavagnar Lítið inn á heimasíðuna okkar www.bilas.is Hjá Bílás Knaus sport 450 árg. 2005, sólarsella, sjónvarp ofl. Tilboð 1.950.000. Rnr. 119601. Hobby 560 cfe premium. Nýtt hús. Tilboð 5.390.000. Rnr. 123500. Palomino colt, árg. 2008, fortjald. Tilboð 1.290.000. Rnr. 123302. Ford Transit hobby T600 árg. 2006, ek. 32 þús., sólarsella, marcisa ofl., gott eintak. Verð 6.750.000. Rnr. 118758. MERCEDES BENZ ML 350 bluetec 4matic. árg. 2012, ek. 12 þús. dísel, ssk. Einn eigandi, flottur bíll. Verð 13.490.000. Rnr. 991028 S K E S S U H O R N 2 01 4 Ánægður hvernig við brugðumst við mótlætinu „Við gáfum það út fyrir mót að stefnan væri sett upp í efstu deild að nýju og það hefur ekkert breyst. Eins og staðan er núna í deildinni erum við í þokkalegum málum. Ég er mjög ánægður með hvernig við brugðumst við mótlætinu eftir þrjú töp í röð, tvo tapleiki í deildinni og einn í bikar. Núna höfum við unnið tvo leiki í röð gegn liðum sem byrjuðu mjög vel í mótinu og komnir í hóp efstu liða. Í þremur sigurleikjum höfum við haldið hreinu, ekki fengið á okkur mark og það er ég ekki síst ánægður með,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari 1. deildarliðs ÍA í spjalli við Skessuhorn fyrir helgi, en Skagamenn lögðu síðan Tindastól fyrir norðan um helgina og bættu enn stöðu sína í deildinni. Verðugt verkefni á Norðurálsmóti Gunnlaugur segir að keppnin í 1. deildinni hafi farið skemmtilega af stað og ýmislegt komið á óvart. „Deildin er enn jafnari en ég bjóst við. Það eru fleiri lið sem hafa gert sig gildandi og vilja vera með í toppbaráttunni. Mótherjar okkar um mótshelgina stóru, Leiknismenn úr Breiðholtinu sem byrjuðu svo vel að þeir fengu ekki á sig mark í fyrstu fimm leikjunum. Svoleiðis byrjun held ég að sé fáheyrð. Það verður einmitt mjög verðugt verkefni hjá okkur að fá Leiknismenn í heimsókn hérna á Akranesvöll í næstu umferð nk. sunnudag. Það verður held ég ágætis innlegg í þá miklu knatt­ spyrnuhátíð sem Norðurálsmótið er. Þá verða fjölmargir á svæðinu og vonandi flykkist fólk á völlinn.“ Skýrist upp úr miðju sumri Gunnlaugur segir að í raun hafi 1. deildarkeppnin þróast þannig í byrjun að mörg lið geti blandað sér í baráttuna og m.a. hafi það komið á óvart að Grindvíkingar sem unnu ÍA tvisvar sinnum í sömu vikunni séu nú í neðri hluta deildarinnar. „Í raun held á að það verði ekki fyrr en um og upp úr miðju sumri sem það fer að skýrast hvaða lið verða virkilega að berjast um tvö efstu sætin sem gefa rétt í efstu deildina næsta ár. Vonandi verðum við Skagamenn þar á meðal. Við ætlum okkur það en samt er þetta sama klisjan sem gildir, að það verður bara að hugsa um næsta leik. Ég held við getum verið þokkalega ánægðir Skagamenn með útkomuna til þessa. Við erum með blandað lið, þótt við séum með gamla jaxla innan um er hluti að liðinu ungur og á eftir öðlast meiri reynslu. Ég er ánægður með öftustu vörnina sem er að mestu leyti ný og varnarleikinn hjá liðinu og Árni Snær sem er núna að fá sitt tækifæri sem aðalmarkvörður er að standa sig vel,“ segir Gunn­ laugur. Þjálfararnir gamlir sam- starfsmenn Gunnlaugur var eins og margir vita einn af máttarstólpum Skagal­ iðsins hér á árum áður. Byrjaði að spila með liðinu um miðjan síðasta áratug liðinnar aldar á því tímabili þegar ÍA varð Íslandsmeistari sex ár í röð. Svo skemmtilega vill til að Gunnlaugur og Þórður Þórðarson fyrrverandi þjálfari karlaliðs ÍA og núverandi þjálfari ÍA liðsins í Pepsídeild kvenna spiluðu saman í nokkur ár með ÍA liðinu. Þeirra samstarf á vellinum var einkum náið eftir að Þórður kom til baka aftur til ÍA, eftir nokkurra ára fjár­ veru þar á meðal í atvinnumennsku erlendis. Það var á árunum 2003 til 2005. Gunnlaugur var þá í hjarta varnarinnar ásamt Reyni Leós­ syni og Þórður í markinu. „Okkar samstarf var frábært en vissulega gekk á ýmsu og við þrír vorum ekki alltaf sammála um hlutina en varnarleikurinn öll þessi þrjú ár var mjög góður enda fengum við á okkur fæst eða næstfæst mörk á okkur öll þessi þrjú ár í deildinni,“ sagði Gunnlaugur að endingu. þá Gunnlaugur Jónsson er þokkalega ánægður með gengi Skagamanna Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA liðsins í 1. deild karla.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.